„Allt í einu eru miklu fleiri tilbúnari að prófa að versla á netinu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2020 07:31 Teymið á bak við Mynto, þau Heba Fjalarsdóttir, Viktor Grönfeldt Steinþórsson, Viktor Margeirsson, Brynjar Gauti Þorsteinsson og Gunnar Kolbeinsson. Ólafur Alexander Ólafsson Áhrif kórónuveirufaraldursins á vefverslun eru margvísleg að sögn Hebu Fjalarsdóttur, markaðsstjóra Mynto.is, fyrstu vefverslunarmiðstöðvarinnar hér á landi, sem opnaði í júlí síðastliðnum með útgáfu appsins Mynto. Í byrjun október opnaði síðan vefsíðan Mynto.is. Heba segir miklu fleiri tilbúnari nú en áður til að prófa að versla á netinu auk þess sem verslanir eru tilbúnari til að fjárfesta í vefverslun og leggja meira upp úr henni. Á Mynto.is er hægt að versla vörur frá yfir sextíu verslunum á einum stað. „Við erum tæknilega séð þak yfir verslanir, eins og verslunarmiðstöð nema bara á netinu. Verslanir eru að selja hjá okkur þannig að þetta krefst þess að þær komi inn og vilji vera með,“ segir Heba. Viðskiptavinum fjölgað mikið eftir að vefurinn opnaði Verkefnið fór af stað á fyrri hluta síðasta árs hjá framkvæmdastjóranum Viktori Margeirssyni og sölustjóranum Viktori Grönfeldt. Um haustið fengu þeir síðan til liðs við sig forritarann Gunnar Kolbeinsson. Alls eru fimm manns í teymi Mynto nú; framkvæmdastjóri, tveir forritarar, sölustjóri og markaðsstjóri. Aðspurð hvernig hefur gengið síðan appinu var hleypt af stokkunum og svo vefsíðunni segir Heba viðtökurnar strax hafa verið mjög góðar. Viðskiptavinirnir séu fleiri þúsund talsins. Salan hafi farið ágætlega af stað og tekið enn betur við sér eftir að sumarfríunum lauk í lok ágúst. Þá hafi viðskiptavinum fjölgað mikið eftir að vefurinn opnaði þann 1. október. „Vefurinn er aðgengilegri fyrir marga, fólk er vanara að versla á vefnum, mörgum finnst betra að sjá stórar myndir og appið er oft notað til að skoða og svo kaupir fólk á vefnum, eða í tölvu það er að segja. Það er mjög þekkt í vefverslun,“ segir Heba. Faraldurinn óvænt hjálpað fyrirtækinu Töluvert hefur verið fjallað um vefverslun og áhrif kórónuveirufaraldursins á hana undanfarið, meðal annars í Atvinnulífinu hér á Vísi. Hugmyndin að Mynto kviknaði fyrir Covid-19 en faraldurinn hefur óvænt hjálpað fyrirtækinu að sögn Hebu. „Allt í einu eru miklu fleiri tilbúnari að prófa að versla á netinu. Margir voru byrjaðir að prófa þetta fyrir utan Mynto, bæði að versla mat og annað og margir sem á löngum tíma neyddust til þess fyrr í vetur. Svo sér maður líka að verslanir eru tilbúnari til að fjárfesta í sínum vefverslunum og leggja meira upp úr þessu, markaðssetningu á netinu, margir að bæta í vöruúrvalið, skipta um sölukerfi og slíkt. Síðan er líka komin af stað mikil umræða um vefverslun og mikilvægi hennar þannig að þetta er einhvern veginn mjög heppilegt fyrir okkur, ef það má orða það þannig,“ segir Heba. Enn sem komið er sér Mynto um söluna fyrir verslanirnar sem nýta þjónustuna en á næstu vikum vonast fyrirtækið til að geta boðið sjálft upp á sendingar. Þá gæti viðskiptavinur verslað í þremur búðum inni á Mynto.is og fengið vörurnar sendar í einum pakka. Heba segir vonir standa til þess að þetta verði komið í gagnið fyrir jólavertíðina. „Þú gætir til dæmis keypt jólagjafirnar fyrir alla og fengið það svo sent í einni sendingu.“ Þá sé líka í vinnslu að bjóða viðskiptavinum upp á að útbúa gjafalista inni á Mynto.is sem þeir geti síðan deilt með öðrum. Vonast sé til að sú nýjung verði klár á næstu vikum. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Áhrif kórónuveirufaraldursins á vefverslun eru margvísleg að sögn Hebu Fjalarsdóttur, markaðsstjóra Mynto.is, fyrstu vefverslunarmiðstöðvarinnar hér á landi, sem opnaði í júlí síðastliðnum með útgáfu appsins Mynto. Í byrjun október opnaði síðan vefsíðan Mynto.is. Heba segir miklu fleiri tilbúnari nú en áður til að prófa að versla á netinu auk þess sem verslanir eru tilbúnari til að fjárfesta í vefverslun og leggja meira upp úr henni. Á Mynto.is er hægt að versla vörur frá yfir sextíu verslunum á einum stað. „Við erum tæknilega séð þak yfir verslanir, eins og verslunarmiðstöð nema bara á netinu. Verslanir eru að selja hjá okkur þannig að þetta krefst þess að þær komi inn og vilji vera með,“ segir Heba. Viðskiptavinum fjölgað mikið eftir að vefurinn opnaði Verkefnið fór af stað á fyrri hluta síðasta árs hjá framkvæmdastjóranum Viktori Margeirssyni og sölustjóranum Viktori Grönfeldt. Um haustið fengu þeir síðan til liðs við sig forritarann Gunnar Kolbeinsson. Alls eru fimm manns í teymi Mynto nú; framkvæmdastjóri, tveir forritarar, sölustjóri og markaðsstjóri. Aðspurð hvernig hefur gengið síðan appinu var hleypt af stokkunum og svo vefsíðunni segir Heba viðtökurnar strax hafa verið mjög góðar. Viðskiptavinirnir séu fleiri þúsund talsins. Salan hafi farið ágætlega af stað og tekið enn betur við sér eftir að sumarfríunum lauk í lok ágúst. Þá hafi viðskiptavinum fjölgað mikið eftir að vefurinn opnaði þann 1. október. „Vefurinn er aðgengilegri fyrir marga, fólk er vanara að versla á vefnum, mörgum finnst betra að sjá stórar myndir og appið er oft notað til að skoða og svo kaupir fólk á vefnum, eða í tölvu það er að segja. Það er mjög þekkt í vefverslun,“ segir Heba. Faraldurinn óvænt hjálpað fyrirtækinu Töluvert hefur verið fjallað um vefverslun og áhrif kórónuveirufaraldursins á hana undanfarið, meðal annars í Atvinnulífinu hér á Vísi. Hugmyndin að Mynto kviknaði fyrir Covid-19 en faraldurinn hefur óvænt hjálpað fyrirtækinu að sögn Hebu. „Allt í einu eru miklu fleiri tilbúnari að prófa að versla á netinu. Margir voru byrjaðir að prófa þetta fyrir utan Mynto, bæði að versla mat og annað og margir sem á löngum tíma neyddust til þess fyrr í vetur. Svo sér maður líka að verslanir eru tilbúnari til að fjárfesta í sínum vefverslunum og leggja meira upp úr þessu, markaðssetningu á netinu, margir að bæta í vöruúrvalið, skipta um sölukerfi og slíkt. Síðan er líka komin af stað mikil umræða um vefverslun og mikilvægi hennar þannig að þetta er einhvern veginn mjög heppilegt fyrir okkur, ef það má orða það þannig,“ segir Heba. Enn sem komið er sér Mynto um söluna fyrir verslanirnar sem nýta þjónustuna en á næstu vikum vonast fyrirtækið til að geta boðið sjálft upp á sendingar. Þá gæti viðskiptavinur verslað í þremur búðum inni á Mynto.is og fengið vörurnar sendar í einum pakka. Heba segir vonir standa til þess að þetta verði komið í gagnið fyrir jólavertíðina. „Þú gætir til dæmis keypt jólagjafirnar fyrir alla og fengið það svo sent í einni sendingu.“ Þá sé líka í vinnslu að bjóða viðskiptavinum upp á að útbúa gjafalista inni á Mynto.is sem þeir geti síðan deilt með öðrum. Vonast sé til að sú nýjung verði klár á næstu vikum.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira