Enn tapar Trump máli um skattskýrslur sínar Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2020 16:23 Trump birti ekki skattskýrslur sínar fyrir kosningarnar árið 2016 með þeim rökum að þær væru til endurskoðunar hjá skattinum en lofaði að birta þær síðar. Það gerði hann aldrei og hefur forsetinn háð harða baráttu fyrir dómstólum til að koma í veg fyrir að nokkur fái upplýsingar um fjármál sín. AP/Alex Brandon Áfrýjunardómstóll í New York kvað upp úr um það í dag að endurskoðendum Donald Trump Bandaríkjaforseta beri að afhenda ríkissaksóknurum þar skattskýrslur hans. Líklegt er talið að deilan um skattskýrslur forsetans rati öðru sinni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Trump hefur barist gegn því með kjafti og klóm að gera skattskýrslur og upplýsingar um fjármál sín opinber eða aðgengilegar Bandaríkjaþingi eða saksóknurum. Hæstiréttur hafnaði lagarökum hans í sumar um að sem forseti njóti hann ekki aðeins friðhelgi fyrir ákæru heldur einnig hvers kyns rannsókn. Forsetinn gæti þó höfðað mál til að stöðva afhendingu gagnanna með öðrum rökum. Lögmenn forsetans fóru þá enn fyrir dómstóla til að koma í veg fyrir að endurskoðendur hans þurfi að verða við stefnu saksóknara í New York og afhenda skattskýrslur hans. Saksóknararnir rannsaka fjármál Trump, þar á meðal í tengslum við þagnargreiðslur til tveggja kvenna sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. Rök Trump nú voru þau að saksóknararnir krefðust gagnanna í slæmri trú og að aðgerðir þeirra gætu átt sér pólitískar rætur. Stefnan á hendur endurskoðenda forsetans væru „áreiti“ gegn honum. Svæðisdómstóll hafnaði kröfu forsetans í ágúst og áfrýjunardómstóll 2. svæðis á Manhattan staðfesti niðurstöðuna í dag. Vísaði dómurinn málinu alfarið frá sem þýðir að Trump getur ekki höfðað annað mál með sömu lagarökum, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttaráhrifum niðurstöðu svæðisdómstólsins var þó frestað til að gefa Trump færi á að áfrýja málinu áfram. Vísbendingar um skattaundanskot og mögulegt misferli Jafnvel þó að Trump áfrýjaði ekki niðurstöðunni væri hæpið að frekari upplýsingar um skattskýrslur hans yrðu opinberar fyrir kosningar í byrjun nóvember. Saksóknararnir krefjast þar að auki gagnanna til að leggja fyrir ákærukviðdóm en trúnaður ríkir yfir störfum þeirra. Mikil leynd hefur ríkt yfir fjármálum Trump en vísbendingar hafa komið fram um að hann hafi skotið háum fjárhæðum undan skatti í gegnum tíðina. Þannig virðist Trump-fjölskyldan hafa komið fjármunum foreldra forsetans til hans og systkina hans með krókaleiðum til að komast hjá erfðafjárskatti á sínum tíma. Þá greindi New York Times frá því í síðasta mánuði að skattskýrslur Trump sem blaðið komst yfir bendi til þess að hann hafi aðeins greitt 750 dollara, jafnvirði rúmra 100.000 íslenskra króna, í tekjuskatt til alríkisstjórnarinnar á ári sem forseti. Þá hafi hann ekki greitt neinn tekjuskatt í ellefu af þeim átján árum sem gögnin náðu yfir. Skýringin var mikið tap sem Trump gaf upp á rekstri fyrirtækja sinna sem gerði honum kleift að forðast skattgreiðslur. Saksóknararnir í New York hafa verið fáorðir um rannsókn sína á fjármálum Trump. Ýmislegt bendir þó til þess að þeir kanni hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög með því að veita fjárfestum, bönkum og yfirvöldum misvísandi upplýsingar um stöðu sína. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. 20. ágúst 2020 15:20 Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40 Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í New York kvað upp úr um það í dag að endurskoðendum Donald Trump Bandaríkjaforseta beri að afhenda ríkissaksóknurum þar skattskýrslur hans. Líklegt er talið að deilan um skattskýrslur forsetans rati öðru sinni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Trump hefur barist gegn því með kjafti og klóm að gera skattskýrslur og upplýsingar um fjármál sín opinber eða aðgengilegar Bandaríkjaþingi eða saksóknurum. Hæstiréttur hafnaði lagarökum hans í sumar um að sem forseti njóti hann ekki aðeins friðhelgi fyrir ákæru heldur einnig hvers kyns rannsókn. Forsetinn gæti þó höfðað mál til að stöðva afhendingu gagnanna með öðrum rökum. Lögmenn forsetans fóru þá enn fyrir dómstóla til að koma í veg fyrir að endurskoðendur hans þurfi að verða við stefnu saksóknara í New York og afhenda skattskýrslur hans. Saksóknararnir rannsaka fjármál Trump, þar á meðal í tengslum við þagnargreiðslur til tveggja kvenna sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. Rök Trump nú voru þau að saksóknararnir krefðust gagnanna í slæmri trú og að aðgerðir þeirra gætu átt sér pólitískar rætur. Stefnan á hendur endurskoðenda forsetans væru „áreiti“ gegn honum. Svæðisdómstóll hafnaði kröfu forsetans í ágúst og áfrýjunardómstóll 2. svæðis á Manhattan staðfesti niðurstöðuna í dag. Vísaði dómurinn málinu alfarið frá sem þýðir að Trump getur ekki höfðað annað mál með sömu lagarökum, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttaráhrifum niðurstöðu svæðisdómstólsins var þó frestað til að gefa Trump færi á að áfrýja málinu áfram. Vísbendingar um skattaundanskot og mögulegt misferli Jafnvel þó að Trump áfrýjaði ekki niðurstöðunni væri hæpið að frekari upplýsingar um skattskýrslur hans yrðu opinberar fyrir kosningar í byrjun nóvember. Saksóknararnir krefjast þar að auki gagnanna til að leggja fyrir ákærukviðdóm en trúnaður ríkir yfir störfum þeirra. Mikil leynd hefur ríkt yfir fjármálum Trump en vísbendingar hafa komið fram um að hann hafi skotið háum fjárhæðum undan skatti í gegnum tíðina. Þannig virðist Trump-fjölskyldan hafa komið fjármunum foreldra forsetans til hans og systkina hans með krókaleiðum til að komast hjá erfðafjárskatti á sínum tíma. Þá greindi New York Times frá því í síðasta mánuði að skattskýrslur Trump sem blaðið komst yfir bendi til þess að hann hafi aðeins greitt 750 dollara, jafnvirði rúmra 100.000 íslenskra króna, í tekjuskatt til alríkisstjórnarinnar á ári sem forseti. Þá hafi hann ekki greitt neinn tekjuskatt í ellefu af þeim átján árum sem gögnin náðu yfir. Skýringin var mikið tap sem Trump gaf upp á rekstri fyrirtækja sinna sem gerði honum kleift að forðast skattgreiðslur. Saksóknararnir í New York hafa verið fáorðir um rannsókn sína á fjármálum Trump. Ýmislegt bendir þó til þess að þeir kanni hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög með því að veita fjárfestum, bönkum og yfirvöldum misvísandi upplýsingar um stöðu sína.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. 20. ágúst 2020 15:20 Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40 Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
„Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57
Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. 20. ágúst 2020 15:20
Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40
Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24
Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent