Reyndi að kasta stuðaranum sínum í andstæðing í miðri keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 09:31 Luca Corberi fór langt með að eyðileggja feril sinn með framkomu sinni um helgina. Skjámynd/Youtube Ítalski ökugarpurinn Luca Corberi er væntanlega á leiðinni í mjög langt bann eftir hneykslanlega framkomu sína í kappakstri á Ítalíu í gær. Luca Corberi var að keppa í FIA KZ heimsmeistaramótinu í körtuakstri en hafði þurft að hætta keppni eftir að hafa lent í árekstri við annan ökumann. Incredible scenes as Luca Corberi throws his bumper at a competitor during the FIA Karting World Championship! Should be a banned for life.https://t.co/CaTRsw4KXy— SPORTbible (@sportbible) October 4, 2020 Corberi þótti greinilega á sér brotið en sá sem keyrði utan í hann gat haldið áfram keppni á meðan hann sjálfur var úr leik. Corberi var alveg brjálaður og hugsaði greinilega ekki skýrt. Því miður komst enginn að honum nægilega snemma til að fá hann til að hætta við fíflaskap sinn. Corberi skapaði nefnilega stórhættu með því að reyna að kasta stuðaranum á ökukerru sinni í annan keppenda um leið og sá hinn sami keyrði framhjá honum. Corberi beið þolinmóður með stuðarann sinn í hendi þar til að umræddur ökumaður keyrði framhjá honum. Hann kastaði þá stuðaranum inn á brautina en margir bílar voru þá að keyra framhjá á sama tíma. Ítalinn skapaði með þessu stórhættu. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Karting driver Luca Corberi got mad at a race and then this happened. Should be a ban for life. pic.twitter.com/ofVoSif6fJ— F1 Feeder Series (@F1FeederSeries1) October 4, 2020 Luca Corberi var ekki hættur því hann réðst síðan á sama ökumann eftir keppnina og úr urðu talsverð slagsmál á þjónustu- og viðgerðarsvæðinu við kappakstursbrautina. Luca Corberi er 23 ára gamall en það er erfitt að sjá hann eiga einhverja framtíð í kappakstri eftir þessa framgöngu sína. Hann er væntanlega á leiðinni í mjög langt bann og mögulega ævilangt bann. Hér fyrir neðan má sjá slagsmálin. Karter Luca Corberi continues to vent his anger after the kart race. Somebody arrest this guy. (via @EstagiariodaF1) pic.twitter.com/R9Kuk2VI4G— F1 Feeder Series (@F1FeederSeries1) October 4, 2020 Akstursíþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Ítalski ökugarpurinn Luca Corberi er væntanlega á leiðinni í mjög langt bann eftir hneykslanlega framkomu sína í kappakstri á Ítalíu í gær. Luca Corberi var að keppa í FIA KZ heimsmeistaramótinu í körtuakstri en hafði þurft að hætta keppni eftir að hafa lent í árekstri við annan ökumann. Incredible scenes as Luca Corberi throws his bumper at a competitor during the FIA Karting World Championship! Should be a banned for life.https://t.co/CaTRsw4KXy— SPORTbible (@sportbible) October 4, 2020 Corberi þótti greinilega á sér brotið en sá sem keyrði utan í hann gat haldið áfram keppni á meðan hann sjálfur var úr leik. Corberi var alveg brjálaður og hugsaði greinilega ekki skýrt. Því miður komst enginn að honum nægilega snemma til að fá hann til að hætta við fíflaskap sinn. Corberi skapaði nefnilega stórhættu með því að reyna að kasta stuðaranum á ökukerru sinni í annan keppenda um leið og sá hinn sami keyrði framhjá honum. Corberi beið þolinmóður með stuðarann sinn í hendi þar til að umræddur ökumaður keyrði framhjá honum. Hann kastaði þá stuðaranum inn á brautina en margir bílar voru þá að keyra framhjá á sama tíma. Ítalinn skapaði með þessu stórhættu. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Karting driver Luca Corberi got mad at a race and then this happened. Should be a ban for life. pic.twitter.com/ofVoSif6fJ— F1 Feeder Series (@F1FeederSeries1) October 4, 2020 Luca Corberi var ekki hættur því hann réðst síðan á sama ökumann eftir keppnina og úr urðu talsverð slagsmál á þjónustu- og viðgerðarsvæðinu við kappakstursbrautina. Luca Corberi er 23 ára gamall en það er erfitt að sjá hann eiga einhverja framtíð í kappakstri eftir þessa framgöngu sína. Hann er væntanlega á leiðinni í mjög langt bann og mögulega ævilangt bann. Hér fyrir neðan má sjá slagsmálin. Karter Luca Corberi continues to vent his anger after the kart race. Somebody arrest this guy. (via @EstagiariodaF1) pic.twitter.com/R9Kuk2VI4G— F1 Feeder Series (@F1FeederSeries1) October 4, 2020
Akstursíþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira