Vonbrigði fyrir Ballarin að „drífa ekki alla leið“ Sylvía Hall skrifar 19. september 2020 22:30 Michelle Ballarin var með fjólubláan varalit þegar hún kom til landsins á sínum tíma í þeim tilgangi að endurvekja WOW air. Vísir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem hefur aðstoðað bandaríska fjárfestinn Michelle Ballarin hér á landi, segir hana hafa áhuga á að vera í viðskiptum hér á landi á komandi árum. Það hafi verið mikil vonbrigði fyrir hana að „drífa ekki alla leið með Icelandair-verkefnið“. Greint var frá því fyrr í vikunni að Ballarin hefði gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair og hermdu heimildir fréttastofu að tilboðið hljóðaði upp á sjö milljarða króna. Þá var greint frá því í gær að stjórn Icelandair hafi hafnað tilboði sem nam sömu upphæð. Hefur fréttastofa heimildir fyrir því að það hafi einmitt verið tilboð Ballarin sem stjórn félagsins hafnaði. „Michelle hefur af ýmsum ástæðum og í langan tíma haft áhuga á Íslandi. Hún kynntist Íslandi vel í aðdraganda þess að hún keypti vörumerki WOW. Hana langar að vera hérna einhvers staðar í viðskiptum á komandi árum,“ segir Gunnar Steinn í samtali við Vísi. Hann geti þó ekki tjáð sig um hvort hún hafi áhuga á einhverju öðru en flugrekstri. Þrátt fyrir að gengið sé út frá því að tilboðið sem stjórn Icelandair hafnaði sé komið frá Ballarin hefur það ekki verið tilkynnt formlega að sögn Páls Ágústs Ólafssonar, lögmanns Ballarin. „Við höfum ekkert heyrt, hvorki frá félaginu né bönkunum.“ Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist á fimmtudag.Vísir/Vilhelm Forgangsmál að koma WOW air aftur í loftið Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi. Hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Páll Ágúst segir allt kapp lagt á það að koma WOW air aftur í loftið, en ár er liðið frá því að Michelle hélt blaðamannafund á Hótel Sögu þar sem hún kynnti áform sín um endurreisn félagsins. Að sögn Páls er markmiðið enn að bjóða upp á farþega- og fraktflug en hann útilokar ekki að Ballarin ráðist í frekari fjárfestingar hér á landi. „Við erum að sjálfsögðu opin fyrir því ef það koma upp spennandi tækifæri, þá að sjálfsögðu skoðum við það. Fyrst og fremst erum við að vinna að því statt og stöðugt að koma WOW aftur í loftið, þó að tímar séu krefjandi,“ segir Páll. Faraldur kórónuveirunnar hefur sett strik í reikninginn hjá flugfélögum víða um heim, enda fáir á faraldsfæti þegar faraldurinn er í vexti nær allsstaðar í heiminum. Þrátt fyrir það megi landsmenn búast við því að sjá fjólubláa vörumerkið á ný í framtíðinni. „Það eru ekki kjöraðstæður, en það breytir því ekki að við ætlum með WOW aftur í loftið.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21 Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut væntanlega sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45 „Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem hefur aðstoðað bandaríska fjárfestinn Michelle Ballarin hér á landi, segir hana hafa áhuga á að vera í viðskiptum hér á landi á komandi árum. Það hafi verið mikil vonbrigði fyrir hana að „drífa ekki alla leið með Icelandair-verkefnið“. Greint var frá því fyrr í vikunni að Ballarin hefði gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair og hermdu heimildir fréttastofu að tilboðið hljóðaði upp á sjö milljarða króna. Þá var greint frá því í gær að stjórn Icelandair hafi hafnað tilboði sem nam sömu upphæð. Hefur fréttastofa heimildir fyrir því að það hafi einmitt verið tilboð Ballarin sem stjórn félagsins hafnaði. „Michelle hefur af ýmsum ástæðum og í langan tíma haft áhuga á Íslandi. Hún kynntist Íslandi vel í aðdraganda þess að hún keypti vörumerki WOW. Hana langar að vera hérna einhvers staðar í viðskiptum á komandi árum,“ segir Gunnar Steinn í samtali við Vísi. Hann geti þó ekki tjáð sig um hvort hún hafi áhuga á einhverju öðru en flugrekstri. Þrátt fyrir að gengið sé út frá því að tilboðið sem stjórn Icelandair hafnaði sé komið frá Ballarin hefur það ekki verið tilkynnt formlega að sögn Páls Ágústs Ólafssonar, lögmanns Ballarin. „Við höfum ekkert heyrt, hvorki frá félaginu né bönkunum.“ Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist á fimmtudag.Vísir/Vilhelm Forgangsmál að koma WOW air aftur í loftið Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi. Hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Páll Ágúst segir allt kapp lagt á það að koma WOW air aftur í loftið, en ár er liðið frá því að Michelle hélt blaðamannafund á Hótel Sögu þar sem hún kynnti áform sín um endurreisn félagsins. Að sögn Páls er markmiðið enn að bjóða upp á farþega- og fraktflug en hann útilokar ekki að Ballarin ráðist í frekari fjárfestingar hér á landi. „Við erum að sjálfsögðu opin fyrir því ef það koma upp spennandi tækifæri, þá að sjálfsögðu skoðum við það. Fyrst og fremst erum við að vinna að því statt og stöðugt að koma WOW aftur í loftið, þó að tímar séu krefjandi,“ segir Páll. Faraldur kórónuveirunnar hefur sett strik í reikninginn hjá flugfélögum víða um heim, enda fáir á faraldsfæti þegar faraldurinn er í vexti nær allsstaðar í heiminum. Þrátt fyrir það megi landsmenn búast við því að sjá fjólubláa vörumerkið á ný í framtíðinni. „Það eru ekki kjöraðstæður, en það breytir því ekki að við ætlum með WOW aftur í loftið.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21 Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut væntanlega sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45 „Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21
Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut væntanlega sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45
„Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51