#Hvar eru staðreyndirnar? Veronika Steinunn Magnúsdóttir skrifar 17. september 2020 09:00 Undanfarið hefur borið á umræðu um nýja stjórnarskrá, eða öllu heldur tiltekna stjórnarskrá, sem margir berjast nú fyrir að taki gildi. Það er í fínu lagi að ræða um breytingar á stjórnarskránni enda er margt í henni sem mætti uppfæra. Það er hins vegar nauðsynlegt að við höldum staðreyndum á lofti og byggjum ekki málflutning á staðhæfingum sem eru einfaldlega rangar. Það þarf enga sérfræðiþekkingu til þess að þekkja íslensku stjórnarskrána - hún er raunar holl lesning fyrir alla sem vilja láta sig samfélagsmál varða. Við lestur hennar er hægt að komast að mikilvægu atriði, sem virðist hafa orðið undir í umræðunni, að stjórnarskránni verður verður einungis breytt samkvæmt 79.grein hennar. En hvað þýðir það? 79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki … 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi] 1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög. Með öðrum orðum þarf að uppfylla þessi fjögur skilyrði, til þess að Stjórnarskrá Íslands verði breytt: Alþingi þarf að samþykkja stjórnarskrárbreytingar (frumvarp til stjórnskipunarlaga) Þing er rofið og Alþingiskosningar boðaðar Þjóðin kýs í Alþingiskosningum Nýtt þing tekur til starfa og samþykkir stjórnarskrárbreytingarnar Og það er ástæða fyrir þessu öllu saman. Tökum dæmi. Segjum sem svo, að hægt væri að breyta stjórnarskránni með því að samþykkja frumvarp til stjórnskipunarlaga einu sinni - það væri tiltölulega auðvelt, ekkert þingrof og engar málalengingar. Þá stæði ekkert í vegi fyrir því að ríkisstjórn gæti til dæmis lagt fram frumvarp þess efnis að kjörtímabil ríkisstjórnarinnar yrði framlengt um óhóflegan tíma, eins og um 5 til 10 ár. Okkar núgildandi stjórnarskrá kemur sem betur fer í veg fyrir að þessar miður skemmtilegu aðstæður gætu nokkurn tímann skapast. Við höfum nefnilega samþykkt eina leið til þess að breyta stjórnarskránni og hún er lögfest í 79. grein stjórnarskrárinnar. Aðrar leiðir teljast einfaldlega ekki með - það stendur svart á hvítu í okkar eigin stjórnarskrá, sem við settum okkur sjálf. 31% er ekki öll þjóðin Hin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla árið 2012 telst ekki með. Það að 66,9% þeirra sem kusu hafi samþykkt að hin nýja stjórnarskrá yrði lögð til grundvallar breytinga á stjórnarskrá, telst ekki með. Þessar tillögur voru í raun samþykktar af 31% kosningabærra manna. Það getur varla rímað við þær yfirlýsingar sem heyrst hafa víða, um að þjóðin hafi lagt blessun sína yfir plaggið. Kjörsóknin var einungis 48,9% en til samanburðar er kjörsókn í Alþingiskosningum almennt á bilinu 80 til 90% - munurinn er þónokkur, svo ekki meira sé sagt. Svör við þessum dræmu undirtektum við þessa tilteknu stjórnarskrá eru bágborin og meintu tómlæti kjósenda, að hafa ekki mætt á kjörstað, kennt um. Að mínum dómi eru það ekki nógu sterk rök til þess að hrófla við grundvallarlögum okkar réttarkerfis. Hvers vegna er 79. greinin mikilvæg? Vegna þess að hún tryggir aðkomu þjóðarinnar að stjórnarskrárbreytingum á traustan hátt, enda sprettur valdið upp hjá þjóðinni sjálfri. Að lokum má þess geta að stjórnarskráin er nú þegar í endurskoðun og hefur þegar fyrsti liður þeirrar endurskoðunar verið birtur á vef Samráðsgáttar. Þar eru lagðar til breytingar á fyrstu tveimur köflum stjórnarskrárinnar og hvet ég alla sem láta sig málið varða að kynna sér þær tillögur og taka efnislega afstöðu til þeirra. Tölum um stjórnarskrána en #hvar eru staðreyndirnar? Höfum þær með. Höfundur er laganemi og formaður Heimdallar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur borið á umræðu um nýja stjórnarskrá, eða öllu heldur tiltekna stjórnarskrá, sem margir berjast nú fyrir að taki gildi. Það er í fínu lagi að ræða um breytingar á stjórnarskránni enda er margt í henni sem mætti uppfæra. Það er hins vegar nauðsynlegt að við höldum staðreyndum á lofti og byggjum ekki málflutning á staðhæfingum sem eru einfaldlega rangar. Það þarf enga sérfræðiþekkingu til þess að þekkja íslensku stjórnarskrána - hún er raunar holl lesning fyrir alla sem vilja láta sig samfélagsmál varða. Við lestur hennar er hægt að komast að mikilvægu atriði, sem virðist hafa orðið undir í umræðunni, að stjórnarskránni verður verður einungis breytt samkvæmt 79.grein hennar. En hvað þýðir það? 79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki … 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi] 1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög. Með öðrum orðum þarf að uppfylla þessi fjögur skilyrði, til þess að Stjórnarskrá Íslands verði breytt: Alþingi þarf að samþykkja stjórnarskrárbreytingar (frumvarp til stjórnskipunarlaga) Þing er rofið og Alþingiskosningar boðaðar Þjóðin kýs í Alþingiskosningum Nýtt þing tekur til starfa og samþykkir stjórnarskrárbreytingarnar Og það er ástæða fyrir þessu öllu saman. Tökum dæmi. Segjum sem svo, að hægt væri að breyta stjórnarskránni með því að samþykkja frumvarp til stjórnskipunarlaga einu sinni - það væri tiltölulega auðvelt, ekkert þingrof og engar málalengingar. Þá stæði ekkert í vegi fyrir því að ríkisstjórn gæti til dæmis lagt fram frumvarp þess efnis að kjörtímabil ríkisstjórnarinnar yrði framlengt um óhóflegan tíma, eins og um 5 til 10 ár. Okkar núgildandi stjórnarskrá kemur sem betur fer í veg fyrir að þessar miður skemmtilegu aðstæður gætu nokkurn tímann skapast. Við höfum nefnilega samþykkt eina leið til þess að breyta stjórnarskránni og hún er lögfest í 79. grein stjórnarskrárinnar. Aðrar leiðir teljast einfaldlega ekki með - það stendur svart á hvítu í okkar eigin stjórnarskrá, sem við settum okkur sjálf. 31% er ekki öll þjóðin Hin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla árið 2012 telst ekki með. Það að 66,9% þeirra sem kusu hafi samþykkt að hin nýja stjórnarskrá yrði lögð til grundvallar breytinga á stjórnarskrá, telst ekki með. Þessar tillögur voru í raun samþykktar af 31% kosningabærra manna. Það getur varla rímað við þær yfirlýsingar sem heyrst hafa víða, um að þjóðin hafi lagt blessun sína yfir plaggið. Kjörsóknin var einungis 48,9% en til samanburðar er kjörsókn í Alþingiskosningum almennt á bilinu 80 til 90% - munurinn er þónokkur, svo ekki meira sé sagt. Svör við þessum dræmu undirtektum við þessa tilteknu stjórnarskrá eru bágborin og meintu tómlæti kjósenda, að hafa ekki mætt á kjörstað, kennt um. Að mínum dómi eru það ekki nógu sterk rök til þess að hrófla við grundvallarlögum okkar réttarkerfis. Hvers vegna er 79. greinin mikilvæg? Vegna þess að hún tryggir aðkomu þjóðarinnar að stjórnarskrárbreytingum á traustan hátt, enda sprettur valdið upp hjá þjóðinni sjálfri. Að lokum má þess geta að stjórnarskráin er nú þegar í endurskoðun og hefur þegar fyrsti liður þeirrar endurskoðunar verið birtur á vef Samráðsgáttar. Þar eru lagðar til breytingar á fyrstu tveimur köflum stjórnarskrárinnar og hvet ég alla sem láta sig málið varða að kynna sér þær tillögur og taka efnislega afstöðu til þeirra. Tölum um stjórnarskrána en #hvar eru staðreyndirnar? Höfum þær með. Höfundur er laganemi og formaður Heimdallar.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun