Lífið

Mugison og Rúna selja einbýlishúsið í Súðavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mugison og Rúna selja húsið í Súðavík
Mugison og Rúna selja húsið í Súðavík Mynd/Hafþór/Facebook-síða Rúnu.

Þau Örn Elías Guðmundsson, bestur þekktur sem Mugson, Rúna Esradóttir, tónlistarkennari, hafa sett einbýlishús sitt við Víkurgötu í Súðavík á sölu.

„Við keyptum Fögrubrekku seint 2006, þá var Dýri 1 árs og Eldar nýfæddur. Ég breytti bílskúrnum í drauma vinnuaðstöðu (tæpir 40fm) og höfum við tekið mjög mikið í gegn bæði úti og inni í húsinu. Ef hús hafa anda þá er þetta hús með góðan húmor og mikla hlýju,“ segir Örn í færslu á Facebook og heldur áfram.

„Súðavík er yndislegasti staður sem ég hef búið á, þegar við fluttum þangað bættust einhvern veginn inn 2-3 klukkutímar í sólarhringinn sem veitti ekki af á þeim tíma. Nú ætlum við í ný ævintýri og höfum þess vegna ákveðið að selja Fögrubrekku.“

Við keyptum Fögrubrekku seint 2006, þá var Dýri 1 árs og Eldar nýfæddur. Ég breytti bílskúrnum í drauma vinnuaðstöðu...

Posted by Örn Guðmundsson on Mánudagur, 12. október 2020

Húsið er 145 fermetrar og var það byggt árið 1997. Í því eru þrjú svefnherbergi og bílskúr. Bílskúrinn er fjörutíu fermetrar á stærð og hefur verið innréttaður sem hljóðver.

Ásett verð er 23,9 milljónir en fasteignamatið er 14,9 milljónir og brunabótamatið er 44,3 milljónir. Fjölskyldan fer ekki langt, því hún flytur til nágrannabæjarins Ísafjarðar.

Eignin laus strax til afhendingar. 
Bílskúrinn verið innréttaður sem hljóðver.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×