Lögregluþjónn ákærður vegna dauða Breonna Taylor Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2020 17:51 Fólk safnaðist saman við minnisvarða um Taylor í Louisville í dag. AP/Darron Cummings Fyrrverandi lögregluþjónninn Brett Hankison hefur verið ákærður vegna atlögunnar sem Breonna Taylor dó í. Hún var skotin til bana af lögregluþjónum í Louisville í Kentucky í mars. Sá sem var ákærður var ekki ákærður fyrir að hafa banað Taylor. Engir aðrir lögregluþjónar sem að málinu koma verða ákærðir en tveir aðrir lögregluþjónar hleyptu úr byssum sínum. Lögregluþjónar skutu Taylor til bana þegar þeir ruddust inn á heimili hennar 13. mars. Þeir voru að rannsaka fíkniefnamál og höfðu fengið heimild til að leita á heimili Taylor sem krafðist þess ekki að þeir bönkuðu áður en þeir létu til skarar skríða. Hún og kærasti hennar, Kenneth Walker, lágu upp í rúmi og þegar þau heyrðu lætin í lögregluþjónunum óttuðust þau að fyrrverandi kærasti Taylor væri að brjótast inn, samkvæmt Walker. Þegar hurðin að íbúðinni var brotin niður hleypti Walker af einu skoti og særði lögregluþjón. Lögregluþjónarnir hleyptu af fjölmörgum skotum og hæfðu Taylor fimm sinnum. Tuttugu mínútur liðu frá því að Taylor var skotin og þar til henni var útveguð læknishjálp. Hún lést af sárum sínum. Hankison var fyrir utan íbúðina og skaut tíu skotum inn um glugga, án þess að sjá inn um gluggann, vegna gluggatjalda. Það er í trássi við reglur lögreglunnar og var honum vikið úr starfi í kjölfarið. Þegar hann var rekinn stóð í uppsagnarbréfi hans að Hankinson hefði sýnt mikið skeytingarleysi gagnvart mannslífum en kúlur frá honum fóru í gegnum íbúð Taylor og inn í íbúð nágranna hennar. Ekkert skota hans hæfði Taylor. Sjá einnig: Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Svo kallaður Grand Jury komst að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Hankinson. Þá er hópur almennra borgara fenginn til að hlýða á málflutning saksóknara og fara yfir sönnunargögn í málinu fyrir luktum dyrum og taka ákvörðun um hvort ákæra eigi og ef svo er, hverja og fyrir hvað. Sérfræðinar höfðu, samkvæmt New York Times, dregið í efa að nokkur yrði ákærður í málinu og þá aðallega vegna þess að Walker skaut fyrstur úr byssu sinni. Dauði Taylor hefur í samblandi við dauða annarra þeldökkra manna í haldi lögreglu og annarra atvika sem komið hafa upp Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira
Fyrrverandi lögregluþjónninn Brett Hankison hefur verið ákærður vegna atlögunnar sem Breonna Taylor dó í. Hún var skotin til bana af lögregluþjónum í Louisville í Kentucky í mars. Sá sem var ákærður var ekki ákærður fyrir að hafa banað Taylor. Engir aðrir lögregluþjónar sem að málinu koma verða ákærðir en tveir aðrir lögregluþjónar hleyptu úr byssum sínum. Lögregluþjónar skutu Taylor til bana þegar þeir ruddust inn á heimili hennar 13. mars. Þeir voru að rannsaka fíkniefnamál og höfðu fengið heimild til að leita á heimili Taylor sem krafðist þess ekki að þeir bönkuðu áður en þeir létu til skarar skríða. Hún og kærasti hennar, Kenneth Walker, lágu upp í rúmi og þegar þau heyrðu lætin í lögregluþjónunum óttuðust þau að fyrrverandi kærasti Taylor væri að brjótast inn, samkvæmt Walker. Þegar hurðin að íbúðinni var brotin niður hleypti Walker af einu skoti og særði lögregluþjón. Lögregluþjónarnir hleyptu af fjölmörgum skotum og hæfðu Taylor fimm sinnum. Tuttugu mínútur liðu frá því að Taylor var skotin og þar til henni var útveguð læknishjálp. Hún lést af sárum sínum. Hankison var fyrir utan íbúðina og skaut tíu skotum inn um glugga, án þess að sjá inn um gluggann, vegna gluggatjalda. Það er í trássi við reglur lögreglunnar og var honum vikið úr starfi í kjölfarið. Þegar hann var rekinn stóð í uppsagnarbréfi hans að Hankinson hefði sýnt mikið skeytingarleysi gagnvart mannslífum en kúlur frá honum fóru í gegnum íbúð Taylor og inn í íbúð nágranna hennar. Ekkert skota hans hæfði Taylor. Sjá einnig: Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Svo kallaður Grand Jury komst að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Hankinson. Þá er hópur almennra borgara fenginn til að hlýða á málflutning saksóknara og fara yfir sönnunargögn í málinu fyrir luktum dyrum og taka ákvörðun um hvort ákæra eigi og ef svo er, hverja og fyrir hvað. Sérfræðinar höfðu, samkvæmt New York Times, dregið í efa að nokkur yrði ákærður í málinu og þá aðallega vegna þess að Walker skaut fyrstur úr byssu sinni. Dauði Taylor hefur í samblandi við dauða annarra þeldökkra manna í haldi lögreglu og annarra atvika sem komið hafa upp
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira