Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2020 14:57 Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. RÚV greindi fyrst frá. Krabbameinsfélagið vinnur að endurskoðun sex þúsund sýna eftir að tugir kvenna eru með frumubreytingar í leghálsi sem vegna mistaka greindust ekki við skoðun hjá félaginu árið 2018. Kona um fimmtugt er með ólæknandi krabbamein vegna mistakanna og hefur lögmaður hennar mál fleiri kvenna á sínu borði. Krabbameinsfélagið segir að mistökin hafi uppgötvast í sumar og hafið endurskoðun sýna. Málið varð ekki að vitneskju almennings fyrr en fjallað var um tilfelli fyrrnefndrar konu í fréttum Stöðvar 2. Krabbameinslæknir sem sinnti afmörkuðu verkefni fyrir Sjúkratryggingar Íslands sagði í Kastljósi í vikunni að gæðakerfi leitarstöðvar KÍ stæðist ekki viðmið Evróputilskipana. Forstjóri sjúkratrygginga sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hún hefði engin gögn séð sem styddu þessa fullyrðingu. Viðkomandi talaði ekki fyrir hönd Sjúkratrygginga Íslands. Landlæknir metur ekki hver beri ábyrgð á því að allt að 150 konur hafi fengið ranga greiningu á leghálssýnum. Krabbameinsfélagið hafi axlað þá ábyrgð að gangast við mistökum og biðja hluteigandi afsökunar. Landlæknir kalli reglulega eftir gögnum frá KÍ Í skriflegu svari Landlæknis við fyrirspurn fréttastofu um eftirlit Landlæknis með KÍ kemur fram að embættið hafi ekki unnið formlega úttekt á skimunarstarfsemi KÍ. Leghálsskimanir færast frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin.Vísir/Vilhelm „Þó svo að slík úttekt hafi ekki farið fram þá hefur landlæknir í gegnum árin óskað eftir upplýsingum um starfsemina, gæðavísa og árangurstölur. Hefur þetta verið gert með vísunum í heimild landlæknis til að krefja heilbrigðisstarfsmenn, heilbrigðisstofnanir og aðra sem veita heilbrigðisþjónustu um upplýsingar og gögn sem hann telur nauðsynleg til að sinna eftirlitshlutverki sínu,“ segir í svarinu. Sú heilbrigðisþjónusta sem KÍ veiti sé af þeim toga að mögulegt er að mæla og fylgjast með gæðum hennar yfir lengri tíma með því að rýna í innkallanir, þátttöku, biðtíma eftir skimunum og einnig með mælingum á nýgengi þeirra krabbameina sem skimað er fyrir. Upplýsingar um nýgengi (fjöldi nýgreindra einstaklinga í tilteknu þýði á ákveðnu tímabili) og fjölda tilfella er að finna í gögnum Krabbameinsskrár, sem er á ábyrgð landlæknis en í umsjá KÍ. „Að auki hefur landlæknir óskað eftir greinargerð frá félaginu um árangur skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameini, t.d. með tilliti til dánartíðni. KÍ birtir með reglubundnum hætti tölfræðilegar upplýsingar um gæðamælikvarða á skimun og greiningu og er það gert samkvæmt evrópskum viðmiðunarreglum krabbameinsrannsóknarstofnunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar.“ Varðandi það hvernig landlæknir tryggi að sú heilbrigðisþjónusta sem KÍ uppfylli kröfur sem gerðar eru til slíkrar þjónustu þá sé hægt að horfa til þjónustusamnings KÍ og Sjúkratrygginga Íslands og kröfulýsinga fyrir krabbameinsleit. Þar sé tilgreint hvaða sérhæfðu starfsmenn skuli starfa á Leitarstöð KÍ. Auk eftirlitsskyldu landlæknis hafa Sjúkratryggingar Íslands ríkulega eftirlitsskyldu með að tegundir, magn, gæði, kostnaður og árangur þjónustu sé í samræmi við gerða samninga. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Krabbameinsfélagið segir óvissunni eytt María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. 7. september 2020 21:42 „Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26 Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. RÚV greindi fyrst frá. Krabbameinsfélagið vinnur að endurskoðun sex þúsund sýna eftir að tugir kvenna eru með frumubreytingar í leghálsi sem vegna mistaka greindust ekki við skoðun hjá félaginu árið 2018. Kona um fimmtugt er með ólæknandi krabbamein vegna mistakanna og hefur lögmaður hennar mál fleiri kvenna á sínu borði. Krabbameinsfélagið segir að mistökin hafi uppgötvast í sumar og hafið endurskoðun sýna. Málið varð ekki að vitneskju almennings fyrr en fjallað var um tilfelli fyrrnefndrar konu í fréttum Stöðvar 2. Krabbameinslæknir sem sinnti afmörkuðu verkefni fyrir Sjúkratryggingar Íslands sagði í Kastljósi í vikunni að gæðakerfi leitarstöðvar KÍ stæðist ekki viðmið Evróputilskipana. Forstjóri sjúkratrygginga sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hún hefði engin gögn séð sem styddu þessa fullyrðingu. Viðkomandi talaði ekki fyrir hönd Sjúkratrygginga Íslands. Landlæknir metur ekki hver beri ábyrgð á því að allt að 150 konur hafi fengið ranga greiningu á leghálssýnum. Krabbameinsfélagið hafi axlað þá ábyrgð að gangast við mistökum og biðja hluteigandi afsökunar. Landlæknir kalli reglulega eftir gögnum frá KÍ Í skriflegu svari Landlæknis við fyrirspurn fréttastofu um eftirlit Landlæknis með KÍ kemur fram að embættið hafi ekki unnið formlega úttekt á skimunarstarfsemi KÍ. Leghálsskimanir færast frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin.Vísir/Vilhelm „Þó svo að slík úttekt hafi ekki farið fram þá hefur landlæknir í gegnum árin óskað eftir upplýsingum um starfsemina, gæðavísa og árangurstölur. Hefur þetta verið gert með vísunum í heimild landlæknis til að krefja heilbrigðisstarfsmenn, heilbrigðisstofnanir og aðra sem veita heilbrigðisþjónustu um upplýsingar og gögn sem hann telur nauðsynleg til að sinna eftirlitshlutverki sínu,“ segir í svarinu. Sú heilbrigðisþjónusta sem KÍ veiti sé af þeim toga að mögulegt er að mæla og fylgjast með gæðum hennar yfir lengri tíma með því að rýna í innkallanir, þátttöku, biðtíma eftir skimunum og einnig með mælingum á nýgengi þeirra krabbameina sem skimað er fyrir. Upplýsingar um nýgengi (fjöldi nýgreindra einstaklinga í tilteknu þýði á ákveðnu tímabili) og fjölda tilfella er að finna í gögnum Krabbameinsskrár, sem er á ábyrgð landlæknis en í umsjá KÍ. „Að auki hefur landlæknir óskað eftir greinargerð frá félaginu um árangur skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameini, t.d. með tilliti til dánartíðni. KÍ birtir með reglubundnum hætti tölfræðilegar upplýsingar um gæðamælikvarða á skimun og greiningu og er það gert samkvæmt evrópskum viðmiðunarreglum krabbameinsrannsóknarstofnunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar.“ Varðandi það hvernig landlæknir tryggi að sú heilbrigðisþjónusta sem KÍ uppfylli kröfur sem gerðar eru til slíkrar þjónustu þá sé hægt að horfa til þjónustusamnings KÍ og Sjúkratrygginga Íslands og kröfulýsinga fyrir krabbameinsleit. Þar sé tilgreint hvaða sérhæfðu starfsmenn skuli starfa á Leitarstöð KÍ. Auk eftirlitsskyldu landlæknis hafa Sjúkratryggingar Íslands ríkulega eftirlitsskyldu með að tegundir, magn, gæði, kostnaður og árangur þjónustu sé í samræmi við gerða samninga.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Krabbameinsfélagið segir óvissunni eytt María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. 7. september 2020 21:42 „Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26 Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Krabbameinsfélagið segir óvissunni eytt María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. 7. september 2020 21:42
„Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26
Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24