Jafnrétti barna til umönnunar beggja forelda Guðný Björk Eydal og Sigrún Júlíusdóttir skrifa 1. október 2020 08:01 Jafn réttur barna til beggja foreldra sinna Lang flest börn eiga tvo foreldra við fæðingu. Löggjafin hefur um áratuga skeið lagt áherslu á að börn eigi rétt á umönnun beggja foreldra. Í fyrstu grein barnalaga segir „Barn á rétt á að þekkja báða foreldra sína“. Margvíslegar breytingar hafa verið gerðar á barnalögum á liðnum áratugum til að tryggja betur rétt barna til beggja foreldra, sameiginleg forsjá var gerð möguleg og síðar gerð að meginreglu. og dómurum heimilað að dæma foreldra til sameiginlegrar forsjár. Í Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögleitt segir: „Aðildarríki skulu gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska.“ Lög um fæðingarorlof frá 2000 hafa það að markmiði að tryggja börnum samvistir við báða foreldra. Skv. þeim eiga öll börn rétt á jafnlöngu fæðingarorlofi því ef eingöngu er um eitt foreldri er að ræða þá fær það heildarfjölda mánuða. Þá er einnig gert ráð fyrir því að ef foreldri getur ekki sinnt barni, t.d. vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss eða afplánunar refsivistar, þá sé því heimilt að framselja rétt sinn til fæðingarorlofs til hins foreldrisins. Þessi áhersla á mikilvægi umönnunar beggja foreldra er vel studd rannsóknum sem sýna að það er barni fyrir bestu að eiga góð og örugg tengsl við báða foreldra en slík tengsl verða sterkust ef þau fá að mótast strax í frumbernsku. Þetta á ekki síst við um börn sem ekki deila heimili með báðum foreldrum. Fjöldi erlendra rannsókna, m.a. um velferð barna í kjölfar skilnaðar, sýnir glögglega að börnum sem eiga vísa umönnun beggja foreldra, þó að foreldrar þeirra séu ekki í parsambandi, farnast betur en börnum sem eiga brotið eða lítið samband við foreldri sem það býr ekki með. Jafn réttur foreldra til uppeldistengsla, ábyrgðar og samfélagsþátttöku Það er mjög krefjandi fyrir eitt foreldri að sjá um alla umönnun, það dregur t.d. úr möguleikum þeirra til að helga sig starfi og vinna langan vinnudag enda eru fjárhagserfiðleikar einstæðra foreldra alla jafna meiri en foreldra sem búa saman. Það er því afar mikilvægt að tryggja öllum börnum umönnun beggja foreldra og búa þannig um hnútana að foreldrar sem ekki búa saman við fæðingu barns, eða eftir skilnað, eigi greiðan aðgang að foreldra- og fjölskylduráðgjöf til að geta sem best tekist saman á við nýtt hlutverk sem foreldrar barns og myndað með sér virkt og ábyrgt foreldrasamband. Mikilvægt er að foreldrar fái stuðning til að takast saman á við stærsta verkefni sem nokkur einstaklingur tekur sér fyrir hendur, uppeldi og forsjá barns til 18 ára aldurs. Sýnt hefur verið fram á gildi jafnrar foreldra ábyrgðar og þátttöku beggja á meðgöngu og í umönnun barnsins fyrstu tvö árin. Það styrkir parsambandið barninu til heilla. Sömuleiðis styrkir það tilfinningatengsl föður og barns og ábyrgðarstöðu föður ef til skilnaðar kemur, barninu til heilla. Löggjöf getur stýrt þróun Skv. lögum fara mæður einar með forsjá barns ef þær búa ekki með föður við fæðingu og faðir getur ekki tekið fæðingarorlof nema með samþykki þeirra.Tölur frá Fæðingarorlofssjóði sýna að feður sem búa með börnum sínum taka frekar fæðingarorlof en feður sem deila ekki lögheimili með börnum sínum. Áhugavert er þessir hópar taka næstum jafn marga daga í orlof, en feður sem ekki búa með börnum sínum taka að meðaltali örlítið fleiri daga í fæðingarorlof en feður sem búa með börnum sínum. Megindlegar rannsóknir á hvernig foreldrar skipta með sér umönnun barna sinna sýna að umönnun beggja foreldra hefur aukist á í kjölfar orlofstöku feðra. Feður taka æ ríkari þátt í umönnun barna sem þeir deila ekki lögheimili með og það færist í aukanna að börn dvelji jafnt hjá báðum foreldrum eftir skilnað eða sambúðarslit. Hér má sjá áhrif fæðingarorlofs feðra fyrir sterkara tilfinningasambandi þeirra og barnanna ásamt sterkari ábyrgðarhvöt gagnvart uppeldi og umönnun þeirra. Eigindleg viðtalsrannsókn, um hvernig foreldrar sem ekki bjuggu saman höguðu umönnun barna og skiptingu orlofs, sýndi vel fjölbreytileika þeirra atriða sem huga þarf að. Sum lýstu deilum vegna parsambands og hvernig þær komu í veg fyrir samvinnu við foreldra um umönnun barns á fyrstu ævimánuðum. Það er ekki í hag barns að deilur foreldra geti orðið til þess að foreldrar nýti ekki fæðingarorlof sem barn myndi njóta góðs af. Í rannsókninni lýstu foreldrar einnig mjög góðri samvinnu og hvernig fæðingarorlof hefði orðið til þess að þeim tókst báðum að mynda góð tengsl við barn á fyrsta æviári. Foreldrar leituðu leiða til að mynda sem allra best tengsl. Til að tryggja öllum börnum sem eiga tvo foreldra möguleika á umönnun þeirra beggja er nauðsynlegt að ryðja úr vegi hindrunum sem einstæðir foreldrar kunna að mæta og þurfa að takast á við í foreldrasamstarfi. Það næst með bættum formlegum úrræðum og markvissri foreldraráðgjöf Lokaorð Jafn sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs er mikilvægur til að tryggja öllum börnum umönnun beggja foreldra. Slíkur réttur er mikilvægur fyrir börn sem búa með báðum foreldrum frá fæðingu, en hann er enn mikilvægari fyrir börn sem eiga foreldra sem ekki eru í parsambandi við fæðingu. Þeim og foreldrum þeirra þarf að veita stuðning til að réttur þeirra til fæðingarorlofs nýtist barni til að tryggja því besta mögulega veganesti til farsældar í lífinu, en það er góð tengsl við báða foreldra. Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsSigrún Júlíusdóttir, prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Fæðingarorlof Jafnréttismál Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Jafn réttur barna til beggja foreldra sinna Lang flest börn eiga tvo foreldra við fæðingu. Löggjafin hefur um áratuga skeið lagt áherslu á að börn eigi rétt á umönnun beggja foreldra. Í fyrstu grein barnalaga segir „Barn á rétt á að þekkja báða foreldra sína“. Margvíslegar breytingar hafa verið gerðar á barnalögum á liðnum áratugum til að tryggja betur rétt barna til beggja foreldra, sameiginleg forsjá var gerð möguleg og síðar gerð að meginreglu. og dómurum heimilað að dæma foreldra til sameiginlegrar forsjár. Í Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögleitt segir: „Aðildarríki skulu gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska.“ Lög um fæðingarorlof frá 2000 hafa það að markmiði að tryggja börnum samvistir við báða foreldra. Skv. þeim eiga öll börn rétt á jafnlöngu fæðingarorlofi því ef eingöngu er um eitt foreldri er að ræða þá fær það heildarfjölda mánuða. Þá er einnig gert ráð fyrir því að ef foreldri getur ekki sinnt barni, t.d. vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss eða afplánunar refsivistar, þá sé því heimilt að framselja rétt sinn til fæðingarorlofs til hins foreldrisins. Þessi áhersla á mikilvægi umönnunar beggja foreldra er vel studd rannsóknum sem sýna að það er barni fyrir bestu að eiga góð og örugg tengsl við báða foreldra en slík tengsl verða sterkust ef þau fá að mótast strax í frumbernsku. Þetta á ekki síst við um börn sem ekki deila heimili með báðum foreldrum. Fjöldi erlendra rannsókna, m.a. um velferð barna í kjölfar skilnaðar, sýnir glögglega að börnum sem eiga vísa umönnun beggja foreldra, þó að foreldrar þeirra séu ekki í parsambandi, farnast betur en börnum sem eiga brotið eða lítið samband við foreldri sem það býr ekki með. Jafn réttur foreldra til uppeldistengsla, ábyrgðar og samfélagsþátttöku Það er mjög krefjandi fyrir eitt foreldri að sjá um alla umönnun, það dregur t.d. úr möguleikum þeirra til að helga sig starfi og vinna langan vinnudag enda eru fjárhagserfiðleikar einstæðra foreldra alla jafna meiri en foreldra sem búa saman. Það er því afar mikilvægt að tryggja öllum börnum umönnun beggja foreldra og búa þannig um hnútana að foreldrar sem ekki búa saman við fæðingu barns, eða eftir skilnað, eigi greiðan aðgang að foreldra- og fjölskylduráðgjöf til að geta sem best tekist saman á við nýtt hlutverk sem foreldrar barns og myndað með sér virkt og ábyrgt foreldrasamband. Mikilvægt er að foreldrar fái stuðning til að takast saman á við stærsta verkefni sem nokkur einstaklingur tekur sér fyrir hendur, uppeldi og forsjá barns til 18 ára aldurs. Sýnt hefur verið fram á gildi jafnrar foreldra ábyrgðar og þátttöku beggja á meðgöngu og í umönnun barnsins fyrstu tvö árin. Það styrkir parsambandið barninu til heilla. Sömuleiðis styrkir það tilfinningatengsl föður og barns og ábyrgðarstöðu föður ef til skilnaðar kemur, barninu til heilla. Löggjöf getur stýrt þróun Skv. lögum fara mæður einar með forsjá barns ef þær búa ekki með föður við fæðingu og faðir getur ekki tekið fæðingarorlof nema með samþykki þeirra.Tölur frá Fæðingarorlofssjóði sýna að feður sem búa með börnum sínum taka frekar fæðingarorlof en feður sem deila ekki lögheimili með börnum sínum. Áhugavert er þessir hópar taka næstum jafn marga daga í orlof, en feður sem ekki búa með börnum sínum taka að meðaltali örlítið fleiri daga í fæðingarorlof en feður sem búa með börnum sínum. Megindlegar rannsóknir á hvernig foreldrar skipta með sér umönnun barna sinna sýna að umönnun beggja foreldra hefur aukist á í kjölfar orlofstöku feðra. Feður taka æ ríkari þátt í umönnun barna sem þeir deila ekki lögheimili með og það færist í aukanna að börn dvelji jafnt hjá báðum foreldrum eftir skilnað eða sambúðarslit. Hér má sjá áhrif fæðingarorlofs feðra fyrir sterkara tilfinningasambandi þeirra og barnanna ásamt sterkari ábyrgðarhvöt gagnvart uppeldi og umönnun þeirra. Eigindleg viðtalsrannsókn, um hvernig foreldrar sem ekki bjuggu saman höguðu umönnun barna og skiptingu orlofs, sýndi vel fjölbreytileika þeirra atriða sem huga þarf að. Sum lýstu deilum vegna parsambands og hvernig þær komu í veg fyrir samvinnu við foreldra um umönnun barns á fyrstu ævimánuðum. Það er ekki í hag barns að deilur foreldra geti orðið til þess að foreldrar nýti ekki fæðingarorlof sem barn myndi njóta góðs af. Í rannsókninni lýstu foreldrar einnig mjög góðri samvinnu og hvernig fæðingarorlof hefði orðið til þess að þeim tókst báðum að mynda góð tengsl við barn á fyrsta æviári. Foreldrar leituðu leiða til að mynda sem allra best tengsl. Til að tryggja öllum börnum sem eiga tvo foreldra möguleika á umönnun þeirra beggja er nauðsynlegt að ryðja úr vegi hindrunum sem einstæðir foreldrar kunna að mæta og þurfa að takast á við í foreldrasamstarfi. Það næst með bættum formlegum úrræðum og markvissri foreldraráðgjöf Lokaorð Jafn sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarorlofs er mikilvægur til að tryggja öllum börnum umönnun beggja foreldra. Slíkur réttur er mikilvægur fyrir börn sem búa með báðum foreldrum frá fæðingu, en hann er enn mikilvægari fyrir börn sem eiga foreldra sem ekki eru í parsambandi við fæðingu. Þeim og foreldrum þeirra þarf að veita stuðning til að réttur þeirra til fæðingarorlofs nýtist barni til að tryggja því besta mögulega veganesti til farsældar í lífinu, en það er góð tengsl við báða foreldra. Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsSigrún Júlíusdóttir, prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun