Grænmetisborgarar í hættu í Evrópu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2020 14:24 Hér má sjá vinsælan grænmetisborgara. Getty Fyrirtækjum gæti verið bannað að markaðssetja vörur sínar sem grænmetisborgara eða grænmetispylsur innan Evrópusambandsins. Evrópuþingið greiðir atkvæði um tillögu þess efnis eftir helgi. Sérvörur hugsaðar fyrir grænkera og grænmetisætur gætu þurft að breyta um nafn ef tillagan er samþykkt. Nú þegar er bannað að kalla vörur vegan-osta eða plöntumjólk en til stendur að ganga lengra og meina framleiðendum að selja vörur undir heitum á borð við ostalíki, jógúrtlíki eða grænmetisborgari. The Guardian greindi frá því að þrýstihópur úr röðum kjöt- og mjólkuriðnaðarins berjist fyrir breytingunni en sala og framleiðsla á sérstökum vegan- og grænmetisvörum hefur stóraukist á undanförnum árum. Þrýstihópurinn segir að með því að kalla vörur sínar til dæmis pylsur, borgara og steikur séu framleiðendur bæði að afvegaleiða neytendur og að stela menningu kjötiðnaðar. Stórfyrirtæki á matvælamarkaði, til að mynda Unilever og Nestlé, sem eiga samtals á þriðja þúsund vörumerkja, hafa lagst gegn tillögunni. Andstæðingar hennar hafa sagt fráleitt og út í hött að merkingar sem þessar afvegaleiði neytendur. Þá væri bann í þversögn við samþykkt markmið Evrópusambandsins um að hvetja neytendur til þess að velja vörur með minna kolefnisfótspor í því skyni að draga úr loftslagsbreytingum. Vegan Evrópusambandið Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrirtækjum gæti verið bannað að markaðssetja vörur sínar sem grænmetisborgara eða grænmetispylsur innan Evrópusambandsins. Evrópuþingið greiðir atkvæði um tillögu þess efnis eftir helgi. Sérvörur hugsaðar fyrir grænkera og grænmetisætur gætu þurft að breyta um nafn ef tillagan er samþykkt. Nú þegar er bannað að kalla vörur vegan-osta eða plöntumjólk en til stendur að ganga lengra og meina framleiðendum að selja vörur undir heitum á borð við ostalíki, jógúrtlíki eða grænmetisborgari. The Guardian greindi frá því að þrýstihópur úr röðum kjöt- og mjólkuriðnaðarins berjist fyrir breytingunni en sala og framleiðsla á sérstökum vegan- og grænmetisvörum hefur stóraukist á undanförnum árum. Þrýstihópurinn segir að með því að kalla vörur sínar til dæmis pylsur, borgara og steikur séu framleiðendur bæði að afvegaleiða neytendur og að stela menningu kjötiðnaðar. Stórfyrirtæki á matvælamarkaði, til að mynda Unilever og Nestlé, sem eiga samtals á þriðja þúsund vörumerkja, hafa lagst gegn tillögunni. Andstæðingar hennar hafa sagt fráleitt og út í hött að merkingar sem þessar afvegaleiði neytendur. Þá væri bann í þversögn við samþykkt markmið Evrópusambandsins um að hvetja neytendur til þess að velja vörur með minna kolefnisfótspor í því skyni að draga úr loftslagsbreytingum.
Vegan Evrópusambandið Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira