Körfubolti

Teiknuðu báðir upp sama leikkerfi á sama tíma

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það er ljóst að Arnar og Finnur Freyr hugsa mjög svipað, allavega þegar kemur að því að teikna upp leikkerfi í 3. leikhluta.
Það er ljóst að Arnar og Finnur Freyr hugsa mjög svipað, allavega þegar kemur að því að teikna upp leikkerfi í 3. leikhluta. Vísir/Vilhelm

Valur og Stjarnan mættust í fyrstu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Þjálfarar liðanna, Finnur Freyr Stefánsson [Valur] og Arnar Guðjónsson [Stjarnan] þekkjast ágætlega enda báðir verið í kringum íslenska landsliðið.

Fór Domino´s Körfuboltakvöld aðeins yfir það hversu vel þeir þekkjast í þætti gærkvöldsins.

Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, ræddi kerfi sem liðin settu upp í 3. leikhluta leiksins er Stjarnan var einu stigi yfir. Eftir að Valur hafði klárað sína sókn, og sitt kerfi, frábærlega þá var komið að Garðbæingum.

„Stjörnumenn, í sókninni á eftir, teiknuðu upp sama kerfi nema þar erum við með skotmann í stóra manninum Hlyni Bæringssyni. Þarna erum við með þjálfar sem þekkjast vel og það hefur eflaust verið furðulegt fyrir þá að sjá að þeir teiknuðu báðir upp sama kerfið,“ sagði Kjartan.

„Og hvorugur gat varist því,“ bætti Teitur Örlygsson við og glotti við tönn.

Er þeir félagar – ásamt Sævari Sævarssyni – ræddu leikinn viðurkenndi Teitur að Valur væri betra en hann hélt á þessum tímapunkti mótsins. Valsmenn, ekki með fullskipað lið, gáfu Stjörnunni hörku leik. Garðbæingar höfðu á endanum betur að Hlíðarenda, lokatölur 86-91.

Allt innslagið um leik Vals og Stjörnunnar má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Teiknuðu upp sama leikkerfið

Tengdar fréttir

Finnur Freyr: Ennþá að þróa okkar stíl

Finnur Freyr Stefánsson var hundfúll eftir að Valsliðið hans tapaði fyrsta leiknum sínum gegn Stjörnunni eftir að hafa leitt bróðurpart leiksins. Leikurinn hefði að hans mati getað farið á báða vegi undir lokin en leikform hans manna þyrfti að batna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×