Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2020 15:43 Maduro forseti er ekki aðeins sagður hafa vitað af glæpum öryggissveita heldur hafa gefið skipanir um þá. Vísir/EPA Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn sósíalistans Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. Vísar þeir til morða, pyntinga, ofbeldis og mannshvarfa sem eiga sér stað í Suður-Ameríkulandinu. Öryggissveitir í Venesúela hafa beitt stjórnarandstæðinga og almenna borgara kerfisbundnu ofbeldi, þar á meðal pyntingum, frá árinu 2014. Í skýrslu rannsóknarnefndar mannréttindaráðsins sem kom út í dag segir að markmið þess hafi verið að bæla niður andóf. Maduro og innanríkis- og varnarmálaráðherrar hans hafi ekki aðeins vitað af þeim glæpum heldur hafi þeir gefið skipanir, samhæft aðgerðir og séð öryggissveitunum fyrir búnaði til að fremja þá, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fjarri því að vera einangraðir verknaðir voru þessir glæpir samhæfðir og framdir í samræmi við stefnu ríkisins með vitun eða beinum stuðningi yfirmanna og háttsettra embættismanna ríkisstjórnarinnar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Jorge Valero, sendiherra Venesúela hjá Sameinuðu þjóðunum, afskrifaði rannsóknina sem „fjandsamlega aðgerð“ sem væri liður í herferð Bandaríkjastjórnar í fyrra. Bönnuðu stjórnvöld í Caracas rannsakendum Sameinuðu þjóðanna að koma til landsins. Á fimmta tug einstaklinga nafngreindur Rannsakendurnir segja að öryggissveitir hafi iðulega komið vopnum fyrir á svæðum þar sem íbúar voru taldir hliðhollir stjórnarandstöðunni. Fulltrúar öryggissveita hafi síðan verið sendir þangað og þeir skotið fólk af stuttu færi, handtekið það, pyntað og drepið. Í skýrslunni eru 45 einstaklingar sem eru taldir hafa bein tengsl við ofbeldið nefndir með nafni. Hvetja skýrsluhöfundar til þess að stjórnvöld í Venesúela dragi þá til ábyrgða og komi í veg fyrir frekari brot. Venesúela Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn sósíalistans Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. Vísar þeir til morða, pyntinga, ofbeldis og mannshvarfa sem eiga sér stað í Suður-Ameríkulandinu. Öryggissveitir í Venesúela hafa beitt stjórnarandstæðinga og almenna borgara kerfisbundnu ofbeldi, þar á meðal pyntingum, frá árinu 2014. Í skýrslu rannsóknarnefndar mannréttindaráðsins sem kom út í dag segir að markmið þess hafi verið að bæla niður andóf. Maduro og innanríkis- og varnarmálaráðherrar hans hafi ekki aðeins vitað af þeim glæpum heldur hafi þeir gefið skipanir, samhæft aðgerðir og séð öryggissveitunum fyrir búnaði til að fremja þá, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fjarri því að vera einangraðir verknaðir voru þessir glæpir samhæfðir og framdir í samræmi við stefnu ríkisins með vitun eða beinum stuðningi yfirmanna og háttsettra embættismanna ríkisstjórnarinnar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Jorge Valero, sendiherra Venesúela hjá Sameinuðu þjóðunum, afskrifaði rannsóknina sem „fjandsamlega aðgerð“ sem væri liður í herferð Bandaríkjastjórnar í fyrra. Bönnuðu stjórnvöld í Caracas rannsakendum Sameinuðu þjóðanna að koma til landsins. Á fimmta tug einstaklinga nafngreindur Rannsakendurnir segja að öryggissveitir hafi iðulega komið vopnum fyrir á svæðum þar sem íbúar voru taldir hliðhollir stjórnarandstöðunni. Fulltrúar öryggissveita hafi síðan verið sendir þangað og þeir skotið fólk af stuttu færi, handtekið það, pyntað og drepið. Í skýrslunni eru 45 einstaklingar sem eru taldir hafa bein tengsl við ofbeldið nefndir með nafni. Hvetja skýrsluhöfundar til þess að stjórnvöld í Venesúela dragi þá til ábyrgða og komi í veg fyrir frekari brot.
Venesúela Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03