16 ára piltur fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2020 06:42 Pilturinn var með brotna tönn og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Vísir/Vilhelm Laust fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um líkamsárás í hverfi 108 í Reykjavík. Að því er segir í dagbók lögreglu höfðu þar tveir 16 til 17 ára drengir ráðist á einn 16 ára dreng. Var hann með brotna tönn og var honum ekið á slysadeild til aðhlynningar. Málið er í rannsókn. Um svipað leyti var tilkynnt um þjófnað úr verslun úti á Granda. Kona var handtekin á vettvangi grunuð um þjófnaðinn. Hún hafði engin skilríki meðferðis og sagðist vera erlendur ferðamaður. Konan var vistuð í fangageymslu. Brimbrettaslys við Gróttu Upp úr klukkan sex í gærkvöldi var lögreglu síðan tilkynnt um slys við Gróttu. Maður sem hafði verið við leik í sjónum þar á brimbretti með fallhlíf tókst á loft og lenti á grjóthleðslu í fjörunni. Maðurinn var mögulega ökklabrotinn og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá var lögreglunni tilkynnt um rán í veitingasölu í miðbænum á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður náð að ræna reiðufé en var farinn af vettvangi þegar lögregla kom. Hinn grunaði var handtekinn um 20 mínútum síðar en var þá kominn út á Granda. Var maðurinn vistaður í fangageymslu. Að því er segir í dagbók lögreglu hefur hún þurft að hafa ítrekuð afskipti af manninum vegna samskonar brota síðustu daga, líkt og fjallað var um á Vísi í gær. Eftirlit með veitingastöðum Lögreglan hafði einnig eftirlit með veitingastöðum í Kópavogi og Breiðholti í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu segir að ástandið hafi verið gott, margir staðir hafi verið lokaðir en þeir sem voru með opið voru með sóttvarnir og tveggja metra regluna í lagi. Þá voru nokkrir teknir fyrir of hraðan akstur, meðal annars 17 ára gamall ökumaður sem var stöðvaður á 117 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni en þar er hámarkshraði 80 km/klst. Forráðamanni var kynnt málið og tilkynning send til Barnaverndar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Laust fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um líkamsárás í hverfi 108 í Reykjavík. Að því er segir í dagbók lögreglu höfðu þar tveir 16 til 17 ára drengir ráðist á einn 16 ára dreng. Var hann með brotna tönn og var honum ekið á slysadeild til aðhlynningar. Málið er í rannsókn. Um svipað leyti var tilkynnt um þjófnað úr verslun úti á Granda. Kona var handtekin á vettvangi grunuð um þjófnaðinn. Hún hafði engin skilríki meðferðis og sagðist vera erlendur ferðamaður. Konan var vistuð í fangageymslu. Brimbrettaslys við Gróttu Upp úr klukkan sex í gærkvöldi var lögreglu síðan tilkynnt um slys við Gróttu. Maður sem hafði verið við leik í sjónum þar á brimbretti með fallhlíf tókst á loft og lenti á grjóthleðslu í fjörunni. Maðurinn var mögulega ökklabrotinn og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá var lögreglunni tilkynnt um rán í veitingasölu í miðbænum á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður náð að ræna reiðufé en var farinn af vettvangi þegar lögregla kom. Hinn grunaði var handtekinn um 20 mínútum síðar en var þá kominn út á Granda. Var maðurinn vistaður í fangageymslu. Að því er segir í dagbók lögreglu hefur hún þurft að hafa ítrekuð afskipti af manninum vegna samskonar brota síðustu daga, líkt og fjallað var um á Vísi í gær. Eftirlit með veitingastöðum Lögreglan hafði einnig eftirlit með veitingastöðum í Kópavogi og Breiðholti í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu segir að ástandið hafi verið gott, margir staðir hafi verið lokaðir en þeir sem voru með opið voru með sóttvarnir og tveggja metra regluna í lagi. Þá voru nokkrir teknir fyrir of hraðan akstur, meðal annars 17 ára gamall ökumaður sem var stöðvaður á 117 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni en þar er hámarkshraði 80 km/klst. Forráðamanni var kynnt málið og tilkynning send til Barnaverndar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira