Erlent

Trump gagn­rýndur fyrir bíl­túr fyrir utan sjúkra­húsið

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti á rúntinum í Bethesda í Maryland, þar sem Walter Reed sjúkrahúsið er að finna.
Donald Trump Bandaríkjaforseti á rúntinum í Bethesda í Maryland, þar sem Walter Reed sjúkrahúsið er að finna. AP/Anthony Peltier

Donald Trump Bandaríkjaforseti fór í bíltúr í gærkvöldi til að heilsa upp á stuðningsmenn sína sem höfðu margir komið saman fyrir utan Walter Reed spítalann í Maryland, norður af höfuðborginni Washington DC.

Forsetinn dvelur nú á spítalanum vegna Covid-19 smits og er haldið í einangrun.

BBC segir frá því að margir sérfræðingar á sviði heilbrigðismála hafi gagnrýnt forsetann harðlega fyrir bíltúrinn.

Læknir við spítalann kallar athæfið til að mynda galið og bendir á að lífverðir forsetans og bílstjóri hafi með þessu verið settir í ónauðsynlega hættu. Ljóst sé að þeir þurfi nú tveggja vikna sóttkví, auk þess sem þeir kunni að vera smitaðir.

Um helgina bárust misvísandi fréttir um ástand forsetans. Veikindi forsetans hafa og munu áfram hafa mikil áhrif á kosningabaráttuna, en Trump hefur þurft að aflýsa fjölda kosningafunda, nú þegar innan við mánuður er til kosninga.

Alls hafa um 7,4 milljónir manna smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum frá upphafi faraldursins. Skráð dauðsföll af völdum sjúkdómsins í landinu eru um 200 þúsund.


Tengdar fréttir

Bjartsýnir á bata Trump

Ástand Donald Trump Bandaríkjaforseta batnar með degi hverjum að sögn lækna hans.

Veikindi Trumps „katastrófa á Biblíu-leveli“

Kórónuveirusmit Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er „katastrófa á Biblíu-leveli,“ og setur stórt strik í reikninginn fyrir kosningabaráttu hans að mati sérfræðinga um Bandarísk stjórnmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×