Kínverska sendiráðið virðist hafa stundað vöktun úr hófi fram Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 10:18 Öryggismyndavélar á horni kínverska sendiráðsins við Bríetartún 1 í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Öryggismyndavélar á vegum kínverska sendiráðsins virðast vakta svæði sem fer verulega út fyrir lóðamörk þess. Vöktunin kunni þar með að brjóta gegn persónuverndarlögum. Persónuvernd vakti athygli utanríkisráðuneytisins á þessu fyrir helgi. Forstjóri Persónuverndar segir utanríkisráðuneytið hafa komið ábendingunni áleiðis til kínverska sendiráðsins. Frá þessu er greint á vef Persónuverndar í dag. Þar segir að stofnuninni hafi borist ábending um rafræna vöktun á vegum kínverska sendiráðsins við húsakynni þess að Bríetartúni 1 í Reykjavík. Þar er vísað til áðurnefndra myndavéla, sem nái yfir „óþarflega víðtækt svæði“. Líkt og sést á myndum af sendiráðinu sem fylgja fréttinni eru víða öryggismyndavélar á húsi sendiráðsins, sem virðast einmitt sumar vísa út fyrir lóðina. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Vísir/egill Persónuvernd sendi utanríkisráðuneytinu bréf vegna málsins. Þar kemur fram að í ljósi reglna um úrlendisrétt sé það mat Persónuverndar að stofnunin geti ekki aðhafst frekar í málinu. Persónuvernd hafi því farið þess á leit við ráðuneytið að það komi umræddum athugasemdum við vöktunina á framfæri við sendiherra Kína á Íslandi. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagði í útvarpsþættinum Bítinu í morgun að utanríkisráðuneytið hefði upplýst sendiráðið um að svo virtist sem vöktunin væri of mikil og að hún brjóti gegn persónuverndarlögum. „Við Bríetartún eru öflugar myndavélar staðsettar utan á húsinu. Þær ná langt, að því er virðist, út fyrir húsið sjálft. Grunnreglan er sú að það má setja upp öryggismyndavél ef það á að tryggja öryggi og eignavörslu. En það þarf að fara mjög varlega ef vöktunin er farin að ná út á svæði þar sem almenningur á leið hjá,“ sagði Helga. Myndavélum hefur víða verið komið fyrir á húsnæði kínverska sendiráðsins. Þær má sjá innan rauðu hringjanna á myndinni. Slíkar myndavélar er einnig að finna á sendiráðum annarra ríkja í Reykjavík.vísir/vilhelm Þá sagði hún að það væri sendiráðsins að svara fyrir það hvort einhver tilgangur hefði verið með svo rúmri vöktun. „Það sem athygli vekur þarna er að við erum með öflugar innlendar stofnanir nálægt. Það er ekki langt í embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er nálægt. Þannig að þetta vekur athygli og þetta þarf að spyrjast fyrir um.“ Innt eftir því hvort svipað gæti verið uppi á teningnum við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi sagði Helga að ábendingin nú hafi aðeins snúið að kínverska sendiráðinu. Það gæti hins vegar vel verið að kanna þyrfti vöktun öryggismyndavéla hjá fleiri sendiráðum hér á landi. Vísir hefur sent kínverska sendiráðinu fyrirspurn vegna málsins. Viðtal Bítisins við Helgu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Persónuvernd Utanríkismál Kína Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Öryggismyndavélar á vegum kínverska sendiráðsins virðast vakta svæði sem fer verulega út fyrir lóðamörk þess. Vöktunin kunni þar með að brjóta gegn persónuverndarlögum. Persónuvernd vakti athygli utanríkisráðuneytisins á þessu fyrir helgi. Forstjóri Persónuverndar segir utanríkisráðuneytið hafa komið ábendingunni áleiðis til kínverska sendiráðsins. Frá þessu er greint á vef Persónuverndar í dag. Þar segir að stofnuninni hafi borist ábending um rafræna vöktun á vegum kínverska sendiráðsins við húsakynni þess að Bríetartúni 1 í Reykjavík. Þar er vísað til áðurnefndra myndavéla, sem nái yfir „óþarflega víðtækt svæði“. Líkt og sést á myndum af sendiráðinu sem fylgja fréttinni eru víða öryggismyndavélar á húsi sendiráðsins, sem virðast einmitt sumar vísa út fyrir lóðina. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Vísir/egill Persónuvernd sendi utanríkisráðuneytinu bréf vegna málsins. Þar kemur fram að í ljósi reglna um úrlendisrétt sé það mat Persónuverndar að stofnunin geti ekki aðhafst frekar í málinu. Persónuvernd hafi því farið þess á leit við ráðuneytið að það komi umræddum athugasemdum við vöktunina á framfæri við sendiherra Kína á Íslandi. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagði í útvarpsþættinum Bítinu í morgun að utanríkisráðuneytið hefði upplýst sendiráðið um að svo virtist sem vöktunin væri of mikil og að hún brjóti gegn persónuverndarlögum. „Við Bríetartún eru öflugar myndavélar staðsettar utan á húsinu. Þær ná langt, að því er virðist, út fyrir húsið sjálft. Grunnreglan er sú að það má setja upp öryggismyndavél ef það á að tryggja öryggi og eignavörslu. En það þarf að fara mjög varlega ef vöktunin er farin að ná út á svæði þar sem almenningur á leið hjá,“ sagði Helga. Myndavélum hefur víða verið komið fyrir á húsnæði kínverska sendiráðsins. Þær má sjá innan rauðu hringjanna á myndinni. Slíkar myndavélar er einnig að finna á sendiráðum annarra ríkja í Reykjavík.vísir/vilhelm Þá sagði hún að það væri sendiráðsins að svara fyrir það hvort einhver tilgangur hefði verið með svo rúmri vöktun. „Það sem athygli vekur þarna er að við erum með öflugar innlendar stofnanir nálægt. Það er ekki langt í embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er nálægt. Þannig að þetta vekur athygli og þetta þarf að spyrjast fyrir um.“ Innt eftir því hvort svipað gæti verið uppi á teningnum við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi sagði Helga að ábendingin nú hafi aðeins snúið að kínverska sendiráðinu. Það gæti hins vegar vel verið að kanna þyrfti vöktun öryggismyndavéla hjá fleiri sendiráðum hér á landi. Vísir hefur sent kínverska sendiráðinu fyrirspurn vegna málsins. Viðtal Bítisins við Helgu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Persónuvernd Utanríkismál Kína Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira