Óskar Örn getur bætt leikjametið í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2020 12:31 Óskar Örn Hauksson í fyrri deildarleik KR og Breiðabliks. vísir/bára Ef Óskar Örn Hauksson kemur við sögu í leik Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild karla í kvöld slær hann leikjametið í efstu deild. Óskar Örn jafnaði leikjamet Birkis Kristinssonar þegar hann kom inn á sem varamaður í 1-2 tapi KR fyrir Stjörnunni um síðustu helgi. Það var 321. leikur Njarðvíkingsins í efstu deild. Hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir Grindavík 2004. Óskar Örn lék með Grindavík í þrjú ár en hefur verið hjá KR síðan 2007. Hann er bæði leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild. Óskar Örn var valinn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í fyrra þegar KR varð Íslandsmeistari. Hann hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR og fjórum sinnum bikarmeistari. Óskar Örn hefur komið við sögu í öllum tólf leikjum KR í Pepsi Max-deild karla í sumar. Hann hefur ekki misst af deildarleik síðan 2015. Þetta er þriðji leikur KR og Breiðabliks í sumar. KR vann leik liðanna í Pepsi Max-deildinni 13. júlí með þremur mörkum gegn engu. Þann 10. september sigruðu KR-ingar svo Blika, 2-4, í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikur Breiðabliks og KR hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikjahæstir í sögu efstu deildar Óskar Örn Hauksson - 321 leikur Birkir Kristinsson - 321 leikur Gunnleifur Gunnleifsson - 304 leikir Gunnar Oddsson - 294 leikir Atli Guðnason - 285 leikir Kristján Finnbogason - 268 leikir Sigurður Björgvinsson - 267 leikir Atli Viðar Björnsson - 264 leikir Baldur Sigurðsson - 261 leikur Guðmundur Steinarsson - 255 leikir Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira
Ef Óskar Örn Hauksson kemur við sögu í leik Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild karla í kvöld slær hann leikjametið í efstu deild. Óskar Örn jafnaði leikjamet Birkis Kristinssonar þegar hann kom inn á sem varamaður í 1-2 tapi KR fyrir Stjörnunni um síðustu helgi. Það var 321. leikur Njarðvíkingsins í efstu deild. Hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir Grindavík 2004. Óskar Örn lék með Grindavík í þrjú ár en hefur verið hjá KR síðan 2007. Hann er bæði leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild. Óskar Örn var valinn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í fyrra þegar KR varð Íslandsmeistari. Hann hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR og fjórum sinnum bikarmeistari. Óskar Örn hefur komið við sögu í öllum tólf leikjum KR í Pepsi Max-deild karla í sumar. Hann hefur ekki misst af deildarleik síðan 2015. Þetta er þriðji leikur KR og Breiðabliks í sumar. KR vann leik liðanna í Pepsi Max-deildinni 13. júlí með þremur mörkum gegn engu. Þann 10. september sigruðu KR-ingar svo Blika, 2-4, í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikur Breiðabliks og KR hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikjahæstir í sögu efstu deildar Óskar Örn Hauksson - 321 leikur Birkir Kristinsson - 321 leikur Gunnleifur Gunnleifsson - 304 leikir Gunnar Oddsson - 294 leikir Atli Guðnason - 285 leikir Kristján Finnbogason - 268 leikir Sigurður Björgvinsson - 267 leikir Atli Viðar Björnsson - 264 leikir Baldur Sigurðsson - 261 leikur Guðmundur Steinarsson - 255 leikir
Óskar Örn Hauksson - 321 leikur Birkir Kristinsson - 321 leikur Gunnleifur Gunnleifsson - 304 leikir Gunnar Oddsson - 294 leikir Atli Guðnason - 285 leikir Kristján Finnbogason - 268 leikir Sigurður Björgvinsson - 267 leikir Atli Viðar Björnsson - 264 leikir Baldur Sigurðsson - 261 leikur Guðmundur Steinarsson - 255 leikir
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira