Disney vekur reiði með því að þakka stofnun sem ofsækir úígúra í Kína Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2020 12:39 Yifei Liu, aðalleikona Mulan, vakti reiði þegar hún lýsti stuðningi við lögreglu í Hong Kong sem er sökuð um að ganga hart fram gegn mótmælendum þar. AP/Disney/Jasin Boland Mannréttindafrömuðir gagnrýna nú bandaríska afþreyingarrisann Disney harðlega og hvetja til þess að endurgerð á teiknimyndinni „Mulan“ verði sniðgengin. Ákvörðun Disney um að taka myndina upp að hluta til í Xinjiang-héraði og þakka öryggisstofnun sem tekur þátt í ofsóknum gegn úígúrum þar hefur vakið reiði á samfélagsmiðlum. Aðalleikkona „Mulan“ hafði þegar vakið fjaðrafok þegar hún lýsti yfir stuðningi við lögregluna í Hong Kong á samfélagsmiðlum en myndin var tekin upp þegar fjöldamótmæli í borgríkinu stóðu sem hæst. Aðgerðasinnar í Hong Kong kölluðu þá eftir að myndin yrði sniðgengin. Ekki bætti úr skák þegar í ljós kom að kínversk öryggisstofnun sem tekur þátt í ofsóknum gegn úígúrum í Xinjiang-héraði var á meðal átta kínverskra ríkisstofnana sem voru færðar þakkir í þakkarlista í lok myndarinnar. Auk stofnunarinnar fengu nokkrar áróðursdeildir kínverskra stjórnvalda sérstakar þakkir fyrir framlag sitt til kvikmyndarinnar sem var frumsýnd í efnisveitu Disney á föstudag. New York Times og Washington Post segja óljóst hvað kínversku stofnanirnar lögðu af mörkum til myndarinnar en Disney svaraði ekki fyrirspurnum þeirra í morgun. Joshua Wong, lýðræðissinni í Hong Kong, sakar Disney um þjónkun við kínversk stjórnvöld. „Við hvetjum fólk um allan heim til þess að sniðganga nýju Mulan-myndina,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna. Mótmælendur í Seúl í Suður-Kóreu lýsa stuðningi við lýðræðissinna í Hong Kong og hvetja til sniðgöngu á Mulan. Vísir/EPA Um milljón manns í fangabúðum Kínversk stjórnvöld þræta enn fyrir að þau haldi þúsundum manna sem tilheyra þjóðarbroti úígúra í fangabúðum. Þau halda því fram að í búðunum fái fólkið starfsmenntun og að þær séu nauðsynlegar til þess að uppræta íslamska öfgahyggju. Meirihluti úígúra eru íslamstrúar. Fyrrum fangar og gögn sem hafa lekið út draga þó upp aðra mynd af búðunum. Þar sitji úígúrar undir innrætingu kínverska ríkisins og búi við harðræði og jafnvel pyntingar. Áætlað er að um milljón úígúra og aðrir minnihlutahópar hafi verið hnepptir í slíkar fangabúðir í Kína. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sakaði „ákveðin andkínversk öfl“ um að koma óorði á stefnu kínverskra stjórnvalda í Xinjiang þegar gagnrýnin á „Mulan“ var borin undir hann. Framleiðslusaga „Mulan“ bendir til þess að leikarar og tökulið myndarinnar hafi verið á ferðinni í Xinjiang-héraði eftir að kínversk stjórnvöld tvíefldu ofsóknir sínar gegn úígúrum árið 2017. Mannréttindasamtök og lögspekingar telja ofsóknirnar umfangsmestu mannréttindabrot í Kína í áratugi. Fjarlægðu kossaatriði „Mulan“ verður frumsýnd í Kína á föstudag. Disney er sagt ásælast ábatasaman afþreyingarmarkað þar í landi en Kína er nú næststærsti markaðurinn fyrir kvikmyndir í heiminum á eftir Bandaríkjunum. Fyrirtækið lenti upp á kant við stjórnvöld í Beijing þegar það framleiddi kvikmyndina „Kundun“ árið 1997 en hún byggði á ævi Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbet. Fyrir vikið frestaðist útgáfa af teiknimyndinni „Mulan“. Niki Caro, leikstjóri leiknu útgáfunnar sem nú er komin út, sagði við Hollywood Reporter í febrúar, að Disney hefði fjarlægt atriði þar sem aðalpersóna myndarinnar kyssir aðra persónu að ósk kínverskra yfirmanna. Kína Disney Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Disney fer nýjar leiðir með útgáfu Mulan Disney hefur tekið ákvörðun varðandi útgáfu Mulan. 5. ágúst 2020 19:52 Bandaríkin beita kínverska embættismenn viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska embættismenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. 9. júlí 2020 22:50 Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Mannréttindafrömuðir gagnrýna nú bandaríska afþreyingarrisann Disney harðlega og hvetja til þess að endurgerð á teiknimyndinni „Mulan“ verði sniðgengin. Ákvörðun Disney um að taka myndina upp að hluta til í Xinjiang-héraði og þakka öryggisstofnun sem tekur þátt í ofsóknum gegn úígúrum þar hefur vakið reiði á samfélagsmiðlum. Aðalleikkona „Mulan“ hafði þegar vakið fjaðrafok þegar hún lýsti yfir stuðningi við lögregluna í Hong Kong á samfélagsmiðlum en myndin var tekin upp þegar fjöldamótmæli í borgríkinu stóðu sem hæst. Aðgerðasinnar í Hong Kong kölluðu þá eftir að myndin yrði sniðgengin. Ekki bætti úr skák þegar í ljós kom að kínversk öryggisstofnun sem tekur þátt í ofsóknum gegn úígúrum í Xinjiang-héraði var á meðal átta kínverskra ríkisstofnana sem voru færðar þakkir í þakkarlista í lok myndarinnar. Auk stofnunarinnar fengu nokkrar áróðursdeildir kínverskra stjórnvalda sérstakar þakkir fyrir framlag sitt til kvikmyndarinnar sem var frumsýnd í efnisveitu Disney á föstudag. New York Times og Washington Post segja óljóst hvað kínversku stofnanirnar lögðu af mörkum til myndarinnar en Disney svaraði ekki fyrirspurnum þeirra í morgun. Joshua Wong, lýðræðissinni í Hong Kong, sakar Disney um þjónkun við kínversk stjórnvöld. „Við hvetjum fólk um allan heim til þess að sniðganga nýju Mulan-myndina,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna. Mótmælendur í Seúl í Suður-Kóreu lýsa stuðningi við lýðræðissinna í Hong Kong og hvetja til sniðgöngu á Mulan. Vísir/EPA Um milljón manns í fangabúðum Kínversk stjórnvöld þræta enn fyrir að þau haldi þúsundum manna sem tilheyra þjóðarbroti úígúra í fangabúðum. Þau halda því fram að í búðunum fái fólkið starfsmenntun og að þær séu nauðsynlegar til þess að uppræta íslamska öfgahyggju. Meirihluti úígúra eru íslamstrúar. Fyrrum fangar og gögn sem hafa lekið út draga þó upp aðra mynd af búðunum. Þar sitji úígúrar undir innrætingu kínverska ríkisins og búi við harðræði og jafnvel pyntingar. Áætlað er að um milljón úígúra og aðrir minnihlutahópar hafi verið hnepptir í slíkar fangabúðir í Kína. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sakaði „ákveðin andkínversk öfl“ um að koma óorði á stefnu kínverskra stjórnvalda í Xinjiang þegar gagnrýnin á „Mulan“ var borin undir hann. Framleiðslusaga „Mulan“ bendir til þess að leikarar og tökulið myndarinnar hafi verið á ferðinni í Xinjiang-héraði eftir að kínversk stjórnvöld tvíefldu ofsóknir sínar gegn úígúrum árið 2017. Mannréttindasamtök og lögspekingar telja ofsóknirnar umfangsmestu mannréttindabrot í Kína í áratugi. Fjarlægðu kossaatriði „Mulan“ verður frumsýnd í Kína á föstudag. Disney er sagt ásælast ábatasaman afþreyingarmarkað þar í landi en Kína er nú næststærsti markaðurinn fyrir kvikmyndir í heiminum á eftir Bandaríkjunum. Fyrirtækið lenti upp á kant við stjórnvöld í Beijing þegar það framleiddi kvikmyndina „Kundun“ árið 1997 en hún byggði á ævi Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbet. Fyrir vikið frestaðist útgáfa af teiknimyndinni „Mulan“. Niki Caro, leikstjóri leiknu útgáfunnar sem nú er komin út, sagði við Hollywood Reporter í febrúar, að Disney hefði fjarlægt atriði þar sem aðalpersóna myndarinnar kyssir aðra persónu að ósk kínverskra yfirmanna.
Kína Disney Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Disney fer nýjar leiðir með útgáfu Mulan Disney hefur tekið ákvörðun varðandi útgáfu Mulan. 5. ágúst 2020 19:52 Bandaríkin beita kínverska embættismenn viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska embættismenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. 9. júlí 2020 22:50 Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Disney fer nýjar leiðir með útgáfu Mulan Disney hefur tekið ákvörðun varðandi útgáfu Mulan. 5. ágúst 2020 19:52
Bandaríkin beita kínverska embættismenn viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska embættismenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. 9. júlí 2020 22:50
Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36