Óskar Hrafn: Fannst aldrei spurning hvort liðið var að fara að vinna Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2020 22:01 Blikar byrjuðu leikinn betur og það var því eins og köld tuska í andlitið þegar Fylkismenn komust yfir á 16.mínútu í nánast fyrstu sókn sinni í leiknum. „Ég er mjög ánægður með liðið í þessum leik. Við erum kannski orðnir vanir því að fá blauta tusku framan í okkur, höfum verið í því í undanförnum leikjum og höfum síðan staðið upp. Fengið högg en staðið upp sterkari eftir þau,“ sagði Óskar Hrafn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Mér fannst svosem aldrei spurning í þessum leik hvort liðið var betra eða hvort liðið var að fara að vinna burtséð frá því hvort þeir náðu forystunni eða ekki. Rauða spjaldið fannst mér ekki skipta neinu máli í því samhengi. Mér fannst við betri allan tímann,“ bætti Óskar Hrafn við en Daði Ólafsson leikmaður Fylkis fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á 55.mínútu þegar staðan var 2-1. Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö mörk í kvöld en fjögur af sex mörkum hans í sumar hafa komið þegar Thomas Mikkelsen, markahæsti maður Blika á tímabilinu, er fjarverandi. Brynjólfur Andersen var frábær í liði Breiðabliks í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Mér finnst það heldur hart gagnvart Thomas að kenna honum um markaleysi Brynjólfs í undanförnum leikjum. Stundum dettur þetta og kannski tekur hann meiri ábyrgð í teignum og kemur sér meira inn í teiginn heldur en hann hefur gert.“ „Við fögnum því þegar hann skorar, hann er feykilega öflugur leikmaður. Einhverjir hafa kallað eftir fleiri mörkum frá honum þannig að við fögnum því hvaðan sem mörkin koma.“ Stefán Ingi Sigurðarson var í byrjunarliði Blika í dag. Hann átti góðan leik. Barðist eins og ljón, fiskaði víti og bæði gulu spjöldin á Daða. “Svo sannarlega hefur Stefán komið sterkur inn. Hann fór á lán til Grindavíkur og það var mjög vel heppnað fyrir alla aðila. Hann hefur komið mjög sterkur inn í undanförnum leikjum.“ „Það er yndislegt að hafa ungan og uppalinn leikmann í þessum gæðaflokki. Það er frábært og við fögnum hverjum þeim sem tekur stærra hlutverk en hann hafði. Það er mjög jákvætt þegar menn gera það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira
Blikar byrjuðu leikinn betur og það var því eins og köld tuska í andlitið þegar Fylkismenn komust yfir á 16.mínútu í nánast fyrstu sókn sinni í leiknum. „Ég er mjög ánægður með liðið í þessum leik. Við erum kannski orðnir vanir því að fá blauta tusku framan í okkur, höfum verið í því í undanförnum leikjum og höfum síðan staðið upp. Fengið högg en staðið upp sterkari eftir þau,“ sagði Óskar Hrafn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Mér fannst svosem aldrei spurning í þessum leik hvort liðið var betra eða hvort liðið var að fara að vinna burtséð frá því hvort þeir náðu forystunni eða ekki. Rauða spjaldið fannst mér ekki skipta neinu máli í því samhengi. Mér fannst við betri allan tímann,“ bætti Óskar Hrafn við en Daði Ólafsson leikmaður Fylkis fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á 55.mínútu þegar staðan var 2-1. Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö mörk í kvöld en fjögur af sex mörkum hans í sumar hafa komið þegar Thomas Mikkelsen, markahæsti maður Blika á tímabilinu, er fjarverandi. Brynjólfur Andersen var frábær í liði Breiðabliks í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Mér finnst það heldur hart gagnvart Thomas að kenna honum um markaleysi Brynjólfs í undanförnum leikjum. Stundum dettur þetta og kannski tekur hann meiri ábyrgð í teignum og kemur sér meira inn í teiginn heldur en hann hefur gert.“ „Við fögnum því þegar hann skorar, hann er feykilega öflugur leikmaður. Einhverjir hafa kallað eftir fleiri mörkum frá honum þannig að við fögnum því hvaðan sem mörkin koma.“ Stefán Ingi Sigurðarson var í byrjunarliði Blika í dag. Hann átti góðan leik. Barðist eins og ljón, fiskaði víti og bæði gulu spjöldin á Daða. “Svo sannarlega hefur Stefán komið sterkur inn. Hann fór á lán til Grindavíkur og það var mjög vel heppnað fyrir alla aðila. Hann hefur komið mjög sterkur inn í undanförnum leikjum.“ „Það er yndislegt að hafa ungan og uppalinn leikmann í þessum gæðaflokki. Það er frábært og við fögnum hverjum þeim sem tekur stærra hlutverk en hann hafði. Það er mjög jákvætt þegar menn gera það.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira