Svekkjandi tap og KR úr leik í Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2020 18:30 KR er úr leik í Evrópu þetta árið. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar fóru fýluferð til Eistlands í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þrátt fyrir að betri frá upphafi til enda þá töpuðu Íslandsmeistararnir 2-1 gegn Floria Tallinn – toppliðinu í Eistlandi - og Evrópuævintýrum þeirra því lokið í sumar. Finnur Orri Margeirsson meiddist strax á 6. mínútu og í hans stað kom Pablo Punyed. El-Salvadorinn var ekki alveg í takt við leikinn eftir að hafa komið inn á og missti boltann skömmu síðar. Upp úr því kom fyrsta mark leiksins en það gerði Rauno Sappinen fyrir Floria Tallinn. Eftir það settu KR-ingar mikið púður í að jafna metin og tókst það en markið dæmt af vegna rangstöðu. Endursýningar sýndu að um kolrangan dóm var að ræða. Það var svo á 36. mínútu sem heimamenn tvöfölduðu forystu sína þökk sé marki Michael Lilander en hann átti þá skot af löngu færi sem fór fram hjá Beiti Ólafssyni í marki KR. Staðan 2-0 í hálfleik. Verkefni KR-inga varð enn erfiðara þegar Ægir Jarl Jónasson fékk sitt annað gula spjald á 58. mínútu fyrir litlar sakir. Tíu leikmönnum KR tókst þó að minnka muninn á 74. mínútu þegar Kristján Flóki Finnbogason skallaði knöttinn í netið Í kjölfarið gáfu KR-ingar allt sem þeir áttu og mögulega hefði Stefán Árni Geirsson átt að jafna metin í uppbótartíma þegar hann skallaði fyrirgjöf Kristins Jónssonar yfir. Algjört dauðafæri en Stefán Árni með mann í bakinu og færið mögulega erfiðara en það virtist í fyrstu sýn. Lokatölur 2-1 og gríðarlega svekkjandi tap KR-inga í Eistlandi staðreynd. Þar með missir Ísland eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnum. Mun það taka gildi sumarið 2022. Þá verður búið að setja upp nýja Evrópukeppni,Sambandsdeild [e. Conference League]. Fótbolti Evrópudeild UEFA KR Tengdar fréttir Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00 Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
KR-ingar fóru fýluferð til Eistlands í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þrátt fyrir að betri frá upphafi til enda þá töpuðu Íslandsmeistararnir 2-1 gegn Floria Tallinn – toppliðinu í Eistlandi - og Evrópuævintýrum þeirra því lokið í sumar. Finnur Orri Margeirsson meiddist strax á 6. mínútu og í hans stað kom Pablo Punyed. El-Salvadorinn var ekki alveg í takt við leikinn eftir að hafa komið inn á og missti boltann skömmu síðar. Upp úr því kom fyrsta mark leiksins en það gerði Rauno Sappinen fyrir Floria Tallinn. Eftir það settu KR-ingar mikið púður í að jafna metin og tókst það en markið dæmt af vegna rangstöðu. Endursýningar sýndu að um kolrangan dóm var að ræða. Það var svo á 36. mínútu sem heimamenn tvöfölduðu forystu sína þökk sé marki Michael Lilander en hann átti þá skot af löngu færi sem fór fram hjá Beiti Ólafssyni í marki KR. Staðan 2-0 í hálfleik. Verkefni KR-inga varð enn erfiðara þegar Ægir Jarl Jónasson fékk sitt annað gula spjald á 58. mínútu fyrir litlar sakir. Tíu leikmönnum KR tókst þó að minnka muninn á 74. mínútu þegar Kristján Flóki Finnbogason skallaði knöttinn í netið Í kjölfarið gáfu KR-ingar allt sem þeir áttu og mögulega hefði Stefán Árni Geirsson átt að jafna metin í uppbótartíma þegar hann skallaði fyrirgjöf Kristins Jónssonar yfir. Algjört dauðafæri en Stefán Árni með mann í bakinu og færið mögulega erfiðara en það virtist í fyrstu sýn. Lokatölur 2-1 og gríðarlega svekkjandi tap KR-inga í Eistlandi staðreynd. Þar með missir Ísland eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnum. Mun það taka gildi sumarið 2022. Þá verður búið að setja upp nýja Evrópukeppni,Sambandsdeild [e. Conference League].
Fótbolti Evrópudeild UEFA KR Tengdar fréttir Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00 Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00
Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30