Ferðin í Hrútafjörð ekki á vegum Stjörnunnar Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2020 14:17 Stjörnustelpur fóru í æfingaferð á Reyki í Hrútafirði. Stjarnan/skolabudir.is Stjarnan hefur sent frá sér tilkynningu til að árétta að æfingaferð körfuboltaliðs félagsins í Hrútafjörð hafi ekki verið skipulögð af félaginu. Í yfirlýsingunni segir að aðalstjórn Stjörnunnar og körfuknattleiksdeild muni fara yfir málið innanhúss og ekki tjá sig frekar um það í fjölmiðlum. Eins og Vísir greindi frá í dag fór meistaraflokkur kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í æfingaferð á Reyki í Hrútafirði síðasta föstudag. Það gerði hópurinn þvert á tilmæli sóttvarnayfirvalda þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. Með þessu hugðist hópurinn meðal annars geta æft körfubolta á meðan að það væri bannað á höfuðborgarsvæðinu. Birgir Kaldal Kristmannsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá körfuboltadeild Stjörnunnar, sagði Margréti Sturlaugsdóttur þjálfara hafa átt hugmyndina og að leikmenn og foreldrar þeirra hefðu tekið afar vel í hana. Hópurinn væri lokaður af á Reykjum og ætti ekki í samskiptum við fólk utan hans. Ása Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, sendi Vísi eftirfarandi fréttatilkynningu frá félaginu: „Vegna fréttaflutnings í dag af ferð hluta meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni í skólabúðir með æfingaívafi á Reyki í Hrútafirði vill Stjarnan árétta það sem þegar hefur komið fram í fjölmiðlum að umrædd ferð er ekki á vegum Stjörnunnar og hvorki skipulögð né kostuð af félaginu á nokkurn hátt. Stjarnan hefur lagt ríka áherslu á að fylgja tilmælum yfirvalda og í ljósi þess munu aðalstjórn félagsins og körfuknattleiksdeild fara yfir málið innanhúss en að öðru leyti ekki tjá sig frekar í fjölmiðlum.“ Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjarnan Húnaþing vestra Tengdar fréttir Skelltu sér í æfingabúðir út á land þrátt fyrir tilmælin Leikmenn meistaraflokks kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í Garðabæ lögðu land undir fót á föstudaginn. Leiðin lá á Reyki í Hrútafirði þar sem Margrét Sturlaugsdóttir þjálfari hafði skipulagt skólabúðir með æfingaívafi. 12. október 2020 11:14 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Stjarnan hefur sent frá sér tilkynningu til að árétta að æfingaferð körfuboltaliðs félagsins í Hrútafjörð hafi ekki verið skipulögð af félaginu. Í yfirlýsingunni segir að aðalstjórn Stjörnunnar og körfuknattleiksdeild muni fara yfir málið innanhúss og ekki tjá sig frekar um það í fjölmiðlum. Eins og Vísir greindi frá í dag fór meistaraflokkur kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í æfingaferð á Reyki í Hrútafirði síðasta föstudag. Það gerði hópurinn þvert á tilmæli sóttvarnayfirvalda þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. Með þessu hugðist hópurinn meðal annars geta æft körfubolta á meðan að það væri bannað á höfuðborgarsvæðinu. Birgir Kaldal Kristmannsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá körfuboltadeild Stjörnunnar, sagði Margréti Sturlaugsdóttur þjálfara hafa átt hugmyndina og að leikmenn og foreldrar þeirra hefðu tekið afar vel í hana. Hópurinn væri lokaður af á Reykjum og ætti ekki í samskiptum við fólk utan hans. Ása Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, sendi Vísi eftirfarandi fréttatilkynningu frá félaginu: „Vegna fréttaflutnings í dag af ferð hluta meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni í skólabúðir með æfingaívafi á Reyki í Hrútafirði vill Stjarnan árétta það sem þegar hefur komið fram í fjölmiðlum að umrædd ferð er ekki á vegum Stjörnunnar og hvorki skipulögð né kostuð af félaginu á nokkurn hátt. Stjarnan hefur lagt ríka áherslu á að fylgja tilmælum yfirvalda og í ljósi þess munu aðalstjórn félagsins og körfuknattleiksdeild fara yfir málið innanhúss en að öðru leyti ekki tjá sig frekar í fjölmiðlum.“
„Vegna fréttaflutnings í dag af ferð hluta meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni í skólabúðir með æfingaívafi á Reyki í Hrútafirði vill Stjarnan árétta það sem þegar hefur komið fram í fjölmiðlum að umrædd ferð er ekki á vegum Stjörnunnar og hvorki skipulögð né kostuð af félaginu á nokkurn hátt. Stjarnan hefur lagt ríka áherslu á að fylgja tilmælum yfirvalda og í ljósi þess munu aðalstjórn félagsins og körfuknattleiksdeild fara yfir málið innanhúss en að öðru leyti ekki tjá sig frekar í fjölmiðlum.“
Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjarnan Húnaþing vestra Tengdar fréttir Skelltu sér í æfingabúðir út á land þrátt fyrir tilmælin Leikmenn meistaraflokks kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í Garðabæ lögðu land undir fót á föstudaginn. Leiðin lá á Reyki í Hrútafirði þar sem Margrét Sturlaugsdóttir þjálfari hafði skipulagt skólabúðir með æfingaívafi. 12. október 2020 11:14 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Skelltu sér í æfingabúðir út á land þrátt fyrir tilmælin Leikmenn meistaraflokks kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í Garðabæ lögðu land undir fót á föstudaginn. Leiðin lá á Reyki í Hrútafirði þar sem Margrét Sturlaugsdóttir þjálfari hafði skipulagt skólabúðir með æfingaívafi. 12. október 2020 11:14
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum