Lífið

„Burtu með for­dóma“ tón­leikar á Sel­fossi 1. maí

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Eitt af spjöldunum frá leikskólabörnum, sem taka þátt í tónleiknum á morgun.
Eitt af spjöldunum frá leikskólabörnum, sem taka þátt í tónleiknum á morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það stendur mikið til á verkalýðsdaginn á Selfossi á morgun, fyrsta maí en þar munu um 230 hljóðfæraleikarar og söngvarar stíga á svið í íþróttahúsi Vallaskóla þar sem yfirskrift tónleikanna er; „Burtu með fordóma“.

Æfingar hafa staðið yfir stíft yfir síðustu vikur en allir, sem koma fram á tónleikunum á morgun æfðu saman í dag, allt frá leikskólabörnum og til fullorðins fólks. Gunni og Felix taka líkan virkan þátt en yfirskrift fjölskyldutónleikanna á morgun er; „Burtu með fordóma“. Tónleikarnir eru samvinnuverkefni Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands, Tónlistarskóla Árnesinga og nokkurra leikskóla í Árborg.

„Þetta er bara átakið „Burtu með fordóma“ og nú ætlum við bara að hrekja þá í burtu í eitt skipti fyrir öll held ég, ég held að það gerist á morgun,“ segir Margrét Blöndal, ein af skipuleggjendum tónleikanna.

Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands og Margrét Blöndal eru allt í öllu við skipulagningu tónleikanna á morgun, 1. maí klukkan 15:00 í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Talandi um fordóma en það er búið er að koma upp nokkrum veggspjöldum á veggi íþróttahússins með gullkornum frá leikskólabörnunum þegar formdómar eru annars vegar.

Og eitt spjald í viðbót frá leikskólabörnunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Einkunnarorð Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands eru „Fyrir samfélagið, með samfélaginu“. Og þetta er það, að í gegnum tónlist að vinna að þessu, sem skiptir svo miklu, er svo mikið grundvallaratriði í samfélaginu,“ segir Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands.

Gunni og Felix verða í mikilvægum hlutverkum á tónleikunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Um 230 manns verða á sviðinu í íþróttahúsinu á tónleikunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hér er hægt að kaupa miða á tónleikana






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.