Fótbolti

Brassar skoruðu fimm | Firmino með tvö

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brassar byrja undankeppnina af krafti.
Brassar byrja undankeppnina af krafti. Buda Mendes/Getty Images

Undankeppni fyrir HM í knattspyrnu hefst alltaf eilítið fyrr í Suður-Ameríku enda leika þar alls tíu lönd saman í riðli. Leikið er heima og að heiman. Að því loknu fara fjögur efstu liðin beint á HM en liðið í 5. sæti fer í umspil við lið úr Eyjaálfu undankeppninni.

Fyrsta umferð hófst á fimmtudag en í nótt mættust Brasilía og Bólivía. Leikurinn var aldrei spennandi en heimamenn komust yfir eftir 16. mínútna leik með marki Marquinhos. Áður en flautað var til hálfleiks hafði Firmino tvöfaldað forystu heimamanna og staðan því 2-0 í hálfleik. 

Í þeim síðari bættu Brassarnir við þremur mörkum. Firmino bætti við sínu öðru marki strax í upphafi síðari hálfleiks. José María Carrasco varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar rúmur klukkutími var liðinni og Philippe Coutinho bætti við fimmta markinu á 73. mínútu leiksins. 

Reyndist það síðasta mark leiksins og lokatölur því 5-0 Brasilíu í vil sem er sem stendur á toppi riðilsins. 

Brasilía styrkti upp sterku liði en þeir Marquinhos og Thiago Silva voru saman í miðverðinum. Þá voru Casemiro og Phillipe Coutinho á miðjunni ásamt Douglas Luiz, leikmanni Aston Villa. Neymar var svo úti á vinstri vængnum á meðan Firmino var fremstur.

Richarlison og Alex Telles, nýjasti leikmaður Manchester United, komu svo inn af varamannabekknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×