Íslenski boltinn

Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Hrafn var ekki sáttur með tapið gegn Valsmönnum í kvöld.
Tryggvi Hrafn var ekki sáttur með tapið gegn Valsmönnum í kvöld. vísir/bára

Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik.

„Vonbrigði að tapa. Vonbrigði með frammistöðu okkar, að gefa þeim mörk. Við vorum mjög góðir í lok leiks, þeir sem komu inn á stóðu sig vel. Við hefðum átt að fá tækifæri að jafna í lokin þegar við áttum að fá víti,“ sagði Tryggvi í viðtali eftir leik.

Tryggvi var ánægður með leikinn framan af en mörkin sem ÍA gaf Val voru óásættanleg.

„Við héldum fínu shape-i í dag en við gefum þeim samt tvö mörk og það er erfitt að koma til baka gegn Val þegar maður gefur þeim mörk,“ bætti Tryggvi við.

Það ætlaði allt að fara á annan enda á 90. mínútu leiksins þegar boltinn virðist fara í höndina á Rasmus Christiansen og allt skagaliðið gjörsamlega trompaðist þegar Guðmundur Ársæll, dómari leiksins, ætlaði ekki að dæma vítaspyrnu.

„Miðað við það sem ég sé þá er náttúrulega bara brandari að hann hafi ekki flautað. Hann [Rasmus] skutlar sér niður og ver boltann með höndinni. Línuvörðurinn segir í eyrnatækið að þetta sé víti en Guðmundur Ársæll virðist hunsa það. Ég veit ekki hvað Guðmundur er að gera þarna en þetta er bara djók,“ sagði Tryggvi virkilega pirraður.

Framtíð Tryggva Hrafns og hvar hún liggur hefur verið mikið í umræðunni á flestum miðlum undanfarið. Aðspurður um framhaldið sagði Tryggvi:

„Ég mun klára tímabilið með ÍA. Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það.“

ÍA leikur næst við Gróttu á Sunnudag. Tryggvi hefur ekki áhyggjur að erfitt verði að gíra sig upp í þann leik eftir tapið í dag.

„Við verðum bara að nýta það hvernig við enduðum leikin hérna í dag og taka það með okkur inn í næsta leik um helgina,“ sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×