Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss 26-27 | Dísætur sigur gegn gömlum læriföður Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 11. september 2020 22:36 Hergeir Grímsson stal boltanum á ögurstundu í kvöld. Selfoss vann sterkan sigur á Stjörnunni í Garðabænum 26-27 eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik 15-13. Stjarnan byrjaði leikinn betur og höfðu fín tök á leiknum en náðu ekki að hrista Selfyssinga af sér svo munurinn varð aldrei meiri en tvö mörk. Ólafur Bjarki Ragnarsson byrjaði leikinn vel og skoraði fjögur mörk á fyrstu mínútum leiksins. Jafnræði var með liðunum um miðbik fyrri hálfleiks en heimamenn skoruðu tvö síðustu mörkin og leiddu því með tveimur mörkum í hálfleik 15-13. Selfyssingar mættu af krafti inn í síðari hálfleikinn og snéru leiknum algjórlega við, voru komnir í tveggja marka forystu eftir fimm mínútur, 16-18. Leikurinn var hnífjafn eftir það þar sem liðin skiptust á að ná eins marks forystu Liðin vörðust vel og var lítið skorað á löngum kafla þegar líða tók á síðari hálfleikinn en staðan var jöfn 26-26 þegar tvær mínútur voru til leiks loka. Atli Ævar Ingólfsson skoraði svo mikilvægt mark sem reyndist að lokum sigurmarkið. Stjarnan fékk tækifæri til að jafna leikinn en eftir langa sókn fór höndin hjá dómaranum upp og heimamenn töpuðu boltanum. Leiknum lauk með eins marks sigri Selfoss 26-27 Af hverju vann Selfoss? Gestirnir voru ólseigir á lokakaflanum og sýndu Selfoss geðveikina. Heilt yfir var leikurinn samt það jafn að sigurinn gat dottið báðu megin, Selfyssingar voru ögn agaðari og með smá heppni tóku þeir stigin tvö í dag. Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Hólmar Helgason átti frábæran leik, skoraði 10 mörk og var allt í öllu í sóknarleik Selfyssinga. Einnig var hann atkvæðamestur í vörninni og virðist passa vel inní öflugan hóp Selfoss. Vilius Rasimas heillaði í marki gestanna, varði mikilvæga bolta og hélt liðinu inní leiknum. Hafþór Már Vignisson var flottur á báðum endum vallarins í liðið Stjörnunnar, hann endaði með fjögur mörk. Ólafur Bjarki Ragnarsson var þó atkvæðamestur með fimm mörk. Brynjar Hólm Grétarsson var frábær í miðri vörninni, varðist vel og skoraði einnig tvö mörk. Hvað gekk illa? Stjarnan fékk enga markvörslu framan af, með eitt varið skot í hálfleik eftir að hafa skipt þeim Brynjari Darra og Sigurði Dan inná til skiptis. Sigurður kom þó sterkur inn á síðasta stundarfjórðungnum. Selfoss átti erfitt með uppstilltan sóknarleik framan af en svöruðu fyrir það í síðari hálfleik á meðan Stjörnumenn fóru með ótal dauðafæra sem kostaði þá mögulega stig í dag. Hvað er framundan? Í næstu viku mætir Stjarnan Gróttu á Seltjarnarnesi og Selfoss fær KA í heimsókn. Seinni bylgjan gerir svo upp fyrstu umferðina í beinni útsendingu annað kvöld. Halldór Jóhann: Þetta eru alvöru strákar, aldir upp á mjólk og skyri „Ég er mjög ánægður með það hvernig við kláruðum seinni hálfleikinn. Við vorum klaufar og töpum aulalega boltum í yfirtölu í upphafi síðari hálfleiks en síðan náðum við frumkvæðinu í leiknum“ Halldór Jóhann hrósar Stjörnuliðinni sem spilaði frábæran handbolta í dag og viðurkennir að sigurinn gat dottið báðu megin í kvöld. Hann segir að bæði lið hafi gefið allt í leikinn sem endaði með þó með sigri Selfoss „Við hefðum getað klárað þetta með tveimur í lokin, það hefði vissulega verið þægilegra en Hergeir stelur svo boltanum, ekki í fyrsta skiptið sem hann gerir það“ sagði Dóri sem hrósaði einnig liðsheildinni hjá sínum strákum Halldór Jóhann tók við Selfoss liðinu eftir síðasta tímabil og fær núna að kynnast liðsheildinni, handbolta samfélaginu og Selfoss liðinu sem gefst aldrei upp. Hann hrósar sínum strákum og er tilbúinn í þennan slag með þeim í vetur „Þetta eru alvöru strákar, aldir upp á mjólk og skyri. Þeir vita hvað þarf að gera, þeir eru búnir að vinna titla, það gefur manni ótrúlega mikið. Ég er bara ótrúlega ánægður með þessa stráka, við hættum aldrei og erum alltaf klárir“ sagði Halldór Jóhann að lokum Patrekur: Þú mátt ekkert drippla bolta í kringum Hergeir „Það var margt gott sem við gerðum í dag en auðvitað er ég svekktur að tapa“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. „Ég var mjög ánægður með það hvernig við spiluðum leikinn. Í seinni hálfeik fengum við fín færi en hann var að verja vel í markinu hjá þeim, hann var örugglega með 50% markvörslu“ „Þegar ég mun kíkja á leikinn mun ég auðvitað sjá fullt af góðum punktum en svona stuttu eftir leik er maður alltaf pínu svekktur, því við vorum svo nálægt þessu. Guðmundur Hólmar var nátturlega frábær í dag, þetta lagaðist aðeins hjá okkur þegar við fórum í 5-1 vörn en til þess að vinna Selfyssingana þarftu að nýta öll þín færi og við fengum mörg dauðafæri“ „Mér fannst skemmtilegt að horfa á þennan leik þó ég sé svekktur með tapið, það var tekist á ekkert bull“ Stjarnan fékk tækifæri á að jafna leikinn þegar rúm mínúta var til leiksloka, Patrekur tekur þá leikhlé og stillir upp í sókn sem á að skila marki. Sóknin rann út í sandinn, höndin hjá dómaranum fór upp og Ólafur Bjarki Ragnarsson endar á misheppnaðri línusendingu sem gaf Selfyssingum boltann. Selfoss klúðraði þó sinni lokasókn svo Stjörnumenn höfðu innan við 10 sekúndur til að skora en Hergeir Grímsson henti sér á boltann og tók tvö stig af sínum gamla þjálfara „Stundum er þetta bara þannig, við lögðum upp með ákveðna taktík sem þeir leystu. Þeir klúðra síðan næstu sókn og við fengum annað tækifæri en þú mátt ekkert að drippla bolta í kringum Hergeir, hann er það snöggur og hrikalega vel gert hjá honum“ sagði Patti að lokum Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss
Selfoss vann sterkan sigur á Stjörnunni í Garðabænum 26-27 eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik 15-13. Stjarnan byrjaði leikinn betur og höfðu fín tök á leiknum en náðu ekki að hrista Selfyssinga af sér svo munurinn varð aldrei meiri en tvö mörk. Ólafur Bjarki Ragnarsson byrjaði leikinn vel og skoraði fjögur mörk á fyrstu mínútum leiksins. Jafnræði var með liðunum um miðbik fyrri hálfleiks en heimamenn skoruðu tvö síðustu mörkin og leiddu því með tveimur mörkum í hálfleik 15-13. Selfyssingar mættu af krafti inn í síðari hálfleikinn og snéru leiknum algjórlega við, voru komnir í tveggja marka forystu eftir fimm mínútur, 16-18. Leikurinn var hnífjafn eftir það þar sem liðin skiptust á að ná eins marks forystu Liðin vörðust vel og var lítið skorað á löngum kafla þegar líða tók á síðari hálfleikinn en staðan var jöfn 26-26 þegar tvær mínútur voru til leiks loka. Atli Ævar Ingólfsson skoraði svo mikilvægt mark sem reyndist að lokum sigurmarkið. Stjarnan fékk tækifæri til að jafna leikinn en eftir langa sókn fór höndin hjá dómaranum upp og heimamenn töpuðu boltanum. Leiknum lauk með eins marks sigri Selfoss 26-27 Af hverju vann Selfoss? Gestirnir voru ólseigir á lokakaflanum og sýndu Selfoss geðveikina. Heilt yfir var leikurinn samt það jafn að sigurinn gat dottið báðu megin, Selfyssingar voru ögn agaðari og með smá heppni tóku þeir stigin tvö í dag. Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Hólmar Helgason átti frábæran leik, skoraði 10 mörk og var allt í öllu í sóknarleik Selfyssinga. Einnig var hann atkvæðamestur í vörninni og virðist passa vel inní öflugan hóp Selfoss. Vilius Rasimas heillaði í marki gestanna, varði mikilvæga bolta og hélt liðinu inní leiknum. Hafþór Már Vignisson var flottur á báðum endum vallarins í liðið Stjörnunnar, hann endaði með fjögur mörk. Ólafur Bjarki Ragnarsson var þó atkvæðamestur með fimm mörk. Brynjar Hólm Grétarsson var frábær í miðri vörninni, varðist vel og skoraði einnig tvö mörk. Hvað gekk illa? Stjarnan fékk enga markvörslu framan af, með eitt varið skot í hálfleik eftir að hafa skipt þeim Brynjari Darra og Sigurði Dan inná til skiptis. Sigurður kom þó sterkur inn á síðasta stundarfjórðungnum. Selfoss átti erfitt með uppstilltan sóknarleik framan af en svöruðu fyrir það í síðari hálfleik á meðan Stjörnumenn fóru með ótal dauðafæra sem kostaði þá mögulega stig í dag. Hvað er framundan? Í næstu viku mætir Stjarnan Gróttu á Seltjarnarnesi og Selfoss fær KA í heimsókn. Seinni bylgjan gerir svo upp fyrstu umferðina í beinni útsendingu annað kvöld. Halldór Jóhann: Þetta eru alvöru strákar, aldir upp á mjólk og skyri „Ég er mjög ánægður með það hvernig við kláruðum seinni hálfleikinn. Við vorum klaufar og töpum aulalega boltum í yfirtölu í upphafi síðari hálfleiks en síðan náðum við frumkvæðinu í leiknum“ Halldór Jóhann hrósar Stjörnuliðinni sem spilaði frábæran handbolta í dag og viðurkennir að sigurinn gat dottið báðu megin í kvöld. Hann segir að bæði lið hafi gefið allt í leikinn sem endaði með þó með sigri Selfoss „Við hefðum getað klárað þetta með tveimur í lokin, það hefði vissulega verið þægilegra en Hergeir stelur svo boltanum, ekki í fyrsta skiptið sem hann gerir það“ sagði Dóri sem hrósaði einnig liðsheildinni hjá sínum strákum Halldór Jóhann tók við Selfoss liðinu eftir síðasta tímabil og fær núna að kynnast liðsheildinni, handbolta samfélaginu og Selfoss liðinu sem gefst aldrei upp. Hann hrósar sínum strákum og er tilbúinn í þennan slag með þeim í vetur „Þetta eru alvöru strákar, aldir upp á mjólk og skyri. Þeir vita hvað þarf að gera, þeir eru búnir að vinna titla, það gefur manni ótrúlega mikið. Ég er bara ótrúlega ánægður með þessa stráka, við hættum aldrei og erum alltaf klárir“ sagði Halldór Jóhann að lokum Patrekur: Þú mátt ekkert drippla bolta í kringum Hergeir „Það var margt gott sem við gerðum í dag en auðvitað er ég svekktur að tapa“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. „Ég var mjög ánægður með það hvernig við spiluðum leikinn. Í seinni hálfeik fengum við fín færi en hann var að verja vel í markinu hjá þeim, hann var örugglega með 50% markvörslu“ „Þegar ég mun kíkja á leikinn mun ég auðvitað sjá fullt af góðum punktum en svona stuttu eftir leik er maður alltaf pínu svekktur, því við vorum svo nálægt þessu. Guðmundur Hólmar var nátturlega frábær í dag, þetta lagaðist aðeins hjá okkur þegar við fórum í 5-1 vörn en til þess að vinna Selfyssingana þarftu að nýta öll þín færi og við fengum mörg dauðafæri“ „Mér fannst skemmtilegt að horfa á þennan leik þó ég sé svekktur með tapið, það var tekist á ekkert bull“ Stjarnan fékk tækifæri á að jafna leikinn þegar rúm mínúta var til leiksloka, Patrekur tekur þá leikhlé og stillir upp í sókn sem á að skila marki. Sóknin rann út í sandinn, höndin hjá dómaranum fór upp og Ólafur Bjarki Ragnarsson endar á misheppnaðri línusendingu sem gaf Selfyssingum boltann. Selfoss klúðraði þó sinni lokasókn svo Stjörnumenn höfðu innan við 10 sekúndur til að skora en Hergeir Grímsson henti sér á boltann og tók tvö stig af sínum gamla þjálfara „Stundum er þetta bara þannig, við lögðum upp með ákveðna taktík sem þeir leystu. Þeir klúðra síðan næstu sókn og við fengum annað tækifæri en þú mátt ekkert að drippla bolta í kringum Hergeir, hann er það snöggur og hrikalega vel gert hjá honum“ sagði Patti að lokum