Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2020 22:14 Menn ganga um rústir hjólhýsahverfis í Phoenix í Oregon. Stór hluti bæjarins brann til kaldra kola, eða um 600 heimili. AP/Scott Stoddard Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. Í morgun loguðu minnst 39 gróðureldar í Oregon og hefur fjöldinn og umfang eldanna komið embættismönnum í opna skjöldu. Á einungis þremur dögum hafa um 364 þúsund hektarar brunnið í Oregon. Það er nærri því tvöfalt það landflæmi sem brennur á hefðbundnu ári. Um 40 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna. „Við höfum aldrei áður séð sambærilegt magn elda í ríkinu,“ sagði Kate Brown, ríkisstjóri, á blaðamannafundi í dag. Hún sagði óljóst hve margir hefðu dáið en samkvæmt Oregonian eru þeir minnst þrír. Brown hefur óskað eftir aðstoð frá öðrum ríkjum vegna ástandsins. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni, þar sem hinar miklu skemmdir í Phoenix eru sýndar og rætt er við nokkra íbúa. Sambærilega sögu er að segja frá Kaliforníu og Washington þar sem fjölmargir eldar loga einnig. Minnst þrír hafa dáið í Kaliforníu þar sem eldarnir hafa dreift hratt úr sér í dag vegna þurra vinda. Á meðal hinna látnu eru ungur drengur og amma hans. Vitað er að eins árs barn dó í Washington, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar búast við hagstæðari vindum á næstu dögum. Today's view of the large smoke layer along the U.S. Pacific Coast. pic.twitter.com/MfdFgymrFL— CIRA (@CIRA_CSU) September 10, 2020 Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51 Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24 Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. 7. september 2020 22:33 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. Í morgun loguðu minnst 39 gróðureldar í Oregon og hefur fjöldinn og umfang eldanna komið embættismönnum í opna skjöldu. Á einungis þremur dögum hafa um 364 þúsund hektarar brunnið í Oregon. Það er nærri því tvöfalt það landflæmi sem brennur á hefðbundnu ári. Um 40 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna. „Við höfum aldrei áður séð sambærilegt magn elda í ríkinu,“ sagði Kate Brown, ríkisstjóri, á blaðamannafundi í dag. Hún sagði óljóst hve margir hefðu dáið en samkvæmt Oregonian eru þeir minnst þrír. Brown hefur óskað eftir aðstoð frá öðrum ríkjum vegna ástandsins. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni, þar sem hinar miklu skemmdir í Phoenix eru sýndar og rætt er við nokkra íbúa. Sambærilega sögu er að segja frá Kaliforníu og Washington þar sem fjölmargir eldar loga einnig. Minnst þrír hafa dáið í Kaliforníu þar sem eldarnir hafa dreift hratt úr sér í dag vegna þurra vinda. Á meðal hinna látnu eru ungur drengur og amma hans. Vitað er að eins árs barn dó í Washington, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar búast við hagstæðari vindum á næstu dögum. Today's view of the large smoke layer along the U.S. Pacific Coast. pic.twitter.com/MfdFgymrFL— CIRA (@CIRA_CSU) September 10, 2020
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51 Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24 Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. 7. september 2020 22:33 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45
Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51
Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24
Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. 7. september 2020 22:33