Stefnumót um velferð Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 22. september 2020 08:00 Hvernig við viljum sjá Velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar þróast á komandi árum og áratug er til umræðu í dag á fjölmennu málþingi þar sem saman koma yfir 300 manns, notendur, hagsmunaaðilar, fagfólk, stjórnmálafólk og starfsfólk. Þetta er liður í stefnumótun sem hófst með því að Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti að móta heildstæða velferðarstefnu fyrir Reykjavík til ársins 2030. Áskoranir í velferðarþjónustu á 21. öldinni eru margar og framundan eru miklar samfélagsbreytingar, breytingar í tækninni, í umhverfinu í kröfum til þjónustu og samfélaginu. Við þurfum því að sameinast um sýn á það hvert við viljum stefna og hvaða skref við viljum taka til að ná þangað. Gerum þetta saman Eitt af markmiðum stefnumótunarinnar er að flétta inn notendasamráð á öllum stigum og það kallar á grundvallarbreytingar í samskiptum, viðmóti og samráði við notendur og aðstandendur þeirra. Við ákváðum því að hefja stefnumótunina á því að kalla eftir sögum af velferðarþjónustu borgarinnar frá borgarbúum, skoðunum og ábendingum notenda, hagsmunaaðila og starfsmanna. Við höfum lagt ríka áherslu á að ræða við sem flesta, fá fram sjónarmið ólíkra aðila, hlusta, heyra hvað ólíkir hópar hafa að segja og nú þegar hafa yfir 700 einstaklinga og hagsmunaaðilar haft aðkomu sem er bæði gleðilegt og þakkarvert. Skýrt merki um það að velferðarþjónusta skiptir borgarbúa svo sannarlega miklu máli. Horfum til framtíðar Með allt þetta í farteskinu leggur stýrihópur um velferðarstefnu, sem ég fer fyrir, nú fram drög að stefnu sem við munum ræða og dýpka á málþinginu og það er von mín að samstað náist þó málaflokkarnir séu ólíkir og umræðuefnið víðfeðmt. Velferðarráð hefur á undanförnum árum samþykkt stefnu í flestum þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið, ss. í málefnum aldraðra, fatlaðs fólks, barnavernd, húsnæðismálum og velferðartækni. Stefnt er að því að velferðarstefnan muni rúma þessar stefnur auk þess að setja fram leiðarljós, gildi, markmið og verk- og tímaáætlun til 5-10 ára. Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hvernig við viljum sjá Velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar þróast á komandi árum og áratug er til umræðu í dag á fjölmennu málþingi þar sem saman koma yfir 300 manns, notendur, hagsmunaaðilar, fagfólk, stjórnmálafólk og starfsfólk. Þetta er liður í stefnumótun sem hófst með því að Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti að móta heildstæða velferðarstefnu fyrir Reykjavík til ársins 2030. Áskoranir í velferðarþjónustu á 21. öldinni eru margar og framundan eru miklar samfélagsbreytingar, breytingar í tækninni, í umhverfinu í kröfum til þjónustu og samfélaginu. Við þurfum því að sameinast um sýn á það hvert við viljum stefna og hvaða skref við viljum taka til að ná þangað. Gerum þetta saman Eitt af markmiðum stefnumótunarinnar er að flétta inn notendasamráð á öllum stigum og það kallar á grundvallarbreytingar í samskiptum, viðmóti og samráði við notendur og aðstandendur þeirra. Við ákváðum því að hefja stefnumótunina á því að kalla eftir sögum af velferðarþjónustu borgarinnar frá borgarbúum, skoðunum og ábendingum notenda, hagsmunaaðila og starfsmanna. Við höfum lagt ríka áherslu á að ræða við sem flesta, fá fram sjónarmið ólíkra aðila, hlusta, heyra hvað ólíkir hópar hafa að segja og nú þegar hafa yfir 700 einstaklinga og hagsmunaaðilar haft aðkomu sem er bæði gleðilegt og þakkarvert. Skýrt merki um það að velferðarþjónusta skiptir borgarbúa svo sannarlega miklu máli. Horfum til framtíðar Með allt þetta í farteskinu leggur stýrihópur um velferðarstefnu, sem ég fer fyrir, nú fram drög að stefnu sem við munum ræða og dýpka á málþinginu og það er von mín að samstað náist þó málaflokkarnir séu ólíkir og umræðuefnið víðfeðmt. Velferðarráð hefur á undanförnum árum samþykkt stefnu í flestum þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið, ss. í málefnum aldraðra, fatlaðs fólks, barnavernd, húsnæðismálum og velferðartækni. Stefnt er að því að velferðarstefnan muni rúma þessar stefnur auk þess að setja fram leiðarljós, gildi, markmið og verk- og tímaáætlun til 5-10 ára. Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar