Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 1-0 Selfoss | Risastór þrjú stig hjá Þór/KA Ester Ósk Árnadóttir skrifar 4. október 2020 16:30 Þróttur – Þór/KA Pepsí Max deild kvenna sumar 2020 Foto: COPYRIGHTED BY SIGURBJORN ANDRI OSKARSSON,Sigurbjörn Andri Óskarsson/Sigurbjörn Andri Óskarsson Þór/KA og Selfoss áttust við í 16. umferð Pepsí Max deildar kvenna í dag. Fyrir leikinn sat Selfoss í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig en Þór/KA að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Fyrir leik voru heimakonur í 8. sæti með 15 stig, tveimur stigum frá fallsæti. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og skiptust liðin á að reyna að skapa sér marktækifæri. Það má þó segja að Þór/KA hafi verið beinskeyttari og skapað sér betri stöður. Selfoss náði ekki að skapa mikið en barátta og hátt tempó einkenndi leikinn. Það var svo á 23 mínútu leiksins að Madeline Rosa Gotta kom heimakonum yfir með frábæru skoti. Hún fékk þá boltann frá Huldu Karen út á vinstri vænginn, þar sem hún fór framhjá Selfoss vörninni og setti boltann snyrtilega í fjærhornið. María var ekki langt frá því að bæta við marki tvö nokkrum mínútum seinna þegar hún komst í gegnum vörn Selfoss en Áslaug Dóra náði að stoppa hana. Lítið annað gerðist í fyrri hálfleiknum og heimakonur leiddu með einu marki. Seinni hálfleikur var tíðindalítil framan af og ekki mikið markvert sem gerðist. Hálfleikurinn einkenndist af baráttu út á velli og háu tempói. Það var í raun ekki fyrr en á 62. mínútu að Arna Sif á skot af stuttu færi sem Selfoss stúlkur bjarga á línu. Heimakonur héldu út og unni góðan 1-0 sigur. Af hverju vann Þór/KA? Þór/KA mætu vel stemmdar til leiks. Ég þori að segja að þetta sé einn af þeirra betri leikjum í sumar. Mikill trú og mikið sjálftraust í liðinu. Selfoss var ekki í sama takti í fyrri hálfleik og var svolítið á eftir Þór/KA í öllum aðgerðum. Madeline nýti sér það á 23 mínútu leiksins með frábæru einstaklingsframtaki sem að lokum var eina mark leiksins. Hverjar stóðu upp úr? Madeline í Þór/KA var frábær í fyrri hálfleik en sást ekki jafn mikið til hennar í seinni hálfleiks. Varnarlína Þór/KA var sömuleiðis með allt upp á tíu og Selfoss komst lítið áleiðis í að skapa sér alvöru færi. Það má eiginlega segja að liðsframmistaðan hafi skapað þennan sigur hjá heimakonum sem voru allar að spila vel í dag. Hvað gekk illa? Það var lítið að frétta í sóknarleik Selfoss og þær fá í raun lítið sem ekkert af færum í leiknum. Þór/KA átti auðvelt með að loka á allt sem Selfoss reyndi að skapa. Hvað gerist næst? Þór/KA fer í alvöru fallbaráttuslag þegar þær mæta botnliði KR. Selfoss fær ÍBV í heimsókn og ætla sér að klára mótið í þriðja sæti. Alfreð: Stundum þarf að skapa meira „Mér fannst við ekki byrja vel í leiknum. Þær höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik, voru tilbúnari að leggja sig fram en við gerðum betur í seinni hálfleik en náum ekki að skora. Ég held við höfum skapað fleiri færi en Þór/KA en það er stundum þannig að þegar illa gengur þá þarf maður að skapa meira." „Frá mér séð þá finnst mér þetta vera víti en þetta er besti leikurinn hjá Bríet dómara í sumar. Hrós til hennar, flott lína sem hún var að halda. Það koma alltaf upp svona atvik. Ég hefði viljað fá víti en Bríet sá þetta ekki. Aðstoðadómarinn hefði samt átt að dæma á þetta." „Dagný er meidd eftir landsleikina. Hún spilaði leikinn á móti KR á annarri löppinni en við þurfum að hvíla hana." „Það vantar alltaf eitthvað. Við erum búinn að selja Önnu Björk til Frakklands og við erum búinn að selja Hólmfríði og svo er Dagný meidd en það kemur alltaf maður í mann stað. Það er nóg til að ferskum stelpum á Selfossi og við erum óhrædd að gefa þeim möguleika." „Ef við lendum í þriðja sæti og með 28 stig þá erum við sáttar." Andri: Hrikalega orka, einbeiting og kraftur „Ég er virkilega ánægður. Þær stóðu sig allar alveg frábærlega. Þetta var erfiður leikur, hátt tempó og þær díluðu við þetta af hrikalegri orku, einbeitingu, kraft og vilja og það skilar þessum stigum í dag." „Við höfum verið að kafa ofan í grunngildin. Pæla í því hvað það er sem þarf til að vinna fótboltaleiki. Það er ekkert endilega einhver taktík heldur einmitt að fara aðeins í grunngildin að hlaupa, berjast og hafa gaman af þessu." „Þetta gefur okkur alveg helling. Þetta léttir af okkur pressunni. Sjálfstraustið eykst og fram eftir götunum en við vitum það samt alveg að það er stutt niður og það er stutt líka upp þannig þetta er galið. Við vissum það fyrir löngu að þetta er ekki búið fyrr en að þetta er búið. Við eigum ennþá tvo erfiða leikinn eftir og við verðum bara að gjöra svo vel að klára það með stæl." „Það er alveg sama hvaða lið við eigum að mæta. Það er bara næsti leikur sem gildir og það er á móti KR og við verðum bara á núllstilla okkur fyrir þann leik og mæta brjálað til leiks." Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA UMF Selfoss
Þór/KA og Selfoss áttust við í 16. umferð Pepsí Max deildar kvenna í dag. Fyrir leikinn sat Selfoss í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig en Þór/KA að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Fyrir leik voru heimakonur í 8. sæti með 15 stig, tveimur stigum frá fallsæti. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og skiptust liðin á að reyna að skapa sér marktækifæri. Það má þó segja að Þór/KA hafi verið beinskeyttari og skapað sér betri stöður. Selfoss náði ekki að skapa mikið en barátta og hátt tempó einkenndi leikinn. Það var svo á 23 mínútu leiksins að Madeline Rosa Gotta kom heimakonum yfir með frábæru skoti. Hún fékk þá boltann frá Huldu Karen út á vinstri vænginn, þar sem hún fór framhjá Selfoss vörninni og setti boltann snyrtilega í fjærhornið. María var ekki langt frá því að bæta við marki tvö nokkrum mínútum seinna þegar hún komst í gegnum vörn Selfoss en Áslaug Dóra náði að stoppa hana. Lítið annað gerðist í fyrri hálfleiknum og heimakonur leiddu með einu marki. Seinni hálfleikur var tíðindalítil framan af og ekki mikið markvert sem gerðist. Hálfleikurinn einkenndist af baráttu út á velli og háu tempói. Það var í raun ekki fyrr en á 62. mínútu að Arna Sif á skot af stuttu færi sem Selfoss stúlkur bjarga á línu. Heimakonur héldu út og unni góðan 1-0 sigur. Af hverju vann Þór/KA? Þór/KA mætu vel stemmdar til leiks. Ég þori að segja að þetta sé einn af þeirra betri leikjum í sumar. Mikill trú og mikið sjálftraust í liðinu. Selfoss var ekki í sama takti í fyrri hálfleik og var svolítið á eftir Þór/KA í öllum aðgerðum. Madeline nýti sér það á 23 mínútu leiksins með frábæru einstaklingsframtaki sem að lokum var eina mark leiksins. Hverjar stóðu upp úr? Madeline í Þór/KA var frábær í fyrri hálfleik en sást ekki jafn mikið til hennar í seinni hálfleiks. Varnarlína Þór/KA var sömuleiðis með allt upp á tíu og Selfoss komst lítið áleiðis í að skapa sér alvöru færi. Það má eiginlega segja að liðsframmistaðan hafi skapað þennan sigur hjá heimakonum sem voru allar að spila vel í dag. Hvað gekk illa? Það var lítið að frétta í sóknarleik Selfoss og þær fá í raun lítið sem ekkert af færum í leiknum. Þór/KA átti auðvelt með að loka á allt sem Selfoss reyndi að skapa. Hvað gerist næst? Þór/KA fer í alvöru fallbaráttuslag þegar þær mæta botnliði KR. Selfoss fær ÍBV í heimsókn og ætla sér að klára mótið í þriðja sæti. Alfreð: Stundum þarf að skapa meira „Mér fannst við ekki byrja vel í leiknum. Þær höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik, voru tilbúnari að leggja sig fram en við gerðum betur í seinni hálfleik en náum ekki að skora. Ég held við höfum skapað fleiri færi en Þór/KA en það er stundum þannig að þegar illa gengur þá þarf maður að skapa meira." „Frá mér séð þá finnst mér þetta vera víti en þetta er besti leikurinn hjá Bríet dómara í sumar. Hrós til hennar, flott lína sem hún var að halda. Það koma alltaf upp svona atvik. Ég hefði viljað fá víti en Bríet sá þetta ekki. Aðstoðadómarinn hefði samt átt að dæma á þetta." „Dagný er meidd eftir landsleikina. Hún spilaði leikinn á móti KR á annarri löppinni en við þurfum að hvíla hana." „Það vantar alltaf eitthvað. Við erum búinn að selja Önnu Björk til Frakklands og við erum búinn að selja Hólmfríði og svo er Dagný meidd en það kemur alltaf maður í mann stað. Það er nóg til að ferskum stelpum á Selfossi og við erum óhrædd að gefa þeim möguleika." „Ef við lendum í þriðja sæti og með 28 stig þá erum við sáttar." Andri: Hrikalega orka, einbeiting og kraftur „Ég er virkilega ánægður. Þær stóðu sig allar alveg frábærlega. Þetta var erfiður leikur, hátt tempó og þær díluðu við þetta af hrikalegri orku, einbeitingu, kraft og vilja og það skilar þessum stigum í dag." „Við höfum verið að kafa ofan í grunngildin. Pæla í því hvað það er sem þarf til að vinna fótboltaleiki. Það er ekkert endilega einhver taktík heldur einmitt að fara aðeins í grunngildin að hlaupa, berjast og hafa gaman af þessu." „Þetta gefur okkur alveg helling. Þetta léttir af okkur pressunni. Sjálfstraustið eykst og fram eftir götunum en við vitum það samt alveg að það er stutt niður og það er stutt líka upp þannig þetta er galið. Við vissum það fyrir löngu að þetta er ekki búið fyrr en að þetta er búið. Við eigum ennþá tvo erfiða leikinn eftir og við verðum bara að gjöra svo vel að klára það með stæl." „Það er alveg sama hvaða lið við eigum að mæta. Það er bara næsti leikur sem gildir og það er á móti KR og við verðum bara á núllstilla okkur fyrir þann leik og mæta brjálað til leiks."
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti