Réttað yfir Rússa sem er talinn hafa myrt fyrir rússneska ríkið Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2020 13:05 Frá upphafi réttarhaldanna í dag. Sakborningurinn hefur að mestu þagað um aðild sína að morðinu á fyrrverandi uppreisnarmanni úr Téténíustríðinu. AP/Odd Andersen Réttarhöld yfir rússneskum manni sem er ákærður fyrir að myrða fyrrverandi uppreisnarmann í Téténíu að skipan stjórnvalda í Kreml hófust í Berlín í dag. Málið er sagt reyna enn á samskipti rússneskra og þýskra stjórnvalda sem eru stirð vegna eiturefnaárásarinnar á Alexei Navalní, rússneskan stjórnarandstöðuleiðtoga. Saksóknarar segja að Vadim Krasikov, 55 ára gamall Rússi, hafi komið til Berlínar í ágúst í fyrra með skipanir frá rússnesku ríkisstjórninni um að ráða Zelimkhan Khangoshvili georgískan borgarar af téténskum ættum af dögum. Georgíumaðurinn hafði barist gegn rússneska hernum í Téténíu. Krasikov hjólaði aftan að fórnarlambi sínu og skaut það með skammbyssu með hljóðdeyfi í Dýragarðinum í miðborg Berlínar um hábjartan dag í ágúst í fyrra. Hann skaut manninn svo tveimur skotum í höfuðið þar sem hann lá á jörðinni. Maðurinn var nálægt vettvangi skömmu eftir morðið og hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Þýsk yfirvöld telja að hann hafi framið morðið fyrir hönd rússneska ríkisins. „Ríkisstofnanir miðstjórnar rússneska alríkisins gáfu sakborningnum samning um að myrða georgískan borgara af téténskum uppruna,“ sagði Ronald Georg, saksóknarinn í málinu, við upphaf réttarhaldanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Krasikov hafi þegið samninginn, annað hvort fyrir fé eða vegna þess að hann deildi markmiðum þeirra sem vildu myrða pólitískan óvin fyrir aðild hans að stríðinu í Téténíu og öðrum vopnuðum átökum gegn rússneska alríkinu. Tæknimenn þýsku lögreglunnar á vettvangi morðsins í almenningsgarði í miðborg Berlínar 23. ágúst 2019.Vísir/EPA Kannast ekki við að vera Krasikov Sakborningurinn bar því við í morgun að hann kannaðist ekki við að vera Vadim Krasikov sem er nefndur í ákæru. Hann væri Vadim Sokolov. Þýsk yfirvöld segja að það sé dulnefnið sem hann notaði í sendiför sinni. Rússnesk stjórnvöld neita því að hafa komið nálægt morðinu á uppreisnarmanninum fyrrverandi. Tveimur starfsmönnum rússneska sendiráðsins var vikið úr landi í desember vegna morðsins og vísuðu Rússa á móti tveimur þýskum sendiráðsstarfsmönnum úr Rússlandi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti Khangoshvili sem „ribbalda“ og „morðingja“ og sakaði hann um að hafa drepið fjölda fólks í átökum í Kákakusfjöllum þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi við hann um morðið á fundi í París í desember. Spenna ríkir í samskiptum Þýskalands og Rússlands eftir að eitrað var fyrir Navalní í Rússlandi í ágúst. Hann var fluttur á sjúkrahús í Berlín til meðferðar og var útskrifaður þaðan fyrir stuttu. Efnavopnastofnunin (OPCW) staðfesti í gær niðurstöður þýskra, franskra og sænskra yfirvalda um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok sem var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Novichok er sama eitrið og var byrlað Sergei Skrípa, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Bresk stjórnvöld sökuðu stjórn Pútín um að hafa staðið að tilræðinu en því höfnuðu Rússar. Bresk kona lét lífið þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem rússnesku tilræðismennirnir skildu eftir sig. Í stjórnartíð Pútín hefur fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og pólitískra andstæðinga forsetans látið lífið við voveiflegar aðstæður. Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Réttarhöld yfir rússneskum manni sem er ákærður fyrir að myrða fyrrverandi uppreisnarmann í Téténíu að skipan stjórnvalda í Kreml hófust í Berlín í dag. Málið er sagt reyna enn á samskipti rússneskra og þýskra stjórnvalda sem eru stirð vegna eiturefnaárásarinnar á Alexei Navalní, rússneskan stjórnarandstöðuleiðtoga. Saksóknarar segja að Vadim Krasikov, 55 ára gamall Rússi, hafi komið til Berlínar í ágúst í fyrra með skipanir frá rússnesku ríkisstjórninni um að ráða Zelimkhan Khangoshvili georgískan borgarar af téténskum ættum af dögum. Georgíumaðurinn hafði barist gegn rússneska hernum í Téténíu. Krasikov hjólaði aftan að fórnarlambi sínu og skaut það með skammbyssu með hljóðdeyfi í Dýragarðinum í miðborg Berlínar um hábjartan dag í ágúst í fyrra. Hann skaut manninn svo tveimur skotum í höfuðið þar sem hann lá á jörðinni. Maðurinn var nálægt vettvangi skömmu eftir morðið og hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Þýsk yfirvöld telja að hann hafi framið morðið fyrir hönd rússneska ríkisins. „Ríkisstofnanir miðstjórnar rússneska alríkisins gáfu sakborningnum samning um að myrða georgískan borgara af téténskum uppruna,“ sagði Ronald Georg, saksóknarinn í málinu, við upphaf réttarhaldanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Krasikov hafi þegið samninginn, annað hvort fyrir fé eða vegna þess að hann deildi markmiðum þeirra sem vildu myrða pólitískan óvin fyrir aðild hans að stríðinu í Téténíu og öðrum vopnuðum átökum gegn rússneska alríkinu. Tæknimenn þýsku lögreglunnar á vettvangi morðsins í almenningsgarði í miðborg Berlínar 23. ágúst 2019.Vísir/EPA Kannast ekki við að vera Krasikov Sakborningurinn bar því við í morgun að hann kannaðist ekki við að vera Vadim Krasikov sem er nefndur í ákæru. Hann væri Vadim Sokolov. Þýsk yfirvöld segja að það sé dulnefnið sem hann notaði í sendiför sinni. Rússnesk stjórnvöld neita því að hafa komið nálægt morðinu á uppreisnarmanninum fyrrverandi. Tveimur starfsmönnum rússneska sendiráðsins var vikið úr landi í desember vegna morðsins og vísuðu Rússa á móti tveimur þýskum sendiráðsstarfsmönnum úr Rússlandi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti Khangoshvili sem „ribbalda“ og „morðingja“ og sakaði hann um að hafa drepið fjölda fólks í átökum í Kákakusfjöllum þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi við hann um morðið á fundi í París í desember. Spenna ríkir í samskiptum Þýskalands og Rússlands eftir að eitrað var fyrir Navalní í Rússlandi í ágúst. Hann var fluttur á sjúkrahús í Berlín til meðferðar og var útskrifaður þaðan fyrir stuttu. Efnavopnastofnunin (OPCW) staðfesti í gær niðurstöður þýskra, franskra og sænskra yfirvalda um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok sem var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Novichok er sama eitrið og var byrlað Sergei Skrípa, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Bresk stjórnvöld sökuðu stjórn Pútín um að hafa staðið að tilræðinu en því höfnuðu Rússar. Bresk kona lét lífið þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem rússnesku tilræðismennirnir skildu eftir sig. Í stjórnartíð Pútín hefur fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og pólitískra andstæðinga forsetans látið lífið við voveiflegar aðstæður.
Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26
Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent