Mótmæltu lokunum með gríðarlegu magni af ísmolum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2020 17:47 Skoskir starfsmenn í veitingageiranum er ekki sáttir Getty/Ewan Bootman Starfsmenn kráa, veitingastaða og hótela í Glasgow í Skotlandi mótmæltu sóttvarnaðgerðum yfirvalda í Skotlandi í gær með því að hella niður gríðarlegu magni af ísmolum fyrir utan skoska þingið. Mótmælin fóru einnig fram fyrir framan ráðhúsið í Glasgow en starfsmennirnir voru að mótmæla því að krám í Glasgow og nágrenni borgarinanrhefur verið gert að loka næstu sextán dagana vegna kórónuveirufaraldursins. Krár og veitingastaðar á svæðinu mega enn selja mat til þeirra sem vilja taka hann með sér en starfsmönnunum virðist ekki þykja það nóg og því var gripið til þess ráðs að hella þessu mikla magni af ísmolum niður fyrir framan þinghúsið og ráðhúsið. Aðgerðirnar sem var verið að mótmæla eru hluti af hertum aðgerðum yfirvalda í Skotlandi gegn kórónuveirufaraldrinum þar sem tilfellum hefur farið fjölgandi að undanförnu. Starfsmaður hótels í Glasgow sem BBC ræddi við segir að mótmælin hafi verið til þess minna stjórnvöld á að aðgerðir þeirra skapi mikla óvissu um störf og afkomu þeirra sem starfi í veitingageiranum. Annar mótmælandi segir að verið sé að hengja bakara fyrir smið, ekki sé hægt að kenna veitingastöðum og krám um aukningu í smitum, horfa ætti frekar til þeirra sem hist hafa í stórum stíl í heimahúsum. Myndband af mótmælunum má sjá hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotland Tengdar fréttir Bannar áfengissölu inni á veitingastöðum og knæpum næstu tvær vikurnar Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, hefur svo gott sem bannað áfengissölu á öldurhúsum Skotlands til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Bannið tekur gildi næsta föstudag og mun gilda til 25. október. Bannið gildir um alla veitingastaði, knæpur og kaffihús. 7. október 2020 15:35 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Starfsmenn kráa, veitingastaða og hótela í Glasgow í Skotlandi mótmæltu sóttvarnaðgerðum yfirvalda í Skotlandi í gær með því að hella niður gríðarlegu magni af ísmolum fyrir utan skoska þingið. Mótmælin fóru einnig fram fyrir framan ráðhúsið í Glasgow en starfsmennirnir voru að mótmæla því að krám í Glasgow og nágrenni borgarinanrhefur verið gert að loka næstu sextán dagana vegna kórónuveirufaraldursins. Krár og veitingastaðar á svæðinu mega enn selja mat til þeirra sem vilja taka hann með sér en starfsmönnunum virðist ekki þykja það nóg og því var gripið til þess ráðs að hella þessu mikla magni af ísmolum niður fyrir framan þinghúsið og ráðhúsið. Aðgerðirnar sem var verið að mótmæla eru hluti af hertum aðgerðum yfirvalda í Skotlandi gegn kórónuveirufaraldrinum þar sem tilfellum hefur farið fjölgandi að undanförnu. Starfsmaður hótels í Glasgow sem BBC ræddi við segir að mótmælin hafi verið til þess minna stjórnvöld á að aðgerðir þeirra skapi mikla óvissu um störf og afkomu þeirra sem starfi í veitingageiranum. Annar mótmælandi segir að verið sé að hengja bakara fyrir smið, ekki sé hægt að kenna veitingastöðum og krám um aukningu í smitum, horfa ætti frekar til þeirra sem hist hafa í stórum stíl í heimahúsum. Myndband af mótmælunum má sjá hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotland Tengdar fréttir Bannar áfengissölu inni á veitingastöðum og knæpum næstu tvær vikurnar Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, hefur svo gott sem bannað áfengissölu á öldurhúsum Skotlands til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Bannið tekur gildi næsta föstudag og mun gilda til 25. október. Bannið gildir um alla veitingastaði, knæpur og kaffihús. 7. október 2020 15:35 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Bannar áfengissölu inni á veitingastöðum og knæpum næstu tvær vikurnar Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, hefur svo gott sem bannað áfengissölu á öldurhúsum Skotlands til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Bannið tekur gildi næsta föstudag og mun gilda til 25. október. Bannið gildir um alla veitingastaði, knæpur og kaffihús. 7. október 2020 15:35
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent