Telur þingsályktun um Reykjavíkurflugvöll „veikburða og asnalega“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. október 2020 12:31 „Undirritaður er þingmaður Suðurkjördæmis, íbúi í 101 Reykjavík, flugmaður og andstæðingur sýndarstjórnmála,“ skrifar Smári McCarthy, þingmaður Pírata, undir færslu sína sem hann birti á Facebook í dag. Vísir/Vilhelm Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir hugmyndir þingmanna sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Smári segir að sá hópur þingmanna sem standi að þingsályktunartillögu þess efnis hafi áður gerst sekir um að vanvirða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það verður ekki hægt að taka mark á þeim í þessu,“ skrifar Smári í færslu á Facebook síðu sinni í dag. Hann telji þetta vera tillögu „Sameinaðs Íhalds“ sem sé í senn „veikburða og asnaleg.“ Fréttastofa greindi frá því í gær að helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, bróðurpartur þingmanna Miðflokksins, báðir þingmenn Flokks fólksins og einn þingmaður Vinstri grænna, hafi lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. „Það liggja fyrir samningar, sem vantar að sé staðið við, og flugvöllurinn er ekki að fara neitt hvort eð er fyrr en annar amk jafn góður er kominn í gagnið sem uppfyllir öll hlutverk Reykjavíkurflugvallar gagnvart sjúkraflugi, kennsluflugi, almannaflugi, einkaflugi, útsýnisflugi og störfum landhelgisgæslunnar, ásamt því að vera ásættanlegur varavöllur fyrir Keflavík,“ skrifar Smári. Hann telji umræðuna byggja á ómálefnalegum skotgrafarhernaði og segir hættu vera á að „spila asnalega pólitíska leiki með þetta mál,“ líkt og það er orðað í færslu Smára sem virðist lítt hrifinn af tillögunni. Málið þurfi að hans mati engu að síður að leysa en hann sé á þeirri skoðun að innanlandsflugvöllur í Reykjavík hafi mikilvægu hlutverki að gegna. „Það er ekki lykilatriði hvar nákvæmlega hann er, svo lengi sem hann er vel nothæfur og þjónar sínum hlutverkum. Vilji fólk hann burt úr Vatnsmýrinni þarf að finna annan stað og byrja að byggja. Og aðrir ættu að hætta að þvælast fyrir þeirri vinnu af ótta við að missa núverandi flugvöll, því það er ljóst, svo ég endurtaki mig, að hann fer ekki neitt fyrr en annar er kominn,“ skrifar Smári. Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Alþingi Reykjavík Píratar Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir hugmyndir þingmanna sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Smári segir að sá hópur þingmanna sem standi að þingsályktunartillögu þess efnis hafi áður gerst sekir um að vanvirða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það verður ekki hægt að taka mark á þeim í þessu,“ skrifar Smári í færslu á Facebook síðu sinni í dag. Hann telji þetta vera tillögu „Sameinaðs Íhalds“ sem sé í senn „veikburða og asnaleg.“ Fréttastofa greindi frá því í gær að helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, bróðurpartur þingmanna Miðflokksins, báðir þingmenn Flokks fólksins og einn þingmaður Vinstri grænna, hafi lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. „Það liggja fyrir samningar, sem vantar að sé staðið við, og flugvöllurinn er ekki að fara neitt hvort eð er fyrr en annar amk jafn góður er kominn í gagnið sem uppfyllir öll hlutverk Reykjavíkurflugvallar gagnvart sjúkraflugi, kennsluflugi, almannaflugi, einkaflugi, útsýnisflugi og störfum landhelgisgæslunnar, ásamt því að vera ásættanlegur varavöllur fyrir Keflavík,“ skrifar Smári. Hann telji umræðuna byggja á ómálefnalegum skotgrafarhernaði og segir hættu vera á að „spila asnalega pólitíska leiki með þetta mál,“ líkt og það er orðað í færslu Smára sem virðist lítt hrifinn af tillögunni. Málið þurfi að hans mati engu að síður að leysa en hann sé á þeirri skoðun að innanlandsflugvöllur í Reykjavík hafi mikilvægu hlutverki að gegna. „Það er ekki lykilatriði hvar nákvæmlega hann er, svo lengi sem hann er vel nothæfur og þjónar sínum hlutverkum. Vilji fólk hann burt úr Vatnsmýrinni þarf að finna annan stað og byrja að byggja. Og aðrir ættu að hætta að þvælast fyrir þeirri vinnu af ótta við að missa núverandi flugvöll, því það er ljóst, svo ég endurtaki mig, að hann fer ekki neitt fyrr en annar er kominn,“ skrifar Smári.
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Alþingi Reykjavík Píratar Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira