Arnór Ingvi á skotskónum er Malmö fór áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2020 21:25 Arnór Ingvi (í miðjunni) fagnar með liðsfélögum sínum eftir að hafa tryggt sigur kvöldsins. Vísir/Malmö Arnar Ingvi Traustason var á skotskónum er sænska liðið Malmö komst áfram í undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Axel Óskar Óskarsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Willum Þór Willumsson máttu allir þola tap og eru úr leik. Arnór Ingvi hóf leikinn gegn Budapest Honvéd á varamannabekknum en nýtti heldur betur þær mínútur sem hann fékk. Ola Toivonen hafði komið Malmö yfir undir lok fyrri hálfleiks og var staðan enn 1-0 Malmö í vil þegar Arnór Ingvi kom inn af bekknum á 79. mínútu leiksins. Aðeins sjö mínútum síðar skoraði Arnór og gulltryggði þar með sigur Malmö sem og farseðilinn í næstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. 86' MÅÅÅÅL! Arnór Traustason gör förlösande 2-0! #HONMFF | 0 2 pic.twitter.com/8gTVyBaba7— Malmö FF (@Malmo_FF) September 17, 2020 Miðvörðurinn Axel Óskar Óskarsson var í byrjunarliði norska liðsins Viking FK sem mátti þola 2-0 tap gegn Aberdeen á heimavelli. Axel Óskar var tekinn af velli þegar tæpt korter var til leiksloka og Viking reyndi að sækja jöfnunarmark. Það gekk ekki betur en svo að Skotarnir skoruðu tveimur mínútum síðar og tryggðu sér 0-2 útisigur. Axel Óskar var ekki eini Íslendingurinn sem átti erfitt uppdráttar í dag. Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði danska liðsins AGF sem sótti Mura heim til Slóveníu. Jón Dagur var í byrjunarliði AGF og lék 75 mínútur í 3-0 tapi. Þá lék Willum Þór Willumsson allan leikinn með BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi sem tapaði 2-0 fyrir CSKA Sofia í Búlgaríu. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00 Svekkjandi tap og KR úr leik í Evrópu KR er úr leik í Evrópu þetta árið eftir grátlegt 2-1 tap í Tallinn í Eistlandi. 17. september 2020 18:30 Rúnar úr leik og Ísland færist enn neðar Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana eru úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir tap á heimavelli gegn Buducnost frá Svartfjallalandi, 1-0. Tapið gerir íslenskum félagsliðum erfitt fyrir. 17. september 2020 16:32 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Arnar Ingvi Traustason var á skotskónum er sænska liðið Malmö komst áfram í undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Axel Óskar Óskarsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Willum Þór Willumsson máttu allir þola tap og eru úr leik. Arnór Ingvi hóf leikinn gegn Budapest Honvéd á varamannabekknum en nýtti heldur betur þær mínútur sem hann fékk. Ola Toivonen hafði komið Malmö yfir undir lok fyrri hálfleiks og var staðan enn 1-0 Malmö í vil þegar Arnór Ingvi kom inn af bekknum á 79. mínútu leiksins. Aðeins sjö mínútum síðar skoraði Arnór og gulltryggði þar með sigur Malmö sem og farseðilinn í næstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. 86' MÅÅÅÅL! Arnór Traustason gör förlösande 2-0! #HONMFF | 0 2 pic.twitter.com/8gTVyBaba7— Malmö FF (@Malmo_FF) September 17, 2020 Miðvörðurinn Axel Óskar Óskarsson var í byrjunarliði norska liðsins Viking FK sem mátti þola 2-0 tap gegn Aberdeen á heimavelli. Axel Óskar var tekinn af velli þegar tæpt korter var til leiksloka og Viking reyndi að sækja jöfnunarmark. Það gekk ekki betur en svo að Skotarnir skoruðu tveimur mínútum síðar og tryggðu sér 0-2 útisigur. Axel Óskar var ekki eini Íslendingurinn sem átti erfitt uppdráttar í dag. Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði danska liðsins AGF sem sótti Mura heim til Slóveníu. Jón Dagur var í byrjunarliði AGF og lék 75 mínútur í 3-0 tapi. Þá lék Willum Þór Willumsson allan leikinn með BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi sem tapaði 2-0 fyrir CSKA Sofia í Búlgaríu.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00 Svekkjandi tap og KR úr leik í Evrópu KR er úr leik í Evrópu þetta árið eftir grátlegt 2-1 tap í Tallinn í Eistlandi. 17. september 2020 18:30 Rúnar úr leik og Ísland færist enn neðar Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana eru úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir tap á heimavelli gegn Buducnost frá Svartfjallalandi, 1-0. Tapið gerir íslenskum félagsliðum erfitt fyrir. 17. september 2020 16:32 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00
Svekkjandi tap og KR úr leik í Evrópu KR er úr leik í Evrópu þetta árið eftir grátlegt 2-1 tap í Tallinn í Eistlandi. 17. september 2020 18:30
Rúnar úr leik og Ísland færist enn neðar Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana eru úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir tap á heimavelli gegn Buducnost frá Svartfjallalandi, 1-0. Tapið gerir íslenskum félagsliðum erfitt fyrir. 17. september 2020 16:32