Sakar Kristófer um að leyna meiðslum Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2020 15:45 Kristófer Acox hóf síðasta keppnistímabil meiddur en hann fór í aðgerð vegna meiðsla í fæti. VÍSIR/BÁRA Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR og sjúkraþjálfari vissu að hann væri meiddur. Kristófer yfirgaf uppeldisfélag sitt KR á dögunum og gekk í raðir Vals. Félagaskiptin hafa reyndar ekki enn verið staðfest og er málið á borði aga- og úrskurðanefndar KKÍ sem tekur það fyrir í næstu viku. Í viðtali við Vísi kvaðst Kristófer eiga inni uppsöfnuð laun hjá KR, og sagði hann félagið ítrekað hafa svikist um að greiða laun á réttum tíma. Þetta hafi orðið til þess að hann yfirgaf félagið. Kristófer Acox og Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, með samninginn sem undirritaður var í júlí 2019. Páli sárna þessar fullyrðingar og hann vill meina að Kristófer hafi leynt meiðslum í fæti, sem síðan héldu honum frá keppni hluta af síðustu leiktíð, þegar hann skrifaði síðast undir samning við KR. Meiðslin megi rekja til tíma hans hjá Furman-háskólanum í Bandaríkjunum, þegar skrúfur voru festar í fótinn veturinn 2013-14 sem svo hafi færst til. Vegna þeirra hafi hann síðasta haust og aftur í sumar þurft að fara í aðgerð. „Stóra málið er að Kristófer sagði okkur KR-ingum ekki frá því hversu illa meiddur hann væri þegar hann skrifaði undir samninginn [í fyrrasumar],“ segir Páll. Kristófer hafnaði því alfarið að hafa leynt meiðslum þegar Vísir hafði samband við hann. Meiðslin munu raunar hafa plagað hann í úrslitakeppninni 2019 þegar KR landaði sjötta Íslandsmeistaratitlinum í röð, en Kristófer vonast til þess að með hvíld myndi fóturinn lagast. Kristófer sýndi blaðamanni auk þess myndir og skilaboð sem hann sendi þáverandi þjálfara KR sem og sjúkraþjálfara, í júlí 2019, áður en KR tilkynnti fjölmiðlum að Kristófer hefði skrifað undir nýjan samning. Þjálfara KR, Inga Þór Steinþórssyni, var því að minnsta kosti ljóst að Kristófer væri meiddur og þyrfti að fara í ómskoðun, og Kristófer kveðst ekki hafa vitað meira en Páll um hve alvarleg meiðslin gætu verið. „Hann hefur hjálpað KR, ekki mér“ Páll segist hafa gert ýmislegt til að styðja við Kristófer í gegnum árin, jafnvel svo að sumir hafi kallað hann fósturson sinn. „Ég ætla að tjá mig um þetta því ég er búinn að aðstoða á allan hátt þennan dreng í tíu ár. Aðstoða hann við íbúðakaup, koma honum heim frá Frakklandi, bjóða fram aðstoð við að fá lögfræðiaðstoð í Bandaríkjunum og fleira. Hann er að fást við læknamistök sem gera að verkum að hann hefur lítið getað mætt til vinnu í tvö ár, og koma KR ekkert við. Ég er bara svo gamaldags að mér finnst að menn þurfi að mæta í vinnu til að geta fengið laun,“ segir Páll. Kristófer var reyndar valinn besti leikmaður Dominos-deildarinnar 2018-19, rétt eins og árið þar áður, og hann lék 16 af 21 deildarleik síðasta vetur. Og hann gefur lítið fyrir orð Páls um persónulega aðstoð: „Hann hefur hjálpað KR, ekki mér. Ekki nema það teljist hjálp að hafa mætt með mér á fund í bankanum vegna greiðslumats til að votta að staðið yrði við greiðslur í samningi. Ég hef heldur ekki leitað mér aðstoðar lögfræðings í Bandaríkjunum vegna neins máls þar.“ Kristófer Acox varð Íslandsmeistari með KR þrjú ár í röð, 2017-19, en ekki var leikin úrslitakeppni í vor vegna kórónuveirufaraldursins.VÍSIR/DANÍEL Samkvæmt upplýsingum Vísis krefur Kristófer KR um laun upp á nokkrar milljónir króna, þó innan við fimm milljónir. Páll telur Kristófer hins vegar ekki eiga inni krónu: „Þetta snýst ekki um hvort KR geti borgað eða ekki, þetta er mun snúnara en svo. Í þessu tilfelli er þetta orðið prinsipp mál, prófmál. Leikmenn verða að kunna að vera atvinnumenn. Þeir eiga að láta vita ef þeir eru meiddir. Við treystum Kristófer en rétt hefði verið að senda hann í læknisskoðun þegar samningurinn var endurnýjaður. Hann var hins vegar búinn að segja okkur að þetta væri allt í lagi. Þegar hann skrifaði undir samninginn þá sagði hann okkur ekki sannleikann. Þetta gætu kallast vörusvik. Hann telur sig eiga að fá greitt þegar hann var fjarverandi, heima hjá sér, á Spáni, á Miami eða einhverjar staðar að leika sér. Jafna sig eftir aðgerðir vegna meiðsla sem hann hlaut á háskólaferlinum sem höfðu ekkert með okkur að gera. Hann meiddist ekki hjá okkur.“ Kristófer Acox sat fyrir í búningi Vals fyrir hálfum mánuði, þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður félagsins.mynd/@valurkarfa Páll telur að afstaða KR haldi vatni í lagalegum skilningi og segir KR ætla í skaðabótamál. „Mistökin sem KR gerir eru að hafa ekki sagt upp samningi hans þegar það kom í ljós kom hversu illa meiddur hann var,“ segir Páll. Kristófer rifti samningi sínum við KR vegna meintra vanefnda í lok ágúst síðastliðins. „Við ætlum að fara í skaðabótamál við hann fyrir riftun á samningi. Hann sendi okkur aldrei upplýsingar eða formlega kröfu um að hann ætti inni peninga hjá okkur. Þá hefur hann talað mjög svo frjálslega úti í bæ og skaðað orðspor félagsins, svo ég þarf að afsaka og leiðrétta við okkar styrktaaðila. Þetta verður bara leiðindamál fyrir hann, og í raun eigum við kröfu á hann þar sem við keyptum hann frá franska liðinu,“ segir Páll. Bítur okkur í rassinn að hafa „ofgreitt“ leikmönnum Vísir hefur rætt við fjölda leikmanna úr karla- og kvennaliðum KR sem segjast einnig hafa þurft að bíða, mislengi, eftir að fá laun sín greidd á síðustu leiktíð. Öll segjast þau hins vegar jafnframt hafa fengið sitt á endanum, nema Kristófer. Þó er reyndar einnig ágreiningur á milli KR og Hildar Bjargar Kjartansdóttur, sem fór til Vals í sumar, um laun. Páll segir vandræði með að greiða laun á réttum tíma síðasta vetur vissulega hafa verið til staðar, meðal annars vegna loforða styrktaraðila sem ekki var hægt að standa við. Það sé reyndar alþekkt að slíkt gerist í íslensku íþróttalífi. Félagið hafi alltaf getað gert upp við sitt fólk eftir úrslitakeppni, en þar sem KKÍ hafi blásið hana af vegna kórónuveirufaraldursins hafi KR hugsanlega misst af 15-20 milljónum króna. Körfuknattleiksdeild KR fékk 4,2 milljónir í bætur vegna þessa frá ríkinu í gegnum ÍSÍ fyrir skömmu. „Það er að bíta okkur í rassinn að við höfum teygt okkur mjög langt í að halda okkar leikmönnum, uppöldum KR-ingum, í félaginu. Ofgreitt þeim til þess að halda þeim. Enda höfum við yfirleitt átt flesta landsliðsmenn af öllum liðum á Íslandi. Þegar svo bjátar á, eins og hefur gerst núna vegna tekjumissis af völdum Covid, þá fara menn bara yfir lækinn þar sem peningarnir eru ennþá aðgengilegir,“ segir Páll, og sendir pillu á Val sem hefur fengið hverja kanónu á fætur annarri frá KR: „Menn fara þangað sem að fasteignapeningarnir eru því það er eina félagið sem er ennþá með trygga tekjuöflun.“ Dominos-deild karla KR Körfubolti Tengdar fréttir Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00 KR fær liðsstyrk frá Riga Karlalið KR í körfubolta hefur bætt við sig þriðja erlenda leikmanninum fyrir komandi tímabil í Dominos-deildinni. 25. september 2020 14:45 KR neitaði að skrifa undir félagaskipti Kristófers Félagaskipti Kristófers Acox frá KR í Val eru komin inn á borð aga- og úrskurðanefndar KKÍ. 24. september 2020 12:31 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR og sjúkraþjálfari vissu að hann væri meiddur. Kristófer yfirgaf uppeldisfélag sitt KR á dögunum og gekk í raðir Vals. Félagaskiptin hafa reyndar ekki enn verið staðfest og er málið á borði aga- og úrskurðanefndar KKÍ sem tekur það fyrir í næstu viku. Í viðtali við Vísi kvaðst Kristófer eiga inni uppsöfnuð laun hjá KR, og sagði hann félagið ítrekað hafa svikist um að greiða laun á réttum tíma. Þetta hafi orðið til þess að hann yfirgaf félagið. Kristófer Acox og Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, með samninginn sem undirritaður var í júlí 2019. Páli sárna þessar fullyrðingar og hann vill meina að Kristófer hafi leynt meiðslum í fæti, sem síðan héldu honum frá keppni hluta af síðustu leiktíð, þegar hann skrifaði síðast undir samning við KR. Meiðslin megi rekja til tíma hans hjá Furman-háskólanum í Bandaríkjunum, þegar skrúfur voru festar í fótinn veturinn 2013-14 sem svo hafi færst til. Vegna þeirra hafi hann síðasta haust og aftur í sumar þurft að fara í aðgerð. „Stóra málið er að Kristófer sagði okkur KR-ingum ekki frá því hversu illa meiddur hann væri þegar hann skrifaði undir samninginn [í fyrrasumar],“ segir Páll. Kristófer hafnaði því alfarið að hafa leynt meiðslum þegar Vísir hafði samband við hann. Meiðslin munu raunar hafa plagað hann í úrslitakeppninni 2019 þegar KR landaði sjötta Íslandsmeistaratitlinum í röð, en Kristófer vonast til þess að með hvíld myndi fóturinn lagast. Kristófer sýndi blaðamanni auk þess myndir og skilaboð sem hann sendi þáverandi þjálfara KR sem og sjúkraþjálfara, í júlí 2019, áður en KR tilkynnti fjölmiðlum að Kristófer hefði skrifað undir nýjan samning. Þjálfara KR, Inga Þór Steinþórssyni, var því að minnsta kosti ljóst að Kristófer væri meiddur og þyrfti að fara í ómskoðun, og Kristófer kveðst ekki hafa vitað meira en Páll um hve alvarleg meiðslin gætu verið. „Hann hefur hjálpað KR, ekki mér“ Páll segist hafa gert ýmislegt til að styðja við Kristófer í gegnum árin, jafnvel svo að sumir hafi kallað hann fósturson sinn. „Ég ætla að tjá mig um þetta því ég er búinn að aðstoða á allan hátt þennan dreng í tíu ár. Aðstoða hann við íbúðakaup, koma honum heim frá Frakklandi, bjóða fram aðstoð við að fá lögfræðiaðstoð í Bandaríkjunum og fleira. Hann er að fást við læknamistök sem gera að verkum að hann hefur lítið getað mætt til vinnu í tvö ár, og koma KR ekkert við. Ég er bara svo gamaldags að mér finnst að menn þurfi að mæta í vinnu til að geta fengið laun,“ segir Páll. Kristófer var reyndar valinn besti leikmaður Dominos-deildarinnar 2018-19, rétt eins og árið þar áður, og hann lék 16 af 21 deildarleik síðasta vetur. Og hann gefur lítið fyrir orð Páls um persónulega aðstoð: „Hann hefur hjálpað KR, ekki mér. Ekki nema það teljist hjálp að hafa mætt með mér á fund í bankanum vegna greiðslumats til að votta að staðið yrði við greiðslur í samningi. Ég hef heldur ekki leitað mér aðstoðar lögfræðings í Bandaríkjunum vegna neins máls þar.“ Kristófer Acox varð Íslandsmeistari með KR þrjú ár í röð, 2017-19, en ekki var leikin úrslitakeppni í vor vegna kórónuveirufaraldursins.VÍSIR/DANÍEL Samkvæmt upplýsingum Vísis krefur Kristófer KR um laun upp á nokkrar milljónir króna, þó innan við fimm milljónir. Páll telur Kristófer hins vegar ekki eiga inni krónu: „Þetta snýst ekki um hvort KR geti borgað eða ekki, þetta er mun snúnara en svo. Í þessu tilfelli er þetta orðið prinsipp mál, prófmál. Leikmenn verða að kunna að vera atvinnumenn. Þeir eiga að láta vita ef þeir eru meiddir. Við treystum Kristófer en rétt hefði verið að senda hann í læknisskoðun þegar samningurinn var endurnýjaður. Hann var hins vegar búinn að segja okkur að þetta væri allt í lagi. Þegar hann skrifaði undir samninginn þá sagði hann okkur ekki sannleikann. Þetta gætu kallast vörusvik. Hann telur sig eiga að fá greitt þegar hann var fjarverandi, heima hjá sér, á Spáni, á Miami eða einhverjar staðar að leika sér. Jafna sig eftir aðgerðir vegna meiðsla sem hann hlaut á háskólaferlinum sem höfðu ekkert með okkur að gera. Hann meiddist ekki hjá okkur.“ Kristófer Acox sat fyrir í búningi Vals fyrir hálfum mánuði, þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður félagsins.mynd/@valurkarfa Páll telur að afstaða KR haldi vatni í lagalegum skilningi og segir KR ætla í skaðabótamál. „Mistökin sem KR gerir eru að hafa ekki sagt upp samningi hans þegar það kom í ljós kom hversu illa meiddur hann var,“ segir Páll. Kristófer rifti samningi sínum við KR vegna meintra vanefnda í lok ágúst síðastliðins. „Við ætlum að fara í skaðabótamál við hann fyrir riftun á samningi. Hann sendi okkur aldrei upplýsingar eða formlega kröfu um að hann ætti inni peninga hjá okkur. Þá hefur hann talað mjög svo frjálslega úti í bæ og skaðað orðspor félagsins, svo ég þarf að afsaka og leiðrétta við okkar styrktaaðila. Þetta verður bara leiðindamál fyrir hann, og í raun eigum við kröfu á hann þar sem við keyptum hann frá franska liðinu,“ segir Páll. Bítur okkur í rassinn að hafa „ofgreitt“ leikmönnum Vísir hefur rætt við fjölda leikmanna úr karla- og kvennaliðum KR sem segjast einnig hafa þurft að bíða, mislengi, eftir að fá laun sín greidd á síðustu leiktíð. Öll segjast þau hins vegar jafnframt hafa fengið sitt á endanum, nema Kristófer. Þó er reyndar einnig ágreiningur á milli KR og Hildar Bjargar Kjartansdóttur, sem fór til Vals í sumar, um laun. Páll segir vandræði með að greiða laun á réttum tíma síðasta vetur vissulega hafa verið til staðar, meðal annars vegna loforða styrktaraðila sem ekki var hægt að standa við. Það sé reyndar alþekkt að slíkt gerist í íslensku íþróttalífi. Félagið hafi alltaf getað gert upp við sitt fólk eftir úrslitakeppni, en þar sem KKÍ hafi blásið hana af vegna kórónuveirufaraldursins hafi KR hugsanlega misst af 15-20 milljónum króna. Körfuknattleiksdeild KR fékk 4,2 milljónir í bætur vegna þessa frá ríkinu í gegnum ÍSÍ fyrir skömmu. „Það er að bíta okkur í rassinn að við höfum teygt okkur mjög langt í að halda okkar leikmönnum, uppöldum KR-ingum, í félaginu. Ofgreitt þeim til þess að halda þeim. Enda höfum við yfirleitt átt flesta landsliðsmenn af öllum liðum á Íslandi. Þegar svo bjátar á, eins og hefur gerst núna vegna tekjumissis af völdum Covid, þá fara menn bara yfir lækinn þar sem peningarnir eru ennþá aðgengilegir,“ segir Páll, og sendir pillu á Val sem hefur fengið hverja kanónu á fætur annarri frá KR: „Menn fara þangað sem að fasteignapeningarnir eru því það er eina félagið sem er ennþá með trygga tekjuöflun.“
Dominos-deild karla KR Körfubolti Tengdar fréttir Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00 KR fær liðsstyrk frá Riga Karlalið KR í körfubolta hefur bætt við sig þriðja erlenda leikmanninum fyrir komandi tímabil í Dominos-deildinni. 25. september 2020 14:45 KR neitaði að skrifa undir félagaskipti Kristófers Félagaskipti Kristófers Acox frá KR í Val eru komin inn á borð aga- og úrskurðanefndar KKÍ. 24. september 2020 12:31 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00
KR fær liðsstyrk frá Riga Karlalið KR í körfubolta hefur bætt við sig þriðja erlenda leikmanninum fyrir komandi tímabil í Dominos-deildinni. 25. september 2020 14:45
KR neitaði að skrifa undir félagaskipti Kristófers Félagaskipti Kristófers Acox frá KR í Val eru komin inn á borð aga- og úrskurðanefndar KKÍ. 24. september 2020 12:31