Johnson ver breytingar sem brjóta alþjóðalög Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2020 15:28 Johnson í fyrirspurnatíma á breska þinginu í dag. Útspil hans með einhliða breytingum á útgöngusamningi við ESB sem Bretar hafa þegar samþykkt er talið pólitískt eldfimt. Útlit er fyrir harðar deilur á milli Breta og ESB á næstunni. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær. Ríkisstjórn Johnson freistar þess nú að gera breytingar á útgöngusamningum sem hún fullyrðir að séu smávægilegar en tryggi „einingu innri markaðar Bretlands“ og verji friðarferlið á Norður-Írlandi. Evrópusambandið hefur krafist neyðarfundar til að ræða efni frumvarpsins. Brandon Lewis, ráðherra málefna Norður-Írlands, viðurkenndi í gær að breytingarnar væru brot á samningnum sem Bretar gerðu við Evrópusambandið í fyrra en á „sértækan og afmarkaðan hátt“. Yfirlögfræðingur ríkisstjórnarinnar sagði af sér í mótmælaskyni við fyrirhuguðu breytingarnar í vikunni. Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra, varaði við því að breytingarnar sköðuðu traust á Bretlandi í samningaviðræðum um fríverslun við önnur ríki. Veitir ráðherrum heimild til að brjóta alþjóðalög Johnson varði fyrirætlanir sínar þegar hann sat fyrir svörum í breska þinginu í dag. Sagði hann breytingarnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að landamæri skapist á milli Norður-Írlands og meginlands Bretlands þar sem það gæti ógnað þeim friði sem náðst hefur á Norður-Írlandi með samkomulaginu sem kennt hefur verið við föstudaginn langa. Í frumvarpi ríkisstjórnar Íhaldsflokksins felst að eftir að aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu lýkur verði ekki komið á neinu frekara eftirliti með vöruflutningum frá Norður-Írlandi til Bretlands. Breskir ráðherrar fái vald til að framfylgja ekki reglum sem kveðið er á um í útgöngusamningnum ef ekki nást samningar við ESB um fríverslun. Sérstaklega er tekið fram í frumvarpinu að ráðherrar hafi þá heimild jafnvel þó að hún stangist á við alþjóðalög. Laura Kuenssberg, stjórnmálaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir að ráðamenn Evrópusambandsins telji útspil Johnson blygðunarlausa tilraun til þess að breyta samningi sem þegar hefur verið skrifað undir. Frumvarpið hefur mælst illa fyrir í Skotlandi og Wales jafnvel þó að Johnson haldi því fram að það muni færa heimastjórnum þar auknar valdheimildir. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, fullyrðir að frumvarpið sé „allsherjarárás“ á valdaframsal frá bresku landsstjórninni til heimastjórna og grafa undan einingu þess með því að „stela“ völdum frá Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í sama streng tekur Jeremy Miles, lögmaður Wales og Brexit-ráðherra. „Þetta frumvarp er árás á lýðræðið og ögrun við íbúa Wales, Skotlands og Norður-Írlands sem hafa kosið með valdaframsali margoft,“ segir Miles. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær. Ríkisstjórn Johnson freistar þess nú að gera breytingar á útgöngusamningum sem hún fullyrðir að séu smávægilegar en tryggi „einingu innri markaðar Bretlands“ og verji friðarferlið á Norður-Írlandi. Evrópusambandið hefur krafist neyðarfundar til að ræða efni frumvarpsins. Brandon Lewis, ráðherra málefna Norður-Írlands, viðurkenndi í gær að breytingarnar væru brot á samningnum sem Bretar gerðu við Evrópusambandið í fyrra en á „sértækan og afmarkaðan hátt“. Yfirlögfræðingur ríkisstjórnarinnar sagði af sér í mótmælaskyni við fyrirhuguðu breytingarnar í vikunni. Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra, varaði við því að breytingarnar sköðuðu traust á Bretlandi í samningaviðræðum um fríverslun við önnur ríki. Veitir ráðherrum heimild til að brjóta alþjóðalög Johnson varði fyrirætlanir sínar þegar hann sat fyrir svörum í breska þinginu í dag. Sagði hann breytingarnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að landamæri skapist á milli Norður-Írlands og meginlands Bretlands þar sem það gæti ógnað þeim friði sem náðst hefur á Norður-Írlandi með samkomulaginu sem kennt hefur verið við föstudaginn langa. Í frumvarpi ríkisstjórnar Íhaldsflokksins felst að eftir að aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu lýkur verði ekki komið á neinu frekara eftirliti með vöruflutningum frá Norður-Írlandi til Bretlands. Breskir ráðherrar fái vald til að framfylgja ekki reglum sem kveðið er á um í útgöngusamningnum ef ekki nást samningar við ESB um fríverslun. Sérstaklega er tekið fram í frumvarpinu að ráðherrar hafi þá heimild jafnvel þó að hún stangist á við alþjóðalög. Laura Kuenssberg, stjórnmálaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir að ráðamenn Evrópusambandsins telji útspil Johnson blygðunarlausa tilraun til þess að breyta samningi sem þegar hefur verið skrifað undir. Frumvarpið hefur mælst illa fyrir í Skotlandi og Wales jafnvel þó að Johnson haldi því fram að það muni færa heimastjórnum þar auknar valdheimildir. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, fullyrðir að frumvarpið sé „allsherjarárás“ á valdaframsal frá bresku landsstjórninni til heimastjórna og grafa undan einingu þess með því að „stela“ völdum frá Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í sama streng tekur Jeremy Miles, lögmaður Wales og Brexit-ráðherra. „Þetta frumvarp er árás á lýðræðið og ögrun við íbúa Wales, Skotlands og Norður-Írlands sem hafa kosið með valdaframsali margoft,“ segir Miles.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Sjá meira
Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02