Enginn banki sér hag í að opna útibú í Hveragerði Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2020 14:41 Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur lýst yfir vonbrigðum með viðbrögð bankanna. Enginn viðskiptabankanna sér sér hag í að opna útibú í Hveragerði, en ekki er rekið neitt bankaútibú í bænum eftir að Arion banki lokaði sínu síðasta vor. Frá þessu segir í fundargerð bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, en RÚV sagði fyrst frá málinu. Bæjarstjórn leitaði eftir upplýsingum um hvaða þjónustu Arion, Íslandsbanki og Landsbanki væru tilbúin til að veita íbúum í Hveragerði. Sömuleiðis var óskað tilboða í helstu viðskipti Hveragerðisbæjar. „Það eru bæjarstjórn mikil vonbrigði að enginn af þessum bönkum skuli sjá hag sinn í því að opna útibú hér í Hveragerði, í bæjarfélagi sem telur um 2.750 íbúa auk mikils fjölda innlendra jafnt sem erlendra ferðamanna sem hér dvelja til lengri eða skemmri tíma,“ segir í fundargerðinni. Sérkennilegt að hafa útibú hlið við hlið á Selfossi Bæjarstjórn telur það sérkennilegt að sjá að allir bankarnir telji „nauðsynlegt að hafa útibú, svo til hlið við hlið, á Selfossi“. Á sama tíma sé íbúum Hveragerðisbæjar sagt að engin nauðsyn sé á útibúi þar enda hægt að sinna öllum viðskiptum við banka rafrænt. Áfram í viðskiptum við Arion banka Bæjarstjórn segir þá staðreynd ætti gera það mögulegt að útibúum bankanna væri dreift jafnar í þéttbýliskjarna svæðisins en nú sé gert. Arion banki lokaði útibúi sínu í þessu húsi í maí.Vísir/Atli „Hinn stafræni heimur virkar ekki bara á einn veg hann getur hæglega virkað til dreifingar þjónustu vítt og breitt um landsbyggðina standi raunverulegur hugur til þess. Í ljósi þeirra tilboða sem hér eru lögð fram mun bæjarstjórn semja um áframhaldandi bankaviðskipti við Arion banka sem býður hagstæðustu viðskiptakjörin fyrir Hveragerðisbæ og jafnframt örlitla þjónustu við íbúa bæjarins i formi innlagnarhraðbanka sem aðgengilegur verður allan sólarhringinn, viðveru og þjónustu vikulega við umræddan hraðbanka auk kennslu og aðstoð við íbúa á Dvalarheimilinu Ási í notkun á stafrænni þjónustu,“ segir í fundargerðinni. Hveragerði Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Gott og hreinskiptið samtal“ sneri ekki ákvörðun Arion Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka. Það dugði þó ekki til þess að halda lífi í útibúi bankans í bænum. 29. maí 2020 07:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Enginn viðskiptabankanna sér sér hag í að opna útibú í Hveragerði, en ekki er rekið neitt bankaútibú í bænum eftir að Arion banki lokaði sínu síðasta vor. Frá þessu segir í fundargerð bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, en RÚV sagði fyrst frá málinu. Bæjarstjórn leitaði eftir upplýsingum um hvaða þjónustu Arion, Íslandsbanki og Landsbanki væru tilbúin til að veita íbúum í Hveragerði. Sömuleiðis var óskað tilboða í helstu viðskipti Hveragerðisbæjar. „Það eru bæjarstjórn mikil vonbrigði að enginn af þessum bönkum skuli sjá hag sinn í því að opna útibú hér í Hveragerði, í bæjarfélagi sem telur um 2.750 íbúa auk mikils fjölda innlendra jafnt sem erlendra ferðamanna sem hér dvelja til lengri eða skemmri tíma,“ segir í fundargerðinni. Sérkennilegt að hafa útibú hlið við hlið á Selfossi Bæjarstjórn telur það sérkennilegt að sjá að allir bankarnir telji „nauðsynlegt að hafa útibú, svo til hlið við hlið, á Selfossi“. Á sama tíma sé íbúum Hveragerðisbæjar sagt að engin nauðsyn sé á útibúi þar enda hægt að sinna öllum viðskiptum við banka rafrænt. Áfram í viðskiptum við Arion banka Bæjarstjórn segir þá staðreynd ætti gera það mögulegt að útibúum bankanna væri dreift jafnar í þéttbýliskjarna svæðisins en nú sé gert. Arion banki lokaði útibúi sínu í þessu húsi í maí.Vísir/Atli „Hinn stafræni heimur virkar ekki bara á einn veg hann getur hæglega virkað til dreifingar þjónustu vítt og breitt um landsbyggðina standi raunverulegur hugur til þess. Í ljósi þeirra tilboða sem hér eru lögð fram mun bæjarstjórn semja um áframhaldandi bankaviðskipti við Arion banka sem býður hagstæðustu viðskiptakjörin fyrir Hveragerðisbæ og jafnframt örlitla þjónustu við íbúa bæjarins i formi innlagnarhraðbanka sem aðgengilegur verður allan sólarhringinn, viðveru og þjónustu vikulega við umræddan hraðbanka auk kennslu og aðstoð við íbúa á Dvalarheimilinu Ási í notkun á stafrænni þjónustu,“ segir í fundargerðinni.
Hveragerði Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Gott og hreinskiptið samtal“ sneri ekki ákvörðun Arion Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka. Það dugði þó ekki til þess að halda lífi í útibúi bankans í bænum. 29. maí 2020 07:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
„Gott og hreinskiptið samtal“ sneri ekki ákvörðun Arion Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka. Það dugði þó ekki til þess að halda lífi í útibúi bankans í bænum. 29. maí 2020 07:00