Samtaka í fjárfestingum í þágu sjálfbærrar uppbyggingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2020 10:50 Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða, og Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Ríkisstjórnin, lífeyrissjóðir, fjármálastofnanir, vátryggingafélög og fjárfestingarsjóðir standa að sameiginlegri viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar sem birt var í dag í kjölfar undirritunarathafnar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á föstudag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, undirritaði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og aðilar sem fara fyrir hátt í 80% af eignum á íslenskum fjármálamarkaði staðfestu þátttöku með undirritun sinni. Þeta kemur fram í tilkynningu á upplýsingavef um lífeyrismál. Þar segir að Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni,, Landssamtök lífeyrissjóða (LL), Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) og forsætisráðuneytið hafi unnið að mótun yfirlýsingarinnar í víðtæku samráði við fulltrúa helstu aðila á fjármálamarkaði. Efla samkeppnishæfni Í yfirlýsingunni segir að fjármagnið sé mikilvægt hreyfiafl í mótun atvinnulífs og atvinnusköpunar í uppbyggingunni framundan. Ákvarðanir og markvissar aðgerðir nú muni hafa mikil áhrif á þróun á næstu árum og mikilvægt sé að þar sé sjálfbærni leiðarljós. Jafnframt skuli efla samkeppnishæfni til framtíðar. Tekið verði tillit til alþjóðlegra skuldbindinga Íslands og þeirra viðmiða sem íslensk stjórnvöld hafa sett sér. Þar má nefna markmið um kolefnishlutlaust Ísland eigi síðar en árið 2040, markmið Parísarsamkomulagsins um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda þannig að hlýnun jarðar fari ekki yfir 1,5 gráður og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun 2030. Eftir atvikum sé einnig litið til ESG/UFS, meginreglna Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi (UN PRB), meginreglna Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI) og UN Global Compact. Muni skapa ný tækifæri Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samfélagslega ábyrga hugsun og sjálfbæra þróun vera rauðan þráð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Við viljum að stjórnvöld, fyrirtæki og stofnanir axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á samfélagið. Til þess þarf að innleiða sjálfbærni og samfélagsábyrgð í allan rekstur. Sú hugmyndafræði mun skapa ný tækifæri og verða aflgjafi margháttaðra framfara.“ Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir vandaða stjórnarhætti, vel ígrundaðan undirbúning, gegnsæi og upplýsingamiðlun einkenna ábyrga fjárfestingar í anda sjálfbærni og heilbrigðra samfélagsþátta. „Allt er þetta í góðu samræmi við markaða stefnu og starfsemi íslenskra lífeyrissjóða.“ Frá undirrituninni á föstudag. Tómas N. Möller, formaður Festu, bætir við: „Sameiginleg viljayfirlýsing fjölda lykilaðila á íslenskum fjármálamarkaði um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar, skiptir máli því hún setur þetta mikilvæga verkefni skýrar á dagskrá. Samstillt eru stjórnvöld og fjárfestar miklu betur í stakk búinn til að mæta þeim ógnunum og virkja þau tækifæri sem felast í áskorunum um að mæta ójafnvægi í sjálfbærri þróun.“ Ákvarðanir sem hafi áhrif á líf á jörðinni Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð vera orðin hluta af viðskiptamódeli íslenskra fjármálafyrirtækja. „Þannig er sjálfbærni í auknum mæli samofin starfsemi og stefnumótun fjármálafyrirtækjanna. Þá er jafnframt gleðilegt að sjá samkeppni á þessu sviði á milli einstaka fjármálastofnana, en það mun drífa þessa þróun áfram á næstu árum.“ Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, segir viljayfirlýsinguna fela í sér mikilvægt hreyfiafl og samtakamátt, sem hún telji vera til fyrirmyndar. „Hún varpar ljósi á að við ætlum að hafa sjálfbærni sem leiðarljós í fjárfestingum, og það til langs tíma. Um allan heim er verið að taka ákvarðanir og endurskipuleggja fjármagn á þann hátt að það mun hafa áhrif á vaxtarlag, erindi og endingu fyrirtækja, kerfa og stofnana, svo ég tali nú ekki um líf á jörðinni langt inn í framtíðina." Viljayfirlýsingin hefur verið undirrituð af eftirfarandi aðilum, en hún verður áfram opin fyrir undirritun þannig að fleiri geta bæst við: Ríkisstjórn Íslands, Seðlabanki Íslands, Arion banki, Landsbankinn, Íslandsbanki, Kvika, Íslandssjóðir, Stefnir, Landsbréf, Sparisjóður Austurlands, Sparisjóður Höfðhverfinga, Sparisjóður Strandamanna, Sparisjóður Suður-Þingeyinga, TM, VÍS, Sjóvá, Vörður, Brú lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Gildi- lífeyrissjóður, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands, Lífeyrissjóður bankamanna, Lífeyrissjóður bænda, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Lífsverk lífeyrissjóður, LSR, SL lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður, Arctica Finance hf., Lánasjóður sveitarfélaga ohf., Lykill fjármögnun hf., T Plús hf., Crowberry Capital, Eyrir Venture Capital, Brunnur, Tennin, Investa, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA).Hér má nálgast viljayfirlýsinguna Hér er hægt að skrifa undir viljayfirlýsinguna Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Ríkisstjórnin, lífeyrissjóðir, fjármálastofnanir, vátryggingafélög og fjárfestingarsjóðir standa að sameiginlegri viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar sem birt var í dag í kjölfar undirritunarathafnar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á föstudag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, undirritaði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og aðilar sem fara fyrir hátt í 80% af eignum á íslenskum fjármálamarkaði staðfestu þátttöku með undirritun sinni. Þeta kemur fram í tilkynningu á upplýsingavef um lífeyrismál. Þar segir að Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni,, Landssamtök lífeyrissjóða (LL), Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) og forsætisráðuneytið hafi unnið að mótun yfirlýsingarinnar í víðtæku samráði við fulltrúa helstu aðila á fjármálamarkaði. Efla samkeppnishæfni Í yfirlýsingunni segir að fjármagnið sé mikilvægt hreyfiafl í mótun atvinnulífs og atvinnusköpunar í uppbyggingunni framundan. Ákvarðanir og markvissar aðgerðir nú muni hafa mikil áhrif á þróun á næstu árum og mikilvægt sé að þar sé sjálfbærni leiðarljós. Jafnframt skuli efla samkeppnishæfni til framtíðar. Tekið verði tillit til alþjóðlegra skuldbindinga Íslands og þeirra viðmiða sem íslensk stjórnvöld hafa sett sér. Þar má nefna markmið um kolefnishlutlaust Ísland eigi síðar en árið 2040, markmið Parísarsamkomulagsins um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda þannig að hlýnun jarðar fari ekki yfir 1,5 gráður og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun 2030. Eftir atvikum sé einnig litið til ESG/UFS, meginreglna Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi (UN PRB), meginreglna Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI) og UN Global Compact. Muni skapa ný tækifæri Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samfélagslega ábyrga hugsun og sjálfbæra þróun vera rauðan þráð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Við viljum að stjórnvöld, fyrirtæki og stofnanir axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á samfélagið. Til þess þarf að innleiða sjálfbærni og samfélagsábyrgð í allan rekstur. Sú hugmyndafræði mun skapa ný tækifæri og verða aflgjafi margháttaðra framfara.“ Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir vandaða stjórnarhætti, vel ígrundaðan undirbúning, gegnsæi og upplýsingamiðlun einkenna ábyrga fjárfestingar í anda sjálfbærni og heilbrigðra samfélagsþátta. „Allt er þetta í góðu samræmi við markaða stefnu og starfsemi íslenskra lífeyrissjóða.“ Frá undirrituninni á föstudag. Tómas N. Möller, formaður Festu, bætir við: „Sameiginleg viljayfirlýsing fjölda lykilaðila á íslenskum fjármálamarkaði um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar, skiptir máli því hún setur þetta mikilvæga verkefni skýrar á dagskrá. Samstillt eru stjórnvöld og fjárfestar miklu betur í stakk búinn til að mæta þeim ógnunum og virkja þau tækifæri sem felast í áskorunum um að mæta ójafnvægi í sjálfbærri þróun.“ Ákvarðanir sem hafi áhrif á líf á jörðinni Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð vera orðin hluta af viðskiptamódeli íslenskra fjármálafyrirtækja. „Þannig er sjálfbærni í auknum mæli samofin starfsemi og stefnumótun fjármálafyrirtækjanna. Þá er jafnframt gleðilegt að sjá samkeppni á þessu sviði á milli einstaka fjármálastofnana, en það mun drífa þessa þróun áfram á næstu árum.“ Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, segir viljayfirlýsinguna fela í sér mikilvægt hreyfiafl og samtakamátt, sem hún telji vera til fyrirmyndar. „Hún varpar ljósi á að við ætlum að hafa sjálfbærni sem leiðarljós í fjárfestingum, og það til langs tíma. Um allan heim er verið að taka ákvarðanir og endurskipuleggja fjármagn á þann hátt að það mun hafa áhrif á vaxtarlag, erindi og endingu fyrirtækja, kerfa og stofnana, svo ég tali nú ekki um líf á jörðinni langt inn í framtíðina." Viljayfirlýsingin hefur verið undirrituð af eftirfarandi aðilum, en hún verður áfram opin fyrir undirritun þannig að fleiri geta bæst við: Ríkisstjórn Íslands, Seðlabanki Íslands, Arion banki, Landsbankinn, Íslandsbanki, Kvika, Íslandssjóðir, Stefnir, Landsbréf, Sparisjóður Austurlands, Sparisjóður Höfðhverfinga, Sparisjóður Strandamanna, Sparisjóður Suður-Þingeyinga, TM, VÍS, Sjóvá, Vörður, Brú lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Gildi- lífeyrissjóður, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands, Lífeyrissjóður bankamanna, Lífeyrissjóður bænda, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Lífsverk lífeyrissjóður, LSR, SL lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður, Arctica Finance hf., Lánasjóður sveitarfélaga ohf., Lykill fjármögnun hf., T Plús hf., Crowberry Capital, Eyrir Venture Capital, Brunnur, Tennin, Investa, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA).Hér má nálgast viljayfirlýsinguna Hér er hægt að skrifa undir viljayfirlýsinguna
Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira