Icelandair í samstarf við easyJet Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2020 16:25 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að með Worldwide by easyJet geti „farþegar sjálfir bókað flug með easyJet og fjölmörgum samstarfsflugfélögum á sjálfvirkan og einfaldan hátt og þannig aukið möguleika á tengiflugi til fjölda áfangastaða um allan heim.“ Áætlað er að þjónustan verði virk á næstu vikum og þegar markaðsaðstæður leyfa en ferðalög fólks á milli landa hafa verið í algjöru lágmarki undanfarin misseri vegna kórónuveirufaraldursins og þeirra ferðatakmarkana sem honum hafa fylgt. Þegar þjónustan verður virk munu viðskiptavinir geta bókað flug frá áfangastöðum easyJet í Evrópu og svo áfram inn í leiðakerfi Icelandair til áfangastaða bæði í Evrópu og Norður-Ameríku „í nánustu framtíð,“ líkt og það er orðað í tilkynningu Icelandair. „Icelandair á nú þegar í samstarfi við önnur flugfélög á borð við SAS, Finnair og airBaltic í Evrópu og Jetblue og Alaska Airlines í Bandaríkjunum. Worldwide by easyJet tengir saman yfir 5 þúsund flugleiðir víða um heim með öflugu neti 17 samstarfsflugfélaga. Sem leiðandi flugfélag í Evrópu, flutti easyJet 96,1 milljón farþega á árinu 2019,“ segir í tilkynningu Icelandair. Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stutt sumar hjá Icelandair Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst. 7. september 2020 18:50 Icelandair fékk 2,9 milljarða vegna tæplega tvö þúsund starfsmanna Íslenska ríkið greiddi Icelandair ehf. alls 2,874 milljarða í stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti vegna 1.889 starfsmanna félagsins. 7. september 2020 15:58 Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að með Worldwide by easyJet geti „farþegar sjálfir bókað flug með easyJet og fjölmörgum samstarfsflugfélögum á sjálfvirkan og einfaldan hátt og þannig aukið möguleika á tengiflugi til fjölda áfangastaða um allan heim.“ Áætlað er að þjónustan verði virk á næstu vikum og þegar markaðsaðstæður leyfa en ferðalög fólks á milli landa hafa verið í algjöru lágmarki undanfarin misseri vegna kórónuveirufaraldursins og þeirra ferðatakmarkana sem honum hafa fylgt. Þegar þjónustan verður virk munu viðskiptavinir geta bókað flug frá áfangastöðum easyJet í Evrópu og svo áfram inn í leiðakerfi Icelandair til áfangastaða bæði í Evrópu og Norður-Ameríku „í nánustu framtíð,“ líkt og það er orðað í tilkynningu Icelandair. „Icelandair á nú þegar í samstarfi við önnur flugfélög á borð við SAS, Finnair og airBaltic í Evrópu og Jetblue og Alaska Airlines í Bandaríkjunum. Worldwide by easyJet tengir saman yfir 5 þúsund flugleiðir víða um heim með öflugu neti 17 samstarfsflugfélaga. Sem leiðandi flugfélag í Evrópu, flutti easyJet 96,1 milljón farþega á árinu 2019,“ segir í tilkynningu Icelandair.
Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stutt sumar hjá Icelandair Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst. 7. september 2020 18:50 Icelandair fékk 2,9 milljarða vegna tæplega tvö þúsund starfsmanna Íslenska ríkið greiddi Icelandair ehf. alls 2,874 milljarða í stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti vegna 1.889 starfsmanna félagsins. 7. september 2020 15:58 Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Stutt sumar hjá Icelandair Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst. 7. september 2020 18:50
Icelandair fékk 2,9 milljarða vegna tæplega tvö þúsund starfsmanna Íslenska ríkið greiddi Icelandair ehf. alls 2,874 milljarða í stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti vegna 1.889 starfsmanna félagsins. 7. september 2020 15:58
Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35