Íslenski boltinn

Leik­­maður ÍA jós fúk­yrðum yfir dómara á sam­fé­lags­miðli eftir svekkjandi tap

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar Már Guðjónsson, reyndasti leikmaður ÍA.
Arnar Már Guðjónsson, reyndasti leikmaður ÍA. vísir/daníel þór

Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, kallaði dómara leiks Skagamanna og Val öllum í kvöld illum nöfnum á Twitter eftir að leik lauk. Arnar Már hefur verið að glíma við meiðsli í sumar og hefur ekkert leikið með ÍA á tímabilinu.

Hann lét það þó ekki stöðva sig í kvöld er hann fór á samfélagsmiðilinn Twitter og lét reiði í sína í ljós. Hér að neðan má sjá ummæli Arnars sem verður eflaust skoðuð af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands.

Færslan hefur nú verið fjarlægð en hér að neðan má sjá skjáskot af henni.

Arnar lét ófögur orð falla um Guðmund Ársæl, dómara leiks íA og Vals.Skjáskot/Twitter

Guðmundur Ársæll Guðmundsson var dómari leiksins og virtist missa af augljósri hendi á Rasmus Christiansen, miðvörð Vals, í stöðunni 3-2 fyrir Val. Gestirnir frá Hlíðarenda höfðu komist í 3-0 og virtust búnir að sigla þremur stigum heim er ÍA kom óvænt til baka og skoraði tvívegis. Þeir hefðu svo átt að fá víti að mati allra á vellinum nema Guðmunds Ársæls. 

Þá ku aðstoðardómari hans hafa látið hann vita að um vítaspyrnu væri að ræða.

„Fyrirgjöf frá Brynjari sem Rasmus virðist hreinlega skutla sér á og verja boltann með hendinni. Guðmundur Ársæll flautar ekki neitt og varamannabekkur Skagamanna er gjörsamlega BRJÁLÐAUR,“ segir í textalýsingu Atla Arasonar sem var á leiknum fyrir Vísi. 

Hér má sjá atvikið.

Eftir þetta skoruðu Valsmenn fjórða markið og unnu því 4-2 sigur. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×