Fótbolti

Higuain mættur til Beckham og félaga í Miami

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hinn 32 ára gamli Higuain hefur átt farsælan feril.
Hinn 32 ára gamli Higuain hefur átt farsælan feril. vísir/gettyi

Gonzalo Higuain er við það að ganga til liðs við bandaríska úrvalsdeildarliðið Inter Miami en hann er mættur til Miami eftir að hafa fengið sig lausan undan samningi við ítalska stórveldið Juventus.

Inter Miami er stofnað af Manchester United goðsögninni David Beckham og er að taka þátt í MLS deildinni í fyrsta sinn í ár.

Higuain skoraði 66 mörk í 149 leikjum fyrir Juventus en var ekki í lykilhlutverki hjá liðinu á síðustu leiktíð.

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs fær Higuain samning sem hljóðar upp á rúmar 7 milljónir evra í árslaun hjá Inter Miami en félagið samdi nýverið við annan fyrrum leikmann Juventus, franska miðjumanninn Blaise Matuidi.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Higuain við komuna til Miami ásamt einum af eigendum Inter Miami, Jorge Mas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×