Arnar Gunnlaugs: Klárt mál að sumir leikmenn skulda mörk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2020 23:05 Arnar Gunnlaugs á hliðarlínunni gegn ÍA þann 19. júlí en það var einmitt síðasti leikur sem Víkingur vann - í öllum keppnum. Vísir/Bára Arnar Gunnlaugsson - þjálfari Víkings Reykjavíkur í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu - var ágætlega sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við HK í Fossvogi. Arnar segir þó að það sé farið að leggjast á sálina á mönnum að ná ekki í þrjú stig. Þá telur hann að nokkrir leikmenn liðsins skuldi eins og tvö þrjú mörk áður en tímabilinu lýkur. „Já, það er helvíti langt síðan,“ sagði Arnar aðspurður hvort það væri ekki súrt að landa ekki sigri í kvöld en Víkingar hafa ekki unnið leik síðan þeir lögðu ÍA 6-2 þann 19. júlí síðastliðinn. Arnar hélt svo áfram og ræddi leik kvöldsins. „Mér fannst þetta þrælskemmtilegur leikur. Bar merki þess að bæði lið væru ekki í neinni baráttu þannig séð, hvorki á toppi deildarinnar né botni. Eitt stig gerði lítið fyrir bæði lið.“ „HK voru flottir í fyrri hálfleik, þeir pressuðu sem kom mér verulega á óvart. Held ég hafi bara ekki séð þá pressa neitt í sumar. Það sýnir mér að þeir séu búnir að ná sínu markmiðum og geti verið rólegir það sem eftir er af mótinu.“ „Bæði lið fengu flott færi í fyrri hálfleik fannst mér. Við náðum að stilla okkur aðeins af í seinni hálfleik og það vantaði ekki færin. Svo var þetta bara stöngin út, þeir fengu reyndar einhver færi líka í seinni hálfleik en þetta var mjög opinn og skemmtilegur leikur,“ sagði Arnar um leik kvöldins. Ívar Örn Jónsson – vinstri bakvörður HK – fékk sitt annað gula spjald þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og því hefði Arnar viljað sjá sitt lið sækja öll þrjú stigin. Arnar var spurður út í hvernig það væri að halda mannskapnum á tánum vitandi að það væri að litlu að keppa nema ef til vill stoltinu og að leikirnir myndu nær allir fara fram við vindasamar og votar aðstæður. „Það var reyndar fínt veður í Fossvoginum í kvöld og fínustu aðstæður,“ sagði Arnar og glotti við tönn. Hann færði sig svo yfir í alvarlegri hluti. „Það er mikilvægt fyrir okkar klúbb að skíta ekki í buxurnar núna og missa allt það góða sem við höfum unnið að síðustu 18 mánuði. Það væri mjög sorglegt og ég held að strákarnir geri sér grein fyrir því. Þeir eru búnir að eiga í basli í sumar, það verður bara að segja það eins og er. Miðverðirnir okka hafa verið að ströggla leikbönn og læti – Sölvi Geir Ottesen var frá í kvöld vegna meiðsla og Halldór Smári Sigurðsson er í sóttkví – en á móti kemur að við höfum alltaf haldið í okkar hugmyndafræði. Ég trúi því að á endanum muni það skila sér að lokum.“ „Ég hélt við værum komnir lengra á þessu tímabili en raun ber vitni en það verður að hafa það. Þá bara reynum við aftur á næsta ári. Þá verðum við að gjöra svo vel að halda áfram að gera það sem við höfum gert rétt og laga slæmu hlutina. Slæmu hlutirnir eru litlir en þegar þú ert með marga litla slæma hluti verða vandamálin mjög stór.“ Að lokum var Arnar spurður út í hvernig Víkingar ætluðu sér að fylla upp í skarð Óttars Magnúsar Karlssonar sem heldur út í atvinnumennsku eftir rúmar tvær vikur. Víkingur - ÍA, Pepsi Max deild karla. Sumar 2020. Knattspyrna, fótbolti. „Það er klárt mál að sumir leikmenn skulda mörk, það er ekkert flóknara en það og þeir vita það sjálfir. Við þurfum mörk frá fleiri leikstöðum á vellinum. Viðkomandi leikmenn vita það alveg, það vantar ekki færin. Ég veit að fólk er örugglega búið að fá ógeð af mér að tala um tölfræði en hún er ekkert voðalega flókin. Hún sýnir að við erum yfir á flestum sviðum í öllum leikjum, sama hvort það er heima eða á útivelli, á móti topp eða neðstu liðum, það skiptir engu máli. Að breyta því í sigra er mjög erfitt þessa stundina og þetta er farið að setjast á strákana. Þeir sem hafa spilað þennan leik vita að það þarf að grafa sig upp úr þessari holu, það er smá mótlæti og smá brekka. Eina leiðin til að vinna sig upp úr þessari holu er að vinna ákveðna grunnvinnu, sem við gerum í hverjum einasta leik, en hlutirnir eru ekki alveg að detta fyrir okkur,“ sagði Arnar áður en hann skaut létt á dómara deildarinnar. „Ég er ekki vanur að tala um dómarana en mér finnst þeir ekki vera í sama gæðaflokki og deildin. Það er rosalega mikið af ákvörðunum sem eru bara lélegar,“ sagði Arnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - HK 1-1 | Jafntefli í fjörugum leik Víkingar þurfa enn að bíða eftir sigri en liðið hefur ekki unnið leik síðan það lagði ÍA þann 19. júlí, liðið hefur nú leikið átta leiki án sigurs. Lokatölur í kvöld 1-1 þegar HK kom í heimsókn í Víkina. 21. september 2020 22:05 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson - þjálfari Víkings Reykjavíkur í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu - var ágætlega sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við HK í Fossvogi. Arnar segir þó að það sé farið að leggjast á sálina á mönnum að ná ekki í þrjú stig. Þá telur hann að nokkrir leikmenn liðsins skuldi eins og tvö þrjú mörk áður en tímabilinu lýkur. „Já, það er helvíti langt síðan,“ sagði Arnar aðspurður hvort það væri ekki súrt að landa ekki sigri í kvöld en Víkingar hafa ekki unnið leik síðan þeir lögðu ÍA 6-2 þann 19. júlí síðastliðinn. Arnar hélt svo áfram og ræddi leik kvöldsins. „Mér fannst þetta þrælskemmtilegur leikur. Bar merki þess að bæði lið væru ekki í neinni baráttu þannig séð, hvorki á toppi deildarinnar né botni. Eitt stig gerði lítið fyrir bæði lið.“ „HK voru flottir í fyrri hálfleik, þeir pressuðu sem kom mér verulega á óvart. Held ég hafi bara ekki séð þá pressa neitt í sumar. Það sýnir mér að þeir séu búnir að ná sínu markmiðum og geti verið rólegir það sem eftir er af mótinu.“ „Bæði lið fengu flott færi í fyrri hálfleik fannst mér. Við náðum að stilla okkur aðeins af í seinni hálfleik og það vantaði ekki færin. Svo var þetta bara stöngin út, þeir fengu reyndar einhver færi líka í seinni hálfleik en þetta var mjög opinn og skemmtilegur leikur,“ sagði Arnar um leik kvöldins. Ívar Örn Jónsson – vinstri bakvörður HK – fékk sitt annað gula spjald þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og því hefði Arnar viljað sjá sitt lið sækja öll þrjú stigin. Arnar var spurður út í hvernig það væri að halda mannskapnum á tánum vitandi að það væri að litlu að keppa nema ef til vill stoltinu og að leikirnir myndu nær allir fara fram við vindasamar og votar aðstæður. „Það var reyndar fínt veður í Fossvoginum í kvöld og fínustu aðstæður,“ sagði Arnar og glotti við tönn. Hann færði sig svo yfir í alvarlegri hluti. „Það er mikilvægt fyrir okkar klúbb að skíta ekki í buxurnar núna og missa allt það góða sem við höfum unnið að síðustu 18 mánuði. Það væri mjög sorglegt og ég held að strákarnir geri sér grein fyrir því. Þeir eru búnir að eiga í basli í sumar, það verður bara að segja það eins og er. Miðverðirnir okka hafa verið að ströggla leikbönn og læti – Sölvi Geir Ottesen var frá í kvöld vegna meiðsla og Halldór Smári Sigurðsson er í sóttkví – en á móti kemur að við höfum alltaf haldið í okkar hugmyndafræði. Ég trúi því að á endanum muni það skila sér að lokum.“ „Ég hélt við værum komnir lengra á þessu tímabili en raun ber vitni en það verður að hafa það. Þá bara reynum við aftur á næsta ári. Þá verðum við að gjöra svo vel að halda áfram að gera það sem við höfum gert rétt og laga slæmu hlutina. Slæmu hlutirnir eru litlir en þegar þú ert með marga litla slæma hluti verða vandamálin mjög stór.“ Að lokum var Arnar spurður út í hvernig Víkingar ætluðu sér að fylla upp í skarð Óttars Magnúsar Karlssonar sem heldur út í atvinnumennsku eftir rúmar tvær vikur. Víkingur - ÍA, Pepsi Max deild karla. Sumar 2020. Knattspyrna, fótbolti. „Það er klárt mál að sumir leikmenn skulda mörk, það er ekkert flóknara en það og þeir vita það sjálfir. Við þurfum mörk frá fleiri leikstöðum á vellinum. Viðkomandi leikmenn vita það alveg, það vantar ekki færin. Ég veit að fólk er örugglega búið að fá ógeð af mér að tala um tölfræði en hún er ekkert voðalega flókin. Hún sýnir að við erum yfir á flestum sviðum í öllum leikjum, sama hvort það er heima eða á útivelli, á móti topp eða neðstu liðum, það skiptir engu máli. Að breyta því í sigra er mjög erfitt þessa stundina og þetta er farið að setjast á strákana. Þeir sem hafa spilað þennan leik vita að það þarf að grafa sig upp úr þessari holu, það er smá mótlæti og smá brekka. Eina leiðin til að vinna sig upp úr þessari holu er að vinna ákveðna grunnvinnu, sem við gerum í hverjum einasta leik, en hlutirnir eru ekki alveg að detta fyrir okkur,“ sagði Arnar áður en hann skaut létt á dómara deildarinnar. „Ég er ekki vanur að tala um dómarana en mér finnst þeir ekki vera í sama gæðaflokki og deildin. Það er rosalega mikið af ákvörðunum sem eru bara lélegar,“ sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - HK 1-1 | Jafntefli í fjörugum leik Víkingar þurfa enn að bíða eftir sigri en liðið hefur ekki unnið leik síðan það lagði ÍA þann 19. júlí, liðið hefur nú leikið átta leiki án sigurs. Lokatölur í kvöld 1-1 þegar HK kom í heimsókn í Víkina. 21. september 2020 22:05 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - HK 1-1 | Jafntefli í fjörugum leik Víkingar þurfa enn að bíða eftir sigri en liðið hefur ekki unnið leik síðan það lagði ÍA þann 19. júlí, liðið hefur nú leikið átta leiki án sigurs. Lokatölur í kvöld 1-1 þegar HK kom í heimsókn í Víkina. 21. september 2020 22:05