5,7 milljarða sekt fyrir að safna persónuupplýsingum um starfsmenn Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2020 10:14 H&M-verslun í Hamborg í Þýskalandi. Jeremy Moeller/getty Persónuverndarstofnunin í Hamborg í Þýskalandi hefur sektað verslunarrisann H&M í Nürnberg fyrir ólögmæta vinnslu persónuupplýsinga um starfsmenn félagsins. Sektin nemur 35,2 milljónum evra eða rúmlega 5,7 milljörðum íslenskra króna. Persónuvernd á Íslandi, systurstofnun persónuverndar í Hamborg, vekur athygli á málinu á vef sínum í dag. Þar er haft upp úr úrskurði Hamborgar-stofnunarinnar að H&M í Nürnberg hafi í fjölda ára unnið með umfangsmiklar persónuupplýsingar um starfsmenn sína. Upplýsingunum hafi verið safnað með starfsmannaviðtölum sem haldin voru eftir öll frí og veikindaleyfi starfsmanna. „Að viðtölum loknum voru upplýsingar úr þeim skráðar, en auk upplýsinga um frí starfsmanna voru meðal annars skráðar upplýsingar um heilsufar, þ. á m. upplýsingar um einkenni og sjúkdómsgreiningar, auk upplýsinga um trúarskoðanir starfsmannanna,“ segir í pistli Persónuverndar. Þá hafi H&M einnig unnið með ítarlegar upplýsingar um vinnuskil starfsmanna. Þessum upplýsingum hafi verið ætlað til að útbúa „persónusnið“ af starfsmönnum, sem notað hafi verið til að taka ákvarðanir um stöðu viðkomandi starfsmanna hjá fyrirtækinu. Upp komst um vinnslu upplýsinganna er þær urðu aðgengilegar öllum innan fyrirtækisins vegna öryggisbrests. Líkt og áður segir var H&M sektað um 35,2 milljónir evra vegna málsins. Þá kveðst það jafnframt hafa gripið til umfangsmikilla ráðstafana til að tryggja persónuvernd starfsmanna sinna, auk þess sem viðkomandi starfsmönnum hafa verið boðnar bætur vegna brotsins. H&M greindi nýlega frá því að til standi að loka 250 verslunum keðjunnar á næsta ári. Samdráttur í sölu og áhrif kórónuveirunnar á kauphegðun fólks fær H&M til að grípa til þessa ráðs. Persónuvernd Verslun Þýskaland H&M Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Persónuverndarstofnunin í Hamborg í Þýskalandi hefur sektað verslunarrisann H&M í Nürnberg fyrir ólögmæta vinnslu persónuupplýsinga um starfsmenn félagsins. Sektin nemur 35,2 milljónum evra eða rúmlega 5,7 milljörðum íslenskra króna. Persónuvernd á Íslandi, systurstofnun persónuverndar í Hamborg, vekur athygli á málinu á vef sínum í dag. Þar er haft upp úr úrskurði Hamborgar-stofnunarinnar að H&M í Nürnberg hafi í fjölda ára unnið með umfangsmiklar persónuupplýsingar um starfsmenn sína. Upplýsingunum hafi verið safnað með starfsmannaviðtölum sem haldin voru eftir öll frí og veikindaleyfi starfsmanna. „Að viðtölum loknum voru upplýsingar úr þeim skráðar, en auk upplýsinga um frí starfsmanna voru meðal annars skráðar upplýsingar um heilsufar, þ. á m. upplýsingar um einkenni og sjúkdómsgreiningar, auk upplýsinga um trúarskoðanir starfsmannanna,“ segir í pistli Persónuverndar. Þá hafi H&M einnig unnið með ítarlegar upplýsingar um vinnuskil starfsmanna. Þessum upplýsingum hafi verið ætlað til að útbúa „persónusnið“ af starfsmönnum, sem notað hafi verið til að taka ákvarðanir um stöðu viðkomandi starfsmanna hjá fyrirtækinu. Upp komst um vinnslu upplýsinganna er þær urðu aðgengilegar öllum innan fyrirtækisins vegna öryggisbrests. Líkt og áður segir var H&M sektað um 35,2 milljónir evra vegna málsins. Þá kveðst það jafnframt hafa gripið til umfangsmikilla ráðstafana til að tryggja persónuvernd starfsmanna sinna, auk þess sem viðkomandi starfsmönnum hafa verið boðnar bætur vegna brotsins. H&M greindi nýlega frá því að til standi að loka 250 verslunum keðjunnar á næsta ári. Samdráttur í sölu og áhrif kórónuveirunnar á kauphegðun fólks fær H&M til að grípa til þessa ráðs.
Persónuvernd Verslun Þýskaland H&M Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira