Innlent

Lóan er komin

Atli Ísleifsson skrifar
Lóan hefur lengi verið talinn einn helsti vorboðinn.
Lóan hefur lengi verið talinn einn helsti vorboðinn. Getty

Lóan er komin. 

Frá þessu segir á Facebook-síðu Fuglaathugunarfélags Suðausturlands. Þar segir að sést hafi til heiðlóu utan við Ósland á Höfn í Hornafirði í gær. 

Lóan er tal­in einn helsti vor­boðinn hér á landi þar sem jafnan er vísað í ljóð Páls Ólafssonar; „Lóan er komin“.

Lóan er komin að kveða burt snjóinn,

að kveða burt leiðindin, það getur hún.

Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn,

sólskin í dali og blómstur í tún.

Hún hefir sagt mér til syndanna minna,

ég sofi of mikið og vinni ekki hót.

Hún hefir sagt mér að vakna og vinna

og vonglaður taka nú sumrinu mót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×