Viðskipti innlent

Óska eftir nýrri heimild til hluta­fjár­út­boðs á fundinum í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Egill

Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Nordica klukkan 16 í dag. Farið verður yfir stöðu félagsins með hluthöfum og óskað eftir nýrri heimild til að ráðast í hlutafjárútboð, að því er Mbl greindi frá í gær.

Stefnt er að því að útboðið hefjist á mánudagsmorgun og standi yfir í tvo daga. Fyrri heimild til hlutfjárútboðs var útrunnin en henni hefur jafnframt verið breytt. Ef allt gengur að óskum munu einstaklingar getað keypt hlutabréf í Icelandair fyrir hundrað þúsund krónur en lágmarksupphæð einstaklinga var áður 250 þúsund krónur.

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair sagði í samtali við Mbl í gær að hann væri mjög bjartsýnn á tækifæri Icelandair, bæði er varða ferðamannamarkaðinn innanlands og tengimódel fyrirtækisins. Forsendan fyrir því sé þó sú að búið verði að aflétta ferðatakmörkunum vegna kórónuveirunnar næsta vor, 2021.

Alþingi samþykkti í liðinni viku allt að fimmtán milljarða ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Ábyrgðin nær aðeins til flugrekstrar félagsins í millilandaflugi. Rekstur Icelandair hefur verið þungur síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Meirihluta flugferða félagsins hefur verið aflýst nú í september.


Tengdar fréttir

Icelandair í samstarf við easyJet

Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet.

Stutt sumar hjá Icelandair

Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×