Vilja meira frá Elínu Mettu og Hlín í stóru leikjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 15:01 Hlín Eiríksdóttir í baráttunni við Blikastúlkuna Heiðdísi Lillýardóttur í leiknum á laugardaginn en Elín Metta Jensen fylgist með úr fjarlægð. Vísir/Hulda Margrét Valskonunum Elínu Mettu Jensen og Hlín Eiríksdóttur tókst ekki að skora í tveimur leikjum Vals og Breiðabliks í sumar ekki frekar en liðsfélögum þeirra. Blikastúlkur unnu báða leiki með hreinu marki og eru þess vegna með níu fingur á Íslandsmeistaratitlinum. Pepsi Max mörk kvenna ræddu sóknarleik Vals þar sem farið var yfir toppslag Vals og Breiðabliks frá því um helgina. Umræðan barst að tveimur markahæstu leikmönnum Valsliðsins í sumar. „Elín Metta sást varla í leiknum og Hlín var ekki að spila sinn besta leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir skaut inn í. Hlýtur að mega kalla eftir því „Mér finnst allt í lagi að kalla eftir því að þær stigi upp í þessum stóru leikjum,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og nefnir til hvernig Agla María Albertsdóttir steig fram í þessum leik með því að skora sigurmarkið og Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu í fyrri leiknum þar sem Agla María var með þrjár stoðsendingar. „Það hlýtur að mega fara að kalla eftir því að þessar stelpur fari að skilja á milli liðanna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. Bára vildi sjá Elín Mettu nýta sér það betur að vera kominn með Mist Edvardsdóttur inn á miðjuna til að flikka boltanum inn fyrir Blikavörnina. Elín Metta Jensen fagnar einu af 13 mörkum sínum í Pepsi Max deild kvenna í sumar.Vísir/Vilhelm „Elín Metta kemur svo neðarlega í vinnslu en hefði mátt vera meira upp í línunni til að fá þessa bolta inn fyrir frá Mist. Það koma aðrir vinklar og hún þarf ekki að fara í þessa bolta því hún er kominn með leikmann sem þjónustar hana í þessu,“ sagði Bára. Hafa reitt sig mikið á þær í sóknarleiknum í sumar „Styrkleikar Elínar Mettu og Hlínar fengu ekki að njóta sín í þessum leik. Einhvern veginn náðu þær því ekki fram og þær náðu því heldur ekki fram í fyrri leiknum á Kópavogsvelli. Það munar um minna fyrir Valsliðið af því að þær hafa reitt sig svolítið á þessa tvo leikmenn í sóknarleiknum í sumar. Þess vegna skiptir svo miklu máli í svona leik að þessir stjörnuleikmenn blómstri og klári leikina fyrir liðið,“ sagði Margrét Lára. „Kannski er ósanngjarnt af okkur að setja þessa kröfu en þessar stelpur eru bara komnar á þann stall og orðnar það góðar,“ sagði Margrét Lára. „Maður veltir því fyrir sér af því að við vitum að þetta er ekki tengt hæfileikum af því að við vitum hvað þær geta. Ég veit ekki hvort að þetta sé kallað að taka meiri ábyrgð í þessum leik,“ sagði Bára. Blikavörnin virkilega góð „Mér finnst það samt mikilvægt að það komi fram að Breiðabliksvörnin var virkilega góð. Kristín Dís og Heiðdís stóðu sig ótrúlega vel í miðri vörninni og bakverðirnir tveir, sem eru ungar efnilegar stelpur, hafa í rauninni aldrei spilað svona stóran leik. Fyrir mér þá stóðust þær prófið fullkomlega,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá umfjöllun Pepsi Max markanna um sóknarleik Vals hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi mörk kvenna: Umræða um toppslag Vals og Breiðabliks Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Valskonunum Elínu Mettu Jensen og Hlín Eiríksdóttur tókst ekki að skora í tveimur leikjum Vals og Breiðabliks í sumar ekki frekar en liðsfélögum þeirra. Blikastúlkur unnu báða leiki með hreinu marki og eru þess vegna með níu fingur á Íslandsmeistaratitlinum. Pepsi Max mörk kvenna ræddu sóknarleik Vals þar sem farið var yfir toppslag Vals og Breiðabliks frá því um helgina. Umræðan barst að tveimur markahæstu leikmönnum Valsliðsins í sumar. „Elín Metta sást varla í leiknum og Hlín var ekki að spila sinn besta leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir skaut inn í. Hlýtur að mega kalla eftir því „Mér finnst allt í lagi að kalla eftir því að þær stigi upp í þessum stóru leikjum,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og nefnir til hvernig Agla María Albertsdóttir steig fram í þessum leik með því að skora sigurmarkið og Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu í fyrri leiknum þar sem Agla María var með þrjár stoðsendingar. „Það hlýtur að mega fara að kalla eftir því að þessar stelpur fari að skilja á milli liðanna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. Bára vildi sjá Elín Mettu nýta sér það betur að vera kominn með Mist Edvardsdóttur inn á miðjuna til að flikka boltanum inn fyrir Blikavörnina. Elín Metta Jensen fagnar einu af 13 mörkum sínum í Pepsi Max deild kvenna í sumar.Vísir/Vilhelm „Elín Metta kemur svo neðarlega í vinnslu en hefði mátt vera meira upp í línunni til að fá þessa bolta inn fyrir frá Mist. Það koma aðrir vinklar og hún þarf ekki að fara í þessa bolta því hún er kominn með leikmann sem þjónustar hana í þessu,“ sagði Bára. Hafa reitt sig mikið á þær í sóknarleiknum í sumar „Styrkleikar Elínar Mettu og Hlínar fengu ekki að njóta sín í þessum leik. Einhvern veginn náðu þær því ekki fram og þær náðu því heldur ekki fram í fyrri leiknum á Kópavogsvelli. Það munar um minna fyrir Valsliðið af því að þær hafa reitt sig svolítið á þessa tvo leikmenn í sóknarleiknum í sumar. Þess vegna skiptir svo miklu máli í svona leik að þessir stjörnuleikmenn blómstri og klári leikina fyrir liðið,“ sagði Margrét Lára. „Kannski er ósanngjarnt af okkur að setja þessa kröfu en þessar stelpur eru bara komnar á þann stall og orðnar það góðar,“ sagði Margrét Lára. „Maður veltir því fyrir sér af því að við vitum að þetta er ekki tengt hæfileikum af því að við vitum hvað þær geta. Ég veit ekki hvort að þetta sé kallað að taka meiri ábyrgð í þessum leik,“ sagði Bára. Blikavörnin virkilega góð „Mér finnst það samt mikilvægt að það komi fram að Breiðabliksvörnin var virkilega góð. Kristín Dís og Heiðdís stóðu sig ótrúlega vel í miðri vörninni og bakverðirnir tveir, sem eru ungar efnilegar stelpur, hafa í rauninni aldrei spilað svona stóran leik. Fyrir mér þá stóðust þær prófið fullkomlega,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá umfjöllun Pepsi Max markanna um sóknarleik Vals hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi mörk kvenna: Umræða um toppslag Vals og Breiðabliks
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira