Fótbolti

Sjáðu lokaæfingu Íslands í Belgíu

Sindri Sverrisson skrifar
MIkael Anderson og Alfons Sampsted á æfingunni í Belgíu í dag.
MIkael Anderson og Alfons Sampsted á æfingunni í Belgíu í dag.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði á Roi Baudouin vellinum í Belgíu í dag fyrir leikinn við heimamenn í Þjóðadeildinni annað kvöld.

Erik Hamrén landsliðsþjálfari sagði alla leikmenn hafa verið með á æfingunni en íslenska liðið hefur þó breyst talsvert frá því í leiknum við England á laugardag.

Hannes Þór Halldórsson fékk ekki leyfi frá Val til að fara í leikinn, Hamrén taldi best að Kári Árnason og Kolbeinn Sigþórsson spiluðu ekki tvo leiki á svo skömmum tíma, en báðir hafa glímt við meiðsli í sumar, og Sverrir Ingi Ingason tekur út leikbann eftir rauða spjaldið gegn Englandi.

Patrik Gunnarsson og Alfons Sampsted eru hins vegar mættir með til Belgíu eftir að hafa spilað með U21-landsliðinu í 1-0 sigrinum gegn Svíþjóð á föstudaginn.

Svipmyndir af æfingunni í dag má sjá hér að neðan.

Klippa: Lokaæfing Ísland fyrir leikinn við Belgíu

Tengdar fréttir

„Skiptir ekki máli hvern við dekkum“

„Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×