Fótboltastelpur fái meiri athygli því þær séu hvítar, litlar og sætar Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2020 08:00 Megan Rapinoe og Sue Bird í fagnaðarlátunume ftir að Bird og stöllur hennar í Seattle Storm urðu WNBA-meistarar. Getty/Julio Aguilar Sue Bird segir körfubolta kvenna ekki njóta sömu fjölmiðlaathygli og vinsælda í Bandaríkjunum eins og fótboltann vegna þess hvaða samfélagshópar spili íþróttirnar. Bird hefur fjórum sinnum orðið ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og fjórum sinnum heimsmeistari. Hún vann svo WNBA-meistaratitilinn í fjórða sinn á dögunum með Seattle Storm. Bird er kærasta Megan Rapinoe sem verið hefur í stóru hlutverki innan sem utan vallar sem leikmaður bandaríska fótboltalandsliðsins. Rapinoe tók í sama streng og Bird í grein sem hún skrifaði varðandi þann mismun sem verið hefur á milli íþróttagreinanna, hvað athygli og vinsældir í Bandaríkjunum snertir. „Jafnvel þó að við séum báðar íþróttakonur að keppa á hæsta stigi þá eru okkar heimar, fótbolta- og körfuboltaheimurinn, gjörólíkir,“ sagði Bird við CNN. Rapinoe: Land með langa sögu kynþáttaníðs og haturs í garð samkynhneigðra „Og til að tala hreint út þá er það vegna þess hvaða samfélagshópar eru að spila. Knattspyrnukonur eru vanalega sætar, litlar, hvítar stelpur á meðan að við WNBA-leikmenn erum af öllum stærðum og gerðum… mikið af svörtum, samkynhneigðum og hávöxnum konum. Í því felst kannski einhver ógnunarþáttur og fólk er fljótt að dæma og hætta við þetta,“ sagði Bird. Megan Rapinoe og fótboltalandsliðið nutu sviðsljóssins í fyrra og Rapinoe spyr hvers vegna körfuboltalandsliðið fái ekki sömu athygli.Getty/Ira L. Black Í pistli sínum talaði Rapinoe einnig að vanda tæpitungulaust. „Þetta land er með langa sögu kynþáttaníðs og fordóma í garð samkynhneigðra. Og ef að maður skoðar hverjar spila í WNBA þá eru þær flestar svartar og margar þeirra eru samkynhneigðar,“ segir Rapinoe. Rapinoe vonar að hlutirnir breytist og að Bird og aðrar körfuboltakonur njóti sams konar stuðnings og athygli og fótboltalandsliðið fékk í kringum HM í fyrra, þar sem Bandaríkin unnu heimsmeistaratitilinn eins og körfuboltalandsliðið er svo vant að gera: „Hvar er þessi sama orka fyrir bestu körfuboltakonur jarðarinnar? Hvar er þessi orka fyrir íþrótt sem í stað þess að vera full af sætum, hvítum og gagnkynhneigðum er með hávaxna, svarta og samkynhneigða??“ Fótbolti Körfubolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
Sue Bird segir körfubolta kvenna ekki njóta sömu fjölmiðlaathygli og vinsælda í Bandaríkjunum eins og fótboltann vegna þess hvaða samfélagshópar spili íþróttirnar. Bird hefur fjórum sinnum orðið ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og fjórum sinnum heimsmeistari. Hún vann svo WNBA-meistaratitilinn í fjórða sinn á dögunum með Seattle Storm. Bird er kærasta Megan Rapinoe sem verið hefur í stóru hlutverki innan sem utan vallar sem leikmaður bandaríska fótboltalandsliðsins. Rapinoe tók í sama streng og Bird í grein sem hún skrifaði varðandi þann mismun sem verið hefur á milli íþróttagreinanna, hvað athygli og vinsældir í Bandaríkjunum snertir. „Jafnvel þó að við séum báðar íþróttakonur að keppa á hæsta stigi þá eru okkar heimar, fótbolta- og körfuboltaheimurinn, gjörólíkir,“ sagði Bird við CNN. Rapinoe: Land með langa sögu kynþáttaníðs og haturs í garð samkynhneigðra „Og til að tala hreint út þá er það vegna þess hvaða samfélagshópar eru að spila. Knattspyrnukonur eru vanalega sætar, litlar, hvítar stelpur á meðan að við WNBA-leikmenn erum af öllum stærðum og gerðum… mikið af svörtum, samkynhneigðum og hávöxnum konum. Í því felst kannski einhver ógnunarþáttur og fólk er fljótt að dæma og hætta við þetta,“ sagði Bird. Megan Rapinoe og fótboltalandsliðið nutu sviðsljóssins í fyrra og Rapinoe spyr hvers vegna körfuboltalandsliðið fái ekki sömu athygli.Getty/Ira L. Black Í pistli sínum talaði Rapinoe einnig að vanda tæpitungulaust. „Þetta land er með langa sögu kynþáttaníðs og fordóma í garð samkynhneigðra. Og ef að maður skoðar hverjar spila í WNBA þá eru þær flestar svartar og margar þeirra eru samkynhneigðar,“ segir Rapinoe. Rapinoe vonar að hlutirnir breytist og að Bird og aðrar körfuboltakonur njóti sams konar stuðnings og athygli og fótboltalandsliðið fékk í kringum HM í fyrra, þar sem Bandaríkin unnu heimsmeistaratitilinn eins og körfuboltalandsliðið er svo vant að gera: „Hvar er þessi sama orka fyrir bestu körfuboltakonur jarðarinnar? Hvar er þessi orka fyrir íþrótt sem í stað þess að vera full af sætum, hvítum og gagnkynhneigðum er með hávaxna, svarta og samkynhneigða??“
Fótbolti Körfubolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira