Mætti fresta Rúmeníuleiknum fram í júní Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2020 08:01 Þó að það sé ekki líklegt er mögulegt að strákarnir okkar rökræði við íslenskan dómara í leiknum við Rúmeníu. Vísir/Hulda Margrét Leik Íslands og Rúmeníu hefur tvívegis verið frestað og ef að upp koma frekari kórónuveiruvandamál gæti leiknum verið frestað fram á næsta sumar. Að óbreyttu mætast Ísland og Rúmenía á Laugardalsvelli eftir viku, 8. október. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars síðastliðnum. Sigurliðið mun svo mæta sigurvegara leiks Búlgaríu og Ungverjalands, á útivelli þann 12. nóvember, í úrslitaleik um sæti á EM. Nóg að þrettán leikmenn séu til taks Framkvæmdanefnd UEFA tilkynnti á dögunum um sérstakar kórónuveirureglur vegna umspilsleikjanna. Þar segir að til að leikur fari fram þurfi hvort lið aðeins að hafa 13 leikmenn til taks (þar af einn markmann), fari svo að hluti leikmannahóps sé skikkaður í sóttkví af yfirvöldum í viðkomandi landi. Ef að ekki tekst að tefla fram 13 leikmönnum verður hægt að fresta leik. Þetta er öfugt við það sem verið hefur í Evrópukeppnum félagsliða í haust þar sem lið hafa getað tapað 3-0 án þess að spila. Þar hafa liðin verið ábyrg fyrir því að leikmenn sínir lendi ekki í sóttkví og heimalið ábyrgt fyrir því að gestalið megi yfir höfuð koma inn í landið að því gefnu að enginn sé smitaður. Dómari frá Íslandi á Laugardalsvelli? UEFA segir að hægt verði að fresta umspilsleikjum alveg fram í landsleikjagluggann frá 31. maí til 8. júní næsta sumar, gerist þess þörf. Hafa má í huga að EM hefst 11. júní. Fyrsti leikur í dauðariðlinum sem Ísland myndi lenda í, með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal, er 15. júní. UEFA áskilur sér einnig rétt til að færa umspilsleik til annars lands gerist þess þörf. Loks kemur einnig fram í reglum UEFA um umspilsleikina að fari svo að meðlimur úr dómarateymi leiks greinist með kórónuveiruna geti UEFA fyllt í skarðið með dómara frá heimaþjóðinni, jafnvel dómara sem ekki sé á lista FIFA yfir alþjóðlega dómara. EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Leik Íslands og Rúmeníu hefur tvívegis verið frestað og ef að upp koma frekari kórónuveiruvandamál gæti leiknum verið frestað fram á næsta sumar. Að óbreyttu mætast Ísland og Rúmenía á Laugardalsvelli eftir viku, 8. október. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars síðastliðnum. Sigurliðið mun svo mæta sigurvegara leiks Búlgaríu og Ungverjalands, á útivelli þann 12. nóvember, í úrslitaleik um sæti á EM. Nóg að þrettán leikmenn séu til taks Framkvæmdanefnd UEFA tilkynnti á dögunum um sérstakar kórónuveirureglur vegna umspilsleikjanna. Þar segir að til að leikur fari fram þurfi hvort lið aðeins að hafa 13 leikmenn til taks (þar af einn markmann), fari svo að hluti leikmannahóps sé skikkaður í sóttkví af yfirvöldum í viðkomandi landi. Ef að ekki tekst að tefla fram 13 leikmönnum verður hægt að fresta leik. Þetta er öfugt við það sem verið hefur í Evrópukeppnum félagsliða í haust þar sem lið hafa getað tapað 3-0 án þess að spila. Þar hafa liðin verið ábyrg fyrir því að leikmenn sínir lendi ekki í sóttkví og heimalið ábyrgt fyrir því að gestalið megi yfir höfuð koma inn í landið að því gefnu að enginn sé smitaður. Dómari frá Íslandi á Laugardalsvelli? UEFA segir að hægt verði að fresta umspilsleikjum alveg fram í landsleikjagluggann frá 31. maí til 8. júní næsta sumar, gerist þess þörf. Hafa má í huga að EM hefst 11. júní. Fyrsti leikur í dauðariðlinum sem Ísland myndi lenda í, með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal, er 15. júní. UEFA áskilur sér einnig rétt til að færa umspilsleik til annars lands gerist þess þörf. Loks kemur einnig fram í reglum UEFA um umspilsleikina að fari svo að meðlimur úr dómarateymi leiks greinist með kórónuveiruna geti UEFA fyllt í skarðið með dómara frá heimaþjóðinni, jafnvel dómara sem ekki sé á lista FIFA yfir alþjóðlega dómara.
EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira