Fótbolti

Ítalski hópurinn í sóttkví og leiknum frestað

Sindri Sverrisson skrifar
Ísland þarf að bíða með að leika leikinn mikilvæga við Ítalíu.
Ísland þarf að bíða með að leika leikinn mikilvæga við Ítalíu. vísir/daníel

Leik Íslands og Ítalíu í undankeppni EM U-21 ára karla í fótbolta, sem átti að fara fram í dag, hefur verið frestað.

Þrír úr ítalska liðinu greindust með kórónuveiruna þegar þeir fóru í smitpróf í Keflavík við komuna til Íslands. Um er að ræða einn starfsmann og tvo leikmenn. Íslensk stjórnvöld hafa því sett allan ítalska hópinn í sóttkví. Þetta staðfesti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi.

Næsti leikur Íslands er gegn Lúxemborg á útivelli á þriðjudag. Óvíst er hvenær leikurinn við Ítalíu getur farið fram en næsti landsleikjagluggi er í nóvember. Ísland mætir þá Írlandi og Armeníu á útivelli og spurning hvort að þriðja leiknum verði bætt við, en riðlakeppninni átti að ljúka 17. nóvember.

Ísland er í harðri baráttu við Írland og Ítalíu um efsta sæti riðilsins og þar með sæti á EM næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×