Viðskipti innlent

Kemur til Póstsins frá Advania

Atli Ísleifsson skrifar
Aldís Björgvinsdóttir.
Aldís Björgvinsdóttir. Pósturinn

Aldís Björgvinsdóttir hefur verið ráðin í starf vörustjóra innlendra vara og þjónustu á þjónustu- og markaðssviði Póstsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Þar segir að Aldís hafi þegar tekið til starfa og beri ábyrgð á innlendu vöruframboði Póstsins sem og afkomu af innlendum vörum.

„Aldís er með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og var síðast hjá Advania þar sem hún sinnti starfi verkefnastjóra. Þar áður starfaði hún hjá LS Retail, einnig sem verkefnastjóri og þá hefur hún starfað hjá Azazo, Arion banka og Berkshire Mortage Finance við góðan orðstír.

Aldís er með BS próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur einnig stundað nám við University of Massachusetts Boston,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×