Englandsmeistarar Liverpool gætu lent í mjög erfiðum riðli í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 09:30 Brasilíumennirnir Fabinho, Roberto Firmino og Alisson Becker hjá Liverpool leggjast kannski á bæn fyrir dráttinn í dag. Getty/Laurence Griffiths Það verður mikil spenna í loftinu í dag þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni í fótbolta. Meistaradeildin í fótbolta fer seinna að stað en venjulega vegna kórónuveirunnar en í dag er komið að því að draga í riðla í keppninni 2020-21. Drátturinn fer fram í RTS Studios í Genf í Sviss klukkan 17.00 að staðartíma eða klukkan 15.00 að íslenskum tíma. 32 lið eru komin áfram í riðlakeppnina og verða þau dregin í átta fjögurra liða riðla. Það er búið að skipta liðunum í fjóra styrkleikaflokka og mun eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki fara í hvern riðil. Þar sem að styrkleikaflokkarnir eru klárir þá er hægt að fara að velta því fyrir sér hvernig besti og versti drátturinn getur orðið fyrir hvert lið. Hér fyrir neðan má sjá hvernig martraðarriðlar ensku liðanna gætu litið út en SPORTbible lék sér að því að setja þessa mögulegu krefjandi riðla þeirra saman. Manchester United Liverpool Chelseahttps://t.co/EvZriu8gsS— SPORTbible (@sportbible) October 1, 2020 Liverpool er í fyrsta styrkleikaflokki á meðan hin ensku liðin eru öll í öðrum styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Þrátt fyrir að vera í fyrsta styrkleikaflokki og losna við að lenda á móti liðum eins og Bayern München, Real Madrid og Paris Saint Germain þá getur Liverpool engu að síður lent í mjög erfiðum riðli. Í matraðarriðli Liverool eru væntanlega Barcelona, Internazionale og Borussia Monchengladbach. Léttasti riðill Liverpool gæti á móti mögulega verið Shakhtar Donetsk, Red Bull Salzburg og Midtjylland. Martraðarriðlar hinna þriggja ensku liðanna í Meistaradeildinni, Manchester City, Manchester United og Chelsea eru allir svipaðir. Það væri að lenda með Bayern München, ítölsku félögunum Internazionale eða Atalanta og loks Marseille úr síðasta styrkleikaflokknum. Þau vonast líklega til að lenda með Porto úr fyrsta styrkleikaflokknum því það er ekki eins langt ferðalag og til Rússlands ef liðið lendir í riðli með Zenit frá Sankti Pétursborg. It's the Group Stage #UCLdraw tomorrow! The 32 clubs are set https://t.co/rTDrrQCzue— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 30, 2020 Hér fyrir neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í dag. Styrkleikaflokkar fyrir riðladrátt Meistaradeildarinnar 2020-21: Fyrsti styrkleikaflokkur: Bayern München frá Þýskalandi Sevilla frá Spáni Real Madrid frá Spáni Liverpool frá Englandi Juventus frá Ítalíu Paris Saint-Germain frá Frakklandi Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi Porto frá Portúgal Annar styrkleikaflokkur: Barcelona frá Spáni Atlético Madrid frá Spáni Manchester City frá Englandi Manchester United frá Englandi Shakhtar Donetsk frá Úkraínu Borussia Dortmund frá Þýskalandi Chelsea frá Englandi Ajax frá Hollandi Þriðji styrkleikaflokkur: Dynamo Kyiv frá Úkraínu Red Bull Salzburg frá Austurríki RB Leipzig frá Þýskalandi Internazionale Milan frá Ítalíu Olympiacos frá Grikklandi Lazio frá Ítalíu Krasnodar frá Rússlandi Atalanta frá Ítalíu Fjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva frá Rússlandi Marseille frá Frakklandi Club Brugge frá Belgíu Borussia Monchengladbach frá Þýskalandi Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi Midtjylland frá Danmörku Rennes frá Frakklandi Ferencváros frá Ungverjalandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
Það verður mikil spenna í loftinu í dag þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni í fótbolta. Meistaradeildin í fótbolta fer seinna að stað en venjulega vegna kórónuveirunnar en í dag er komið að því að draga í riðla í keppninni 2020-21. Drátturinn fer fram í RTS Studios í Genf í Sviss klukkan 17.00 að staðartíma eða klukkan 15.00 að íslenskum tíma. 32 lið eru komin áfram í riðlakeppnina og verða þau dregin í átta fjögurra liða riðla. Það er búið að skipta liðunum í fjóra styrkleikaflokka og mun eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki fara í hvern riðil. Þar sem að styrkleikaflokkarnir eru klárir þá er hægt að fara að velta því fyrir sér hvernig besti og versti drátturinn getur orðið fyrir hvert lið. Hér fyrir neðan má sjá hvernig martraðarriðlar ensku liðanna gætu litið út en SPORTbible lék sér að því að setja þessa mögulegu krefjandi riðla þeirra saman. Manchester United Liverpool Chelseahttps://t.co/EvZriu8gsS— SPORTbible (@sportbible) October 1, 2020 Liverpool er í fyrsta styrkleikaflokki á meðan hin ensku liðin eru öll í öðrum styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Þrátt fyrir að vera í fyrsta styrkleikaflokki og losna við að lenda á móti liðum eins og Bayern München, Real Madrid og Paris Saint Germain þá getur Liverpool engu að síður lent í mjög erfiðum riðli. Í matraðarriðli Liverool eru væntanlega Barcelona, Internazionale og Borussia Monchengladbach. Léttasti riðill Liverpool gæti á móti mögulega verið Shakhtar Donetsk, Red Bull Salzburg og Midtjylland. Martraðarriðlar hinna þriggja ensku liðanna í Meistaradeildinni, Manchester City, Manchester United og Chelsea eru allir svipaðir. Það væri að lenda með Bayern München, ítölsku félögunum Internazionale eða Atalanta og loks Marseille úr síðasta styrkleikaflokknum. Þau vonast líklega til að lenda með Porto úr fyrsta styrkleikaflokknum því það er ekki eins langt ferðalag og til Rússlands ef liðið lendir í riðli með Zenit frá Sankti Pétursborg. It's the Group Stage #UCLdraw tomorrow! The 32 clubs are set https://t.co/rTDrrQCzue— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 30, 2020 Hér fyrir neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í dag. Styrkleikaflokkar fyrir riðladrátt Meistaradeildarinnar 2020-21: Fyrsti styrkleikaflokkur: Bayern München frá Þýskalandi Sevilla frá Spáni Real Madrid frá Spáni Liverpool frá Englandi Juventus frá Ítalíu Paris Saint-Germain frá Frakklandi Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi Porto frá Portúgal Annar styrkleikaflokkur: Barcelona frá Spáni Atlético Madrid frá Spáni Manchester City frá Englandi Manchester United frá Englandi Shakhtar Donetsk frá Úkraínu Borussia Dortmund frá Þýskalandi Chelsea frá Englandi Ajax frá Hollandi Þriðji styrkleikaflokkur: Dynamo Kyiv frá Úkraínu Red Bull Salzburg frá Austurríki RB Leipzig frá Þýskalandi Internazionale Milan frá Ítalíu Olympiacos frá Grikklandi Lazio frá Ítalíu Krasnodar frá Rússlandi Atalanta frá Ítalíu Fjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva frá Rússlandi Marseille frá Frakklandi Club Brugge frá Belgíu Borussia Monchengladbach frá Þýskalandi Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi Midtjylland frá Danmörku Rennes frá Frakklandi Ferencváros frá Ungverjalandi
Styrkleikaflokkar fyrir riðladrátt Meistaradeildarinnar 2020-21: Fyrsti styrkleikaflokkur: Bayern München frá Þýskalandi Sevilla frá Spáni Real Madrid frá Spáni Liverpool frá Englandi Juventus frá Ítalíu Paris Saint-Germain frá Frakklandi Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi Porto frá Portúgal Annar styrkleikaflokkur: Barcelona frá Spáni Atlético Madrid frá Spáni Manchester City frá Englandi Manchester United frá Englandi Shakhtar Donetsk frá Úkraínu Borussia Dortmund frá Þýskalandi Chelsea frá Englandi Ajax frá Hollandi Þriðji styrkleikaflokkur: Dynamo Kyiv frá Úkraínu Red Bull Salzburg frá Austurríki RB Leipzig frá Þýskalandi Internazionale Milan frá Ítalíu Olympiacos frá Grikklandi Lazio frá Ítalíu Krasnodar frá Rússlandi Atalanta frá Ítalíu Fjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva frá Rússlandi Marseille frá Frakklandi Club Brugge frá Belgíu Borussia Monchengladbach frá Þýskalandi Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi Midtjylland frá Danmörku Rennes frá Frakklandi Ferencváros frá Ungverjalandi
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira