Fótbolti

Komin ný dagsetning á Ítalíuleikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslendingar eru í 4. sæti síns riðils í undankeppni EM U-21 árs landsliða en aðeins einu stigi frá toppnum.
Íslendingar eru í 4. sæti síns riðils í undankeppni EM U-21 árs landsliða en aðeins einu stigi frá toppnum. vísir/daníel

Búið er að finna nýjan leikdag fyrir viðureign Íslands og Ítalíu í undankeppni EM U-21 árs landsliða karla í fótbolta.

Liðin áttu að mætast 9. október en leiknum var frestað vegna kórónuveirusmita í ítalska hópnum.

Nú er ljóst að leikurinn fer fram í Víkinni fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 15:30.

Síðustu tveir leikir Íslands í undankeppninni eru á útivelli, gegn Írlandi sunnudaginn 15. nóvember og gegn Armeníu miðvikudaginn 18. nóvember.

Mikil spenna er í riðlinum en fjögur lið eiga möguleika á efsta sætinu: Ítalía, Írland, Svíþjóð og Ísland. Efsta lið hvers riðils í undankeppninni kemst beint á EM sem og þau fimm lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna.

Lokamótið fer fram í Ungverjalandi og Slóveníu á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×